„Blessunarlega voru ekki Instagram og samfélagsmiðlar á þessum tíma“ Anton Ingi Leifsson skrifar 17. apríl 2020 09:30 Arnar gerði upp ferilinn sinn í Sportinu í kvöld. vísir/s2s Arnar Gunnlaugsson segir að hann og tvíburabróðir Bjarki Gunnlaugsson hafi notið góðs af því að engir samfélagsmiðlar hafi verið þegar þeir bræðurnir voru að alast upp. Þeir hafi verið barnastjörnur og hafi fengið að æfa í friði. Arnar var gestur í Sportinu í kvöld hjá Rikka G í gærkvöldi þar sem var farið yfir víðan völl. Þeir fóru meðal annars yfir uppvaxtarrárin á Skaganum en það var ljóst ansi snemma að þeir bræður ættu góða möguleika að fara í atvinnumennsku og voru þeir þekktir upp á Skaga fyrir sína hæfileika. „Við vorum ekkert skemmtilegustu unglingar í heimi. Við vorum gríðarlega fókuseraðir að ná langt. Blessunarlega voru ekki Instagram og þessir samfélagsmiðlar á þessum tíma eins og eru í dag,“ sagði Arnar en bræðurnir voru ansi þekktir á sínum yngri árum og er hann þakklátur fyrir að samfélagsmiðlarnir hafi ekki verið komnir. „Ég segi blessunarlega því við vorum smá barnastjörnur og það var snemma ljóst frá sex til sjö ára aldri að við myndum eiga möguleika á að ná langt. Við tókum alla leið. Við sökktum okkur í allar upplýsingar sem við gátum um fótbolta og æfðum mjög vel.“ „Sumir myndu segja að við höfum æft of vel og við æfðum kannski of mikið og kolvitlaust. Þá varð bara eitthvað að víkja og þegar félagslífið tekur við, fimmtán til sextán ára, þá vorum við frekar heima að horfa á Bjarna Fel og úti í garði að leika okkur í fótbolta í stað þess að fara út að djamma.“ Bræðurnir enduðu á því að semja við Feyenoord í Hollandi þegar þeir voru nítján ára gamlir. Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um yngri árin Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson segir að hann og tvíburabróðir Bjarki Gunnlaugsson hafi notið góðs af því að engir samfélagsmiðlar hafi verið þegar þeir bræðurnir voru að alast upp. Þeir hafi verið barnastjörnur og hafi fengið að æfa í friði. Arnar var gestur í Sportinu í kvöld hjá Rikka G í gærkvöldi þar sem var farið yfir víðan völl. Þeir fóru meðal annars yfir uppvaxtarrárin á Skaganum en það var ljóst ansi snemma að þeir bræður ættu góða möguleika að fara í atvinnumennsku og voru þeir þekktir upp á Skaga fyrir sína hæfileika. „Við vorum ekkert skemmtilegustu unglingar í heimi. Við vorum gríðarlega fókuseraðir að ná langt. Blessunarlega voru ekki Instagram og þessir samfélagsmiðlar á þessum tíma eins og eru í dag,“ sagði Arnar en bræðurnir voru ansi þekktir á sínum yngri árum og er hann þakklátur fyrir að samfélagsmiðlarnir hafi ekki verið komnir. „Ég segi blessunarlega því við vorum smá barnastjörnur og það var snemma ljóst frá sex til sjö ára aldri að við myndum eiga möguleika á að ná langt. Við tókum alla leið. Við sökktum okkur í allar upplýsingar sem við gátum um fótbolta og æfðum mjög vel.“ „Sumir myndu segja að við höfum æft of vel og við æfðum kannski of mikið og kolvitlaust. Þá varð bara eitthvað að víkja og þegar félagslífið tekur við, fimmtán til sextán ára, þá vorum við frekar heima að horfa á Bjarna Fel og úti í garði að leika okkur í fótbolta í stað þess að fara út að djamma.“ Bræðurnir enduðu á því að semja við Feyenoord í Hollandi þegar þeir voru nítján ára gamlir. Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um yngri árin Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira