„Manni líður eins og maður sé að deyja“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2020 10:29 Sonja segir sögu sína í Íslandi í dag á Stöð 2 en hún hefur glímt við mikla kulnun. Mynd/stöð 2 Sonja Ólafsdóttir er þrjátíu og eins árs, tveggja barna móðir og eigandi Crossfit Austur á Egilsstöðum. Fyrir ári síðan keyrði Sonja sig út eftir mikið álag og streitu, líkaminn gaf sig og hún gat ekki staðið upp í tíu daga. Eftir langt bataferli hefur líf Sonju breyst mjög mikið og getur hún fyrst núna farið að hugsa um börnin sín tvö á ný. Það var á ásköp venjulegum degi sem hún missti stjórn á líkama sínum, en eftir mikla vinnutörn. Þá var hún úti að keyra þegar hún skyndilega missti sjónina og þar að leiðandi stjórn á bílnum sem hún ók út af veginum. Sonja meiddist ekki en í ljós kom að það var eitthvað mikið að og næstu dagar áttu eftir að verða mjög erfiðir. „Um kvöldið, daginn eftir og næstu tíu daga sirka gat ég bara ekki staðið upp. Í tvö ár á undan var ég farin að fá allskyns einkenni og búin að fara í öll möguleg test. Þessar sjóntruflanir voru farnar að koma og í kannski einu sinni í mánuði korter í senn. Ég var alveg viss um að ég væri með eitthvað heilaæxli og ekki séns að ég væri að tengja þetta við álag eða streitu. Mér fannst ekkert að því hvernig ég var að lifa lífinu og bara allt í góðu lagi,“ segir Sonja í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Missti alla matarlyst Sonja segist í raun hafa upplifað sig sem smá aumingja að ráða ekki við þetta. „Samt vissi ég þetta í raun og sumarið áður var ég búin að reyna draga úr vinnu og minnka áreitið. Þegar þú ert komin á þennan stað er það ekki alveg nóg og þú þarft bara að fara alveg út og helst skipta um umhverfi,“ segir Sonja. Þær viðvörunarbjöllur sem voru farnar að hljóma voru sjóntruflanir og matarlystin var alveg farin. „Ég vissi alveg að ég þyrfti að borða en ég átti mjög erfitt með að borða. Ég þurfti að pína mat ofan í mig best var að hann væri í fljótandi formi. Svo var ég með aukinn hjartslátt alveg upp úr þurru. Ég sit bara einshversstaðar og hann rýkur upp í 120 allt í einu. Stundum fór hann upp í 140 og ég sofandi. Og manni líður eins og maður sé að deyja.“ Sonja starfar nú á Granda 101 og er flutt frá Egilsstöðum. Sonja er tveggja barna móðir, fyrirtækjaeigandi í litlu bæjarfélagi og því er auðvelt að ímynda sér að það hafi verið mikil streita og álag í hennar lífi. Eva Laufey Kjaran spurði Sonju hvernig týpískur dagur í hennar lífi hafi verið fyrir rúmlega ári. „Ég vaknaði svona hálf sex og fór annaðhvort á æfingu sjálf klukkan sex eða var að þjálfa tímann. Stundum var ég að þjálfa klukkan 5, 6 og síðan sjö. Ég vakti síðan krakkana og fór með þau í leikskólann og síðan í vinnuna. Þá vann ég bæði við að þjálfa og síðan í tölvunni,“ segir Sonja sem sótti síðan börnin á leikskólann og hélt síðan áfram að vinna fram á kvöld. Hún segir að í bataferlinu hafi henni strax verið kippt út úr vinnu. Því næst fór hún á heilsustofnun í Hveragerði og fékk þar algjöra hvíld í mánuð. „Það var geggjað. Þar er manni gefið að borða, maður fær að sofa í friði og stunda jóga og hugleiðslu og allskonar námskeið eins og svefnnámskeið sem nýttist mér mjög vel.“ Helgarmamma Sonja sogaðist aftur og aftur í sitt gamla umhverfi, átti erfitt með að búa á sama stað en geta ekki gert þá hluti sem hún var vön, að sinna fjölskyldu sinni og fyrirtæki svo hún tók ákvörðun í samráði við fjölskyldu sína um að flytja suður þar sem hún öðlaðist mikla ró og byrjaði hægt og rólega að ná tökum á lífi sínu á ný. Hún segir að hún hafi fljótt áttað sig á því af hverju þetta væri að gerast fyrir hana og því hafi batinn verið skjótari þar sem hún fór strax að einblína á það að vinna í sér til þess að geta séð um sjálfa sig og börnin sín. „Lífið er búið að breytast ótrúlega. Ég er flutt úr þrjú hundruð fermetra húsi sem er auðvitað allt og stórt yfir í fimmtán fermetra herbergi hjá litla frænda mínum. Börnin mín búa enn á Egilsstöðum hjá pabba sínum og ég er helgarmamma og þau koma stundum til mín. Ég hef ekki haft nægilega góða heilsu fram að þessu til að hugsa nægilega vel um þau og það er hræðilegt og nóg til þess að ég mun aldrei ganga fram af mér aftur. Og aldrei segja já við einhverju sem gæti tekið eitthvað frá mér. Í dag tek ég bara hluti að mér sem gefa mér eitthvað og er nýbyrjuð að þjálfa á Granda.“ Sonja var ómeðvitað að keppa við sjálfa sig um að verða betri, að sanna fyrir öðrum að hún gæti gert það sem hún vildi án þess að fá aðstoð og hún telur það vera megin ástæðu þess að hún keyrði sig út, hún hugsaði ekki um sjálfa sig. Nú ári síðar eftir strangt bataferli er Sonja farin að vinna á ný sem þjálfari í Granda 101. Hún tekur einn dag í einu og hugsar mjög vel um að fara varlega af stað en á sama tíma gefur það henni mikið að byrja að vinna á ný og taka þátt í lífinu. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Fljótsdalshérað Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Sonja Ólafsdóttir er þrjátíu og eins árs, tveggja barna móðir og eigandi Crossfit Austur á Egilsstöðum. Fyrir ári síðan keyrði Sonja sig út eftir mikið álag og streitu, líkaminn gaf sig og hún gat ekki staðið upp í tíu daga. Eftir langt bataferli hefur líf Sonju breyst mjög mikið og getur hún fyrst núna farið að hugsa um börnin sín tvö á ný. Það var á ásköp venjulegum degi sem hún missti stjórn á líkama sínum, en eftir mikla vinnutörn. Þá var hún úti að keyra þegar hún skyndilega missti sjónina og þar að leiðandi stjórn á bílnum sem hún ók út af veginum. Sonja meiddist ekki en í ljós kom að það var eitthvað mikið að og næstu dagar áttu eftir að verða mjög erfiðir. „Um kvöldið, daginn eftir og næstu tíu daga sirka gat ég bara ekki staðið upp. Í tvö ár á undan var ég farin að fá allskyns einkenni og búin að fara í öll möguleg test. Þessar sjóntruflanir voru farnar að koma og í kannski einu sinni í mánuði korter í senn. Ég var alveg viss um að ég væri með eitthvað heilaæxli og ekki séns að ég væri að tengja þetta við álag eða streitu. Mér fannst ekkert að því hvernig ég var að lifa lífinu og bara allt í góðu lagi,“ segir Sonja í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Missti alla matarlyst Sonja segist í raun hafa upplifað sig sem smá aumingja að ráða ekki við þetta. „Samt vissi ég þetta í raun og sumarið áður var ég búin að reyna draga úr vinnu og minnka áreitið. Þegar þú ert komin á þennan stað er það ekki alveg nóg og þú þarft bara að fara alveg út og helst skipta um umhverfi,“ segir Sonja. Þær viðvörunarbjöllur sem voru farnar að hljóma voru sjóntruflanir og matarlystin var alveg farin. „Ég vissi alveg að ég þyrfti að borða en ég átti mjög erfitt með að borða. Ég þurfti að pína mat ofan í mig best var að hann væri í fljótandi formi. Svo var ég með aukinn hjartslátt alveg upp úr þurru. Ég sit bara einshversstaðar og hann rýkur upp í 120 allt í einu. Stundum fór hann upp í 140 og ég sofandi. Og manni líður eins og maður sé að deyja.“ Sonja starfar nú á Granda 101 og er flutt frá Egilsstöðum. Sonja er tveggja barna móðir, fyrirtækjaeigandi í litlu bæjarfélagi og því er auðvelt að ímynda sér að það hafi verið mikil streita og álag í hennar lífi. Eva Laufey Kjaran spurði Sonju hvernig týpískur dagur í hennar lífi hafi verið fyrir rúmlega ári. „Ég vaknaði svona hálf sex og fór annaðhvort á æfingu sjálf klukkan sex eða var að þjálfa tímann. Stundum var ég að þjálfa klukkan 5, 6 og síðan sjö. Ég vakti síðan krakkana og fór með þau í leikskólann og síðan í vinnuna. Þá vann ég bæði við að þjálfa og síðan í tölvunni,“ segir Sonja sem sótti síðan börnin á leikskólann og hélt síðan áfram að vinna fram á kvöld. Hún segir að í bataferlinu hafi henni strax verið kippt út úr vinnu. Því næst fór hún á heilsustofnun í Hveragerði og fékk þar algjöra hvíld í mánuð. „Það var geggjað. Þar er manni gefið að borða, maður fær að sofa í friði og stunda jóga og hugleiðslu og allskonar námskeið eins og svefnnámskeið sem nýttist mér mjög vel.“ Helgarmamma Sonja sogaðist aftur og aftur í sitt gamla umhverfi, átti erfitt með að búa á sama stað en geta ekki gert þá hluti sem hún var vön, að sinna fjölskyldu sinni og fyrirtæki svo hún tók ákvörðun í samráði við fjölskyldu sína um að flytja suður þar sem hún öðlaðist mikla ró og byrjaði hægt og rólega að ná tökum á lífi sínu á ný. Hún segir að hún hafi fljótt áttað sig á því af hverju þetta væri að gerast fyrir hana og því hafi batinn verið skjótari þar sem hún fór strax að einblína á það að vinna í sér til þess að geta séð um sjálfa sig og börnin sín. „Lífið er búið að breytast ótrúlega. Ég er flutt úr þrjú hundruð fermetra húsi sem er auðvitað allt og stórt yfir í fimmtán fermetra herbergi hjá litla frænda mínum. Börnin mín búa enn á Egilsstöðum hjá pabba sínum og ég er helgarmamma og þau koma stundum til mín. Ég hef ekki haft nægilega góða heilsu fram að þessu til að hugsa nægilega vel um þau og það er hræðilegt og nóg til þess að ég mun aldrei ganga fram af mér aftur. Og aldrei segja já við einhverju sem gæti tekið eitthvað frá mér. Í dag tek ég bara hluti að mér sem gefa mér eitthvað og er nýbyrjuð að þjálfa á Granda.“ Sonja var ómeðvitað að keppa við sjálfa sig um að verða betri, að sanna fyrir öðrum að hún gæti gert það sem hún vildi án þess að fá aðstoð og hún telur það vera megin ástæðu þess að hún keyrði sig út, hún hugsaði ekki um sjálfa sig. Nú ári síðar eftir strangt bataferli er Sonja farin að vinna á ný sem þjálfari í Granda 101. Hún tekur einn dag í einu og hugsar mjög vel um að fara varlega af stað en á sama tíma gefur það henni mikið að byrja að vinna á ný og taka þátt í lífinu. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Fljótsdalshérað Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira