„Fyrir mig persónulega var þetta rétti tíminn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. maí 2020 11:31 Gunnlaugur var að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í kökugerð þegar faraldurinn gekk yfir heiminn og því ákvað hann að stofna sitt eigið fyrirtæki. Gunnlaugur Arnar Ingason er 25 ára bakari og konditor sem opnaði nýverið veisluþjónustu í Hafnarfirði og sérhæfir sig í kökum og eftirréttum. Gunnlaugur var búsettur í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum mánuðum og það var ekki á planinu að flytja heim og hefja rekstur en veiran setti strik í reikninginn og hann var allt í einu orðinn atvinnulaus á Íslandi og ákvað að bjarga sér með því að opna veisluþjónustu sem slegið hefur í gegn. Í Ísland í dag í gærkvöldi heimsótti Eva Laufey Gulla og hann kenndi henni að búa til æðislegt sítrónutart. „Ég fékk boð um að taka þátt á heimsmeistaramótinu í kökugerð sem halda átti í mars í Tævan. Ég klára sveinsprófið mitt í Kaupmannahöfn í desember og kem heim í janúar til að undirbúa mig fyrir heimsmeistaramótið. Ég ætlaði að taka þriggja mánaða vinnutörn einungis til að undirbúa mig fyrir mótið. Svo gerist það að það kemur heimsfaraldur og keppninni er frestað fram á sumarið,“ segir Gunnlaugur. „Þá ætlaði ég bara að slaka á í tvær vikur og síðan finna mér einhverja vinnu. Svo á þessum tveimur vikum var veiran búin að springa út og komin til Íslands. Svo kom samkomubann og ég einhvern veginn stökk á þetta verkefni hérna, að opna minn eigin stað,“ segir Gunnlaugur léttur. Hann segir að þegar á undirbúningi fyrir keppnina stóð fór Gunnlaugur að finna fyrir áhuga fólks að versla við hann veitingarnar sem hann sýndi á Instagram. Gulli kenndi Evu að reiða fram sítrónutart. „Þá kom upp sú hugmynd að opna minn eigin stað og ég hafði engan áhuga á því að selja þetta bara í gegnum netið. Ég vildi opna minn eigin stað. Ferlið er búið að vera mjög stutt og ég tók við leigusamningi á þessu húsnæði í mars og stuttu síðar voru tæki og tól komin inn. Mamma og pabbi hafa hjálpað mér mikið og ég verð að gefa þeim smá hrós. Ég og æskuvinur minn eigum reksturinn en hann býr erlendis og því er ég einn að framleiða vörurnar og þetta geta verið svolítið langir dagar.“ Hann opnaði sumardaginn fyrsta síðastliðinn. „Ég held ég hafi selt þrjú hundruð eftirrétti sumardaginn fyrsta og fullt af makkarónuöskjum. Þetta var hrikalega langur dagur. Ég ætla einbeita mér að þessu verkefni í bili og það er kannski skrýtið að segja að þetta hafi verið hárréttur tími, en fyrir mig persónulega var þetta rétti tíminn. Ég er ungur og ekki skuldbundinn neinu og því get ég eytt mjög miklum tíma í að koma þessu af stað.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Matur Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
Gunnlaugur Arnar Ingason er 25 ára bakari og konditor sem opnaði nýverið veisluþjónustu í Hafnarfirði og sérhæfir sig í kökum og eftirréttum. Gunnlaugur var búsettur í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum mánuðum og það var ekki á planinu að flytja heim og hefja rekstur en veiran setti strik í reikninginn og hann var allt í einu orðinn atvinnulaus á Íslandi og ákvað að bjarga sér með því að opna veisluþjónustu sem slegið hefur í gegn. Í Ísland í dag í gærkvöldi heimsótti Eva Laufey Gulla og hann kenndi henni að búa til æðislegt sítrónutart. „Ég fékk boð um að taka þátt á heimsmeistaramótinu í kökugerð sem halda átti í mars í Tævan. Ég klára sveinsprófið mitt í Kaupmannahöfn í desember og kem heim í janúar til að undirbúa mig fyrir heimsmeistaramótið. Ég ætlaði að taka þriggja mánaða vinnutörn einungis til að undirbúa mig fyrir mótið. Svo gerist það að það kemur heimsfaraldur og keppninni er frestað fram á sumarið,“ segir Gunnlaugur. „Þá ætlaði ég bara að slaka á í tvær vikur og síðan finna mér einhverja vinnu. Svo á þessum tveimur vikum var veiran búin að springa út og komin til Íslands. Svo kom samkomubann og ég einhvern veginn stökk á þetta verkefni hérna, að opna minn eigin stað,“ segir Gunnlaugur léttur. Hann segir að þegar á undirbúningi fyrir keppnina stóð fór Gunnlaugur að finna fyrir áhuga fólks að versla við hann veitingarnar sem hann sýndi á Instagram. Gulli kenndi Evu að reiða fram sítrónutart. „Þá kom upp sú hugmynd að opna minn eigin stað og ég hafði engan áhuga á því að selja þetta bara í gegnum netið. Ég vildi opna minn eigin stað. Ferlið er búið að vera mjög stutt og ég tók við leigusamningi á þessu húsnæði í mars og stuttu síðar voru tæki og tól komin inn. Mamma og pabbi hafa hjálpað mér mikið og ég verð að gefa þeim smá hrós. Ég og æskuvinur minn eigum reksturinn en hann býr erlendis og því er ég einn að framleiða vörurnar og þetta geta verið svolítið langir dagar.“ Hann opnaði sumardaginn fyrsta síðastliðinn. „Ég held ég hafi selt þrjú hundruð eftirrétti sumardaginn fyrsta og fullt af makkarónuöskjum. Þetta var hrikalega langur dagur. Ég ætla einbeita mér að þessu verkefni í bili og það er kannski skrýtið að segja að þetta hafi verið hárréttur tími, en fyrir mig persónulega var þetta rétti tíminn. Ég er ungur og ekki skuldbundinn neinu og því get ég eytt mjög miklum tíma í að koma þessu af stað.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Matur Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira