Vígðu fyrsta Tómasarlund landsins í dag Sylvía Hall skrifar 23. maí 2020 20:31 Frá vígslunni í dag. Aðsend Vinir og velunnarar Tómasar Magnúsar Tómassonar komu saman klukkan 17 í dag við Bítlaskóg í Svarfaðardal og vígðu fyrsta Tómasarlund landsins. Ætlunin er að koma á fót mörgum slíkum um land allt sem hvatningu og vitundarvakningu um að skógrækt og geðrækt fari vel saman. Tómas Magnús var einn farsælasti upptökustjóri og tónlistarmaður landsins um árabil, en forfaðir hans séra Tómas Hallgrímsson var prestur að Völlum í Svarfaðardal. Jarún Júlía Jakobsdóttir gróðursetti fyrsta tréð.Aðsend Meðal þeirra sem voru viðstaddir gróðursetninguna voru hjónin Þórarinn Eldjárn og Unnur Ólafsdóttir, staðarhaldarar að Gullbringu. Þá voru tónlistarmenn á borð við Jakob Frímann Magnússon og Eyþór Eðvarsson einnig viðstaddir sem og Birna Rún Gísladóttir viðskiptafræðingur að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Jarún Júlía Jakobsdóttir, dóttir þeirra Jakobs Frímanns og Birnu Rúnar, gróðursetti fyrsta tréð í Tómasarlundi í dag. Eftir gróðursetninguna var sunginn afmælissöngur Tómasi til heiðurs sem hefði orðið 66 ára gamall í dag. Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Vinir og velunnarar Tómasar Magnúsar Tómassonar komu saman klukkan 17 í dag við Bítlaskóg í Svarfaðardal og vígðu fyrsta Tómasarlund landsins. Ætlunin er að koma á fót mörgum slíkum um land allt sem hvatningu og vitundarvakningu um að skógrækt og geðrækt fari vel saman. Tómas Magnús var einn farsælasti upptökustjóri og tónlistarmaður landsins um árabil, en forfaðir hans séra Tómas Hallgrímsson var prestur að Völlum í Svarfaðardal. Jarún Júlía Jakobsdóttir gróðursetti fyrsta tréð.Aðsend Meðal þeirra sem voru viðstaddir gróðursetninguna voru hjónin Þórarinn Eldjárn og Unnur Ólafsdóttir, staðarhaldarar að Gullbringu. Þá voru tónlistarmenn á borð við Jakob Frímann Magnússon og Eyþór Eðvarsson einnig viðstaddir sem og Birna Rún Gísladóttir viðskiptafræðingur að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Jarún Júlía Jakobsdóttir, dóttir þeirra Jakobs Frímanns og Birnu Rúnar, gróðursetti fyrsta tréð í Tómasarlundi í dag. Eftir gróðursetninguna var sunginn afmælissöngur Tómasi til heiðurs sem hefði orðið 66 ára gamall í dag.
Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira