Hólmar í Búlgaríu: Forseti félagsins flúði land en stuðningsmennirnir halda félaginu á lífi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2020 10:00 Hólmar Örn Eyjólfsson er 29 ára gamall og kom til Levski Sofia árið 2017, fyrst á láni en svo var hann keyptur. Hann hefur skorað 6 mörk í 51 deildarleik með liðinu. Getty/Stuart Franklin Á þessum miklum óvissu tímum er Íslenski landsliðsmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson líklega að upplifa meiri óvissu en flestir íslenskir leikmenn á erlendri grundu. Hólmar Örn Eyjólfsson spilar með Levski Sofia í Búlgaríu en fjárhagsstaða félagsins er mjög slæm. Eigandinn og forseti félagsins, Vasil Bozhkov, er flúinn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Bozhkov er almennt talinn vera ríkasti maður Búlgaríu en um leið hefur hann í langan tíma verið orðaður við ólöglega starfsemi í undirheimum. Búlgarska ríkið hefur höfðað mál gegn hinum 63 ára gamla Vasil Bozhkov fyrir yfirgripsmikla glæpastarfsemi og Búlgarar vilja nú fá hann framseldan til landsins svo réttarhöld yfir honum geti farið fram. „Stuðningsmennirnir hafa staðið fyrir alls konar söfnunum, keypt miða á „sýndarleiki“ sem fóru ekki fram vegna kórónuveirunnar, og maður er búinn að heyra ítrekað á undanförnum mánuðum að í næstu viku verði félagið gjaldþrota. En stuðningsmennirnir ná alltaf að safna saman nægilega miklum peningum til að halda þessu gangandi, sem er hreint með ólíkindum," segir Hólmar í viðtali við Víði Sigurðsson í Morgunblaðinu í dag. Stuðningsmenn liðsins hafa verið ótrúlegir undanfarna mánuði og eru búnir að bjarga félaginu algjörlega, sagði Hólmar Örn Eyjólfsson landsliðsmaður í knattspyrnu við Morgunblaðið í gær en félag hans, Levski Sofia, rambar á barmi gjaldþrots. https://t.co/OwcE1f5ZTX pic.twitter.com/D65jYG8x2H— mbl.is SPORT (@mblsport) May 20, 2020 Stuðningsmenn Levski Sofia er alvöru stuðningsmenn en þeir hafa frá 12. febrúar síðastliðnum náð að redda félaginu meira en einni milljón evra sem jafngildir meira en 156 milljónum íslenskra króna. Búlgarska deildin á að byrja aftur 5. júní eftir kórónaveirufaraldurinn en Levski Sofia er í öðru sæti deildarinnar, níu stigum frá toppnum. Hólmar, sem er að klára sitt þriðja tímabil hjá liðinu, er samningsbundinn í eitt tímabil í viðbót en veit ekki hvað gerist í framhaldinu. „Það verður bara að koma í ljós þegar nýir eigendur taka við hvernig þeir vilja standa að framhaldinu hjá félaginu. Það gætu vel orðið miklar breytingar á rekstrinum þannig að óvissan er mikil sem stendur. En í félaginu er mikið af góðu fólki sem gerir allt til þess að Levski komi sem best út úr þessu," segir Hólmar í viðtalinu í Morgunblaðinu. Fótbolti Búlgaría Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Sjá meira
Á þessum miklum óvissu tímum er Íslenski landsliðsmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson líklega að upplifa meiri óvissu en flestir íslenskir leikmenn á erlendri grundu. Hólmar Örn Eyjólfsson spilar með Levski Sofia í Búlgaríu en fjárhagsstaða félagsins er mjög slæm. Eigandinn og forseti félagsins, Vasil Bozhkov, er flúinn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Bozhkov er almennt talinn vera ríkasti maður Búlgaríu en um leið hefur hann í langan tíma verið orðaður við ólöglega starfsemi í undirheimum. Búlgarska ríkið hefur höfðað mál gegn hinum 63 ára gamla Vasil Bozhkov fyrir yfirgripsmikla glæpastarfsemi og Búlgarar vilja nú fá hann framseldan til landsins svo réttarhöld yfir honum geti farið fram. „Stuðningsmennirnir hafa staðið fyrir alls konar söfnunum, keypt miða á „sýndarleiki“ sem fóru ekki fram vegna kórónuveirunnar, og maður er búinn að heyra ítrekað á undanförnum mánuðum að í næstu viku verði félagið gjaldþrota. En stuðningsmennirnir ná alltaf að safna saman nægilega miklum peningum til að halda þessu gangandi, sem er hreint með ólíkindum," segir Hólmar í viðtali við Víði Sigurðsson í Morgunblaðinu í dag. Stuðningsmenn liðsins hafa verið ótrúlegir undanfarna mánuði og eru búnir að bjarga félaginu algjörlega, sagði Hólmar Örn Eyjólfsson landsliðsmaður í knattspyrnu við Morgunblaðið í gær en félag hans, Levski Sofia, rambar á barmi gjaldþrots. https://t.co/OwcE1f5ZTX pic.twitter.com/D65jYG8x2H— mbl.is SPORT (@mblsport) May 20, 2020 Stuðningsmenn Levski Sofia er alvöru stuðningsmenn en þeir hafa frá 12. febrúar síðastliðnum náð að redda félaginu meira en einni milljón evra sem jafngildir meira en 156 milljónum íslenskra króna. Búlgarska deildin á að byrja aftur 5. júní eftir kórónaveirufaraldurinn en Levski Sofia er í öðru sæti deildarinnar, níu stigum frá toppnum. Hólmar, sem er að klára sitt þriðja tímabil hjá liðinu, er samningsbundinn í eitt tímabil í viðbót en veit ekki hvað gerist í framhaldinu. „Það verður bara að koma í ljós þegar nýir eigendur taka við hvernig þeir vilja standa að framhaldinu hjá félaginu. Það gætu vel orðið miklar breytingar á rekstrinum þannig að óvissan er mikil sem stendur. En í félaginu er mikið af góðu fólki sem gerir allt til þess að Levski komi sem best út úr þessu," segir Hólmar í viðtalinu í Morgunblaðinu.
Fótbolti Búlgaría Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Sjá meira