Meðvitaður um neyðarástand sem er uppi í nokkrum sveitarfélögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 21. maí 2020 13:28 Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist meðvitaður um neyðarástand sem komið er upp í nokkrum sveitarfélögum sem flest stóla að mestu leyti eða öllu á ferðaþjónustu. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist vera meðvitaður um það neyðarástand sem uppi er í nokkrum sveitarfélögum landsins vegna kórónuveirufaraldursins. Starfshópi hefur verið falið að kortleggja fjármál sveitarfélaganna og leggja fram hugsanleg úrræði. Starfshópurinn mun afla upplýsinga um fjármál sveitarfélaga landsins en Byggðastofnun skilaði samantekt á dögunum sem sýndi fram á að níu sveitarfélög landsins hafi fengið harðasta skellinn vegna þeirra efnahagslegu aðgerða sem þjóðir heimsins gripu til í þeim tilgangi að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Tilgangurinn er að greina stöðuna og þróun fjármála sveitarfélaganna, bæði í heild en líka einstakra sveitarfélaga, af því að við vitum að staðan er mjög ólík frá einu sveitarfélagi til annars. Tilgangurinn var að niðurstaðan lægi fyrir fjórum til fimm vikum eftir að hópurinn hóf störf,“ segir Sigurður Ingi. Fréttastofa ræddi við Þorbjörgu Gísladóttur, sveitarstjóra Mýrdalshrepps, á dögunum en hún sagði að fjögurra til fimm vikna bið eftir aðgerðum væri of mikið. „Það er allt of langur tími. Ástandið er hér og nú og verður þannig næstu vikurnar.“ Í nýrri samantekt sem Byggðastofnun birti á dögunum kemur fram að lækkun útsvars á ársgrundvelli hjá Mýrdalshreppi verði á bilinu 30-40 prósent. Þá er áætlað að atvinnuleysi í Maí verði 44 prósent. Sigurður Ingi var spurður hvort hann hefði skilning á alvarleika ástandsins sem blasir við þeim sveitarfélögum þar sem atvinnulíf hverfist að miklu eða öllu leyti um ferðaþjónustu. „Við vitum það auðvitað að staðan er mjög erfið í þessum sveitarfélögum.“ Hann segir að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar á borð við hlutabótaleiðina hafi tekist að viðhalda betri stöðu hjá sveitarfélögum. „Sem þýðir að tekjutapið er kannski ekki komið fram að öllu en það sjá allir nú þegar vísbendingar um hvað er að gerast og eðlilega hafa sveitarstjórar áhyggjur af næstu mánuðum sérstaklega þegar líður á árið,“ segir Sigurður. En er stuðningur á leiðinni? „Já, það er alveg klárt og við vitum að þegar líður fram á árið þá munu þessi sveitarfélög ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu, launum og öðru slíku og það liggur alveg fyrir að við erum meðvituð um það,“ segir Sigurðu Ingi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Mýrdalshreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta blasir við okkur eins og hamfarir“ Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveirunnar blasi við íbúum á svæðinu líkt og hamfarir. Í venjulegu árferði ætti meginþorri tekna sveitarfélagsins, sem heldur því á floti allt árið, að koma inn á sumarmánuðum. Sveitarfélögin geti ekki beðið mikið lengur eftir stuðningi stjórnvalda. Neyðarástandið sé hér og nú. 19. maí 2020 14:40 Kópavogsbær vanrækir lögbundnar skyldur í upplýsingagjöf til fatlaðs fólks Þann 30. apríl síðastliðinn birtist frétt um það að velferðarráð Kópavogs telji brýnt að koma á fót hjúkrunarrýmum fyrir yngra fólk sem hefur slasast eða er alvarlega veikt. 18. maí 2020 08:00 Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist vera meðvitaður um það neyðarástand sem uppi er í nokkrum sveitarfélögum landsins vegna kórónuveirufaraldursins. Starfshópi hefur verið falið að kortleggja fjármál sveitarfélaganna og leggja fram hugsanleg úrræði. Starfshópurinn mun afla upplýsinga um fjármál sveitarfélaga landsins en Byggðastofnun skilaði samantekt á dögunum sem sýndi fram á að níu sveitarfélög landsins hafi fengið harðasta skellinn vegna þeirra efnahagslegu aðgerða sem þjóðir heimsins gripu til í þeim tilgangi að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Tilgangurinn er að greina stöðuna og þróun fjármála sveitarfélaganna, bæði í heild en líka einstakra sveitarfélaga, af því að við vitum að staðan er mjög ólík frá einu sveitarfélagi til annars. Tilgangurinn var að niðurstaðan lægi fyrir fjórum til fimm vikum eftir að hópurinn hóf störf,“ segir Sigurður Ingi. Fréttastofa ræddi við Þorbjörgu Gísladóttur, sveitarstjóra Mýrdalshrepps, á dögunum en hún sagði að fjögurra til fimm vikna bið eftir aðgerðum væri of mikið. „Það er allt of langur tími. Ástandið er hér og nú og verður þannig næstu vikurnar.“ Í nýrri samantekt sem Byggðastofnun birti á dögunum kemur fram að lækkun útsvars á ársgrundvelli hjá Mýrdalshreppi verði á bilinu 30-40 prósent. Þá er áætlað að atvinnuleysi í Maí verði 44 prósent. Sigurður Ingi var spurður hvort hann hefði skilning á alvarleika ástandsins sem blasir við þeim sveitarfélögum þar sem atvinnulíf hverfist að miklu eða öllu leyti um ferðaþjónustu. „Við vitum það auðvitað að staðan er mjög erfið í þessum sveitarfélögum.“ Hann segir að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar á borð við hlutabótaleiðina hafi tekist að viðhalda betri stöðu hjá sveitarfélögum. „Sem þýðir að tekjutapið er kannski ekki komið fram að öllu en það sjá allir nú þegar vísbendingar um hvað er að gerast og eðlilega hafa sveitarstjórar áhyggjur af næstu mánuðum sérstaklega þegar líður á árið,“ segir Sigurður. En er stuðningur á leiðinni? „Já, það er alveg klárt og við vitum að þegar líður fram á árið þá munu þessi sveitarfélög ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu, launum og öðru slíku og það liggur alveg fyrir að við erum meðvituð um það,“ segir Sigurðu Ingi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Mýrdalshreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta blasir við okkur eins og hamfarir“ Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveirunnar blasi við íbúum á svæðinu líkt og hamfarir. Í venjulegu árferði ætti meginþorri tekna sveitarfélagsins, sem heldur því á floti allt árið, að koma inn á sumarmánuðum. Sveitarfélögin geti ekki beðið mikið lengur eftir stuðningi stjórnvalda. Neyðarástandið sé hér og nú. 19. maí 2020 14:40 Kópavogsbær vanrækir lögbundnar skyldur í upplýsingagjöf til fatlaðs fólks Þann 30. apríl síðastliðinn birtist frétt um það að velferðarráð Kópavogs telji brýnt að koma á fót hjúkrunarrýmum fyrir yngra fólk sem hefur slasast eða er alvarlega veikt. 18. maí 2020 08:00 Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Sjá meira
„Þetta blasir við okkur eins og hamfarir“ Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveirunnar blasi við íbúum á svæðinu líkt og hamfarir. Í venjulegu árferði ætti meginþorri tekna sveitarfélagsins, sem heldur því á floti allt árið, að koma inn á sumarmánuðum. Sveitarfélögin geti ekki beðið mikið lengur eftir stuðningi stjórnvalda. Neyðarástandið sé hér og nú. 19. maí 2020 14:40
Kópavogsbær vanrækir lögbundnar skyldur í upplýsingagjöf til fatlaðs fólks Þann 30. apríl síðastliðinn birtist frétt um það að velferðarráð Kópavogs telji brýnt að koma á fót hjúkrunarrýmum fyrir yngra fólk sem hefur slasast eða er alvarlega veikt. 18. maí 2020 08:00
Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25