„Maður fær - sem betur fer - allskonar skemmtilegt fólk í heimsókn til sín í þingið. Heimsfrægar rokkstjörnur eru þó frekar sjaldséðir gestir, en Damon Albarn kom til mín í hádeginu og reyndist áhugasamari og fróðari um Ísland en margir aðrir sem ég þekki.“
Þetta skrifar þingmaður Sjálfstæðisflokksins Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, á Facebook-síðu sína og birtir í leiðinni mynd af sér með söngvaranum heimsþekkta Damon Albarn sem sló fyrst í gegn með poppsveitinni Blur á sínum tíma.