Ekki að stressa sig á leikjaálaginu: „Held að þetta sé verra hjá strákunum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 20. maí 2020 15:00 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Blika. vísir/eyþór Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max-deild kvenna, vonast til þess að deildin í sumar verði jafnari og spennandi en segir að fyrir fram má gefa sér að Breiðablik og Valur verði í kringum toppinn. Þorsteinn ræddi við Guðjón Guðmundsson í Sportinu í dag þar sem hann ræddi komandi sumar og hvernig silfurliðinu frá því á síðustu leiktíð hefur tekist til að halda sér í formi á tímum kórónuveirunnar. En sjáum við Breiðablik og Val berjast aftur í tveimur efstu sætunum? „Fyrir fram má gefa sér það en önnur lið hafa verið að styrkja sig og líta vel út þó að við höfum ekkert séð þau spila. En á pappírunum hafa lið verið að styrkja sig eins og Selfoss, Fylkir, KR og Vestmannaeyjar spurningarmerki. Fyrir fram gefa margir sér það en ég held og vona að deildin verði töluvert jafnari,“ sagði Þorsteinn. „Ég vonast til þess að fleiri lið blandi sér í þetta því það gerir mótið skemmtilegra. Ég vonast bara til þess að við höldum okkar striki því hjá okkur snýst þetta um það. Leikmenn eru að æfa meira en áður og eru að gera þetta að mörgu leyti betur.“ Níu umferðir verða leiknar í Pepsi Max-deild kvenna á tæpum sex vikum en Þorsteinn er lítið að stressa sig á leikjaálaginu. „Það stefnir í það að það reyni á hópana og þú þurfir eitthvað að dreifa álaginu en þetta er samt ekkert svakalegt. Ég held að þetta sé verra hjá strákunum en okkur. Leikmenn vilja bara vera spila og þjálfarar vilja undirbúa leiki í stað þess að vera með endalausar æfingar. Ég held að þetta geri þetta bara að mörgu leyti skemmtilegra.“ Klippa: Sportið í dag - Þorsteinn Halldórsson um Pepsi Max kvenna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild kvenna Sportið í dag Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Fleiri fréttir „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max-deild kvenna, vonast til þess að deildin í sumar verði jafnari og spennandi en segir að fyrir fram má gefa sér að Breiðablik og Valur verði í kringum toppinn. Þorsteinn ræddi við Guðjón Guðmundsson í Sportinu í dag þar sem hann ræddi komandi sumar og hvernig silfurliðinu frá því á síðustu leiktíð hefur tekist til að halda sér í formi á tímum kórónuveirunnar. En sjáum við Breiðablik og Val berjast aftur í tveimur efstu sætunum? „Fyrir fram má gefa sér það en önnur lið hafa verið að styrkja sig og líta vel út þó að við höfum ekkert séð þau spila. En á pappírunum hafa lið verið að styrkja sig eins og Selfoss, Fylkir, KR og Vestmannaeyjar spurningarmerki. Fyrir fram gefa margir sér það en ég held og vona að deildin verði töluvert jafnari,“ sagði Þorsteinn. „Ég vonast til þess að fleiri lið blandi sér í þetta því það gerir mótið skemmtilegra. Ég vonast bara til þess að við höldum okkar striki því hjá okkur snýst þetta um það. Leikmenn eru að æfa meira en áður og eru að gera þetta að mörgu leyti betur.“ Níu umferðir verða leiknar í Pepsi Max-deild kvenna á tæpum sex vikum en Þorsteinn er lítið að stressa sig á leikjaálaginu. „Það stefnir í það að það reyni á hópana og þú þurfir eitthvað að dreifa álaginu en þetta er samt ekkert svakalegt. Ég held að þetta sé verra hjá strákunum en okkur. Leikmenn vilja bara vera spila og þjálfarar vilja undirbúa leiki í stað þess að vera með endalausar æfingar. Ég held að þetta geri þetta bara að mörgu leyti skemmtilegra.“ Klippa: Sportið í dag - Þorsteinn Halldórsson um Pepsi Max kvenna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild kvenna Sportið í dag Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Fleiri fréttir „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Sjá meira