Wenger vill hætta með janúargluggann Anton Ingi Leifsson skrifar 20. maí 2020 20:00 Arsene Wenger. Mynd/NordicPhotos/Getty Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal til margra ára og nú starfsmaður FIFA, leggur til að félagaskiptaglugginn í janúar verði lagður niður. Hann segir að þeir leikmenn sem spili minna gefist upp löngu fyrir jól og bíði eftir að komast burt í janúar. Wenger ræddi við Mirror um breytingar sem gætu orðið á fótboltanum eftir að heimsfaraldurinn sem nú ríður yfir róast. Hann segir að ein leiðin væri að hætta með janúarglugann þar sem peningarnir verða væntanlega minni og leikmennirnir gefist allt of fljótt upp. „Ég vil taka út janúargluggann. Stjórarnir geta ekki ráðið vel við hann. Í október þegar leikmaður er ekki að spila, reynir hann að finna eitthvað annað og bíður þangað til í janúar og fer. Hann er ekki tilbúinn í að leggja sig fram og gefst upp,“ sagði Wenger við Mirror. Arsene Wenger calls for the January transfer window to be SCRAPPED because out-of-favour players 'give up' https://t.co/V7H00zHMcp— MailOnline Sport (@MailSport) May 20, 2020 Í viðtalinu ræddi Wenger einnig um laun til umboðsmanna og hann segir að þau hafi rokið upp úr öllu valdi. „Þegar Marc Roger og Jean-Francois Larios tryggðu að Patrick Viera kæmi til Arsenal árið 1996 þegar hann var nálægt því að ganga í raðir Ajax, þá borgaði ég þeim glaður. En þegar ég borga umboðsmanni þegar leikmaður framlengir samning sinn - er ég ekki viss um að hann hafi gert mikið.“ „Það sem truflar mig er að umboðsmaðurinn getur grætt á báðum félögum; liðinu sem selur leikmanninn og kaupir hann,“ sagði Wenger og bætti við því að aftur yrði tekið upp svokallað leyfiskerfi hvað varðar umboðsmenn. Fótbolti FIFA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal til margra ára og nú starfsmaður FIFA, leggur til að félagaskiptaglugginn í janúar verði lagður niður. Hann segir að þeir leikmenn sem spili minna gefist upp löngu fyrir jól og bíði eftir að komast burt í janúar. Wenger ræddi við Mirror um breytingar sem gætu orðið á fótboltanum eftir að heimsfaraldurinn sem nú ríður yfir róast. Hann segir að ein leiðin væri að hætta með janúarglugann þar sem peningarnir verða væntanlega minni og leikmennirnir gefist allt of fljótt upp. „Ég vil taka út janúargluggann. Stjórarnir geta ekki ráðið vel við hann. Í október þegar leikmaður er ekki að spila, reynir hann að finna eitthvað annað og bíður þangað til í janúar og fer. Hann er ekki tilbúinn í að leggja sig fram og gefst upp,“ sagði Wenger við Mirror. Arsene Wenger calls for the January transfer window to be SCRAPPED because out-of-favour players 'give up' https://t.co/V7H00zHMcp— MailOnline Sport (@MailSport) May 20, 2020 Í viðtalinu ræddi Wenger einnig um laun til umboðsmanna og hann segir að þau hafi rokið upp úr öllu valdi. „Þegar Marc Roger og Jean-Francois Larios tryggðu að Patrick Viera kæmi til Arsenal árið 1996 þegar hann var nálægt því að ganga í raðir Ajax, þá borgaði ég þeim glaður. En þegar ég borga umboðsmanni þegar leikmaður framlengir samning sinn - er ég ekki viss um að hann hafi gert mikið.“ „Það sem truflar mig er að umboðsmaðurinn getur grætt á báðum félögum; liðinu sem selur leikmanninn og kaupir hann,“ sagði Wenger og bætti við því að aftur yrði tekið upp svokallað leyfiskerfi hvað varðar umboðsmenn.
Fótbolti FIFA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira