Föngum sleppt út fyrr vegna kórónuveirunnar Jakob Bjarnar skrifar 10. mars 2020 13:31 Fangelsið á Hólmsheiði. Í fyrsta kastinu hefur verið gripið til þess að sleppa milli tíu og tuttugu föngum lausum fyrr en til stóð vegna kórónuveirunnar. visir/vilhelm Milli tíu til tuttugu föngum verður sleppt úr afplánun fyrr en til stóð. Þetta er í fyrsta kastinu en gripið hefur verið til þessa vegna kórónuveirunnar og styttist þannig afplánun nokkurra fanga um sem nemur nokkrum mánuðum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir þetta í samræmi við viðbragðsáætlun fangelsisyfirvalda sem snýr að því komi til faraldurs af því tagi sem nú er við að eiga. „Okkar verkefni er að tryggja að fangelsi landsins geti tekið á móti nýjum föngum og gæsluvarðhaldsföngum í neyð. Í því felst að við þurfum að hafa tiltækar deildir fyrir þessa einstaklinga þannig að þeir umgangist ekki aðra fanga í fangelsinu. Vegna þess þurfum við að færa fanga til og í ákveðnum tilvikum að taka sérstaklega ákvarðanir um reynslulausnir og losun tiltekinna fanga, þó þannig að jafnræðis sé gætt innan hópsins,“ segir Páll í samtali við Vísi. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að gripið hafi verið til þessa vegna mjög óvenjulegra aðstæðna sem myndast hafa í samfélaginu.Vísir/Baldur Hann útskýrir að um sé að ræða tiltekinn hóp fanga sem falla undir þessa undanþágu og búið er að ræða við þá sem um ræðir. Þeir uppfylla að öðru leyti skilyrði til þess að fá reynslulausn. „Það eru uppi mjög sérstakar aðstæður og þá gilda allt aðrar reglur. En, megin atriði er að halda uppi lögum og reglu í fangelsunum og það gerum við,“ segir Páll. Samkvæmt heimildum Vísis hefur það lagst misvel í fanga aðgerðir sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirunnar, svo sem þær að fangar fá nú ekki lengur dagleyfi og heimsóknir eru ekki leyfðar. Jafnvel svo að óróa hefur gætt. Að sögn Páls hafa fangelsisyfirvöld gert ýmislegt til að mæta þessu. „Svo sem auka aðgengi að síma og fjarfundabúnaði til að gera þeim lífið bærilegra.“ Wuhan-veiran Fangelsismál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Milli tíu til tuttugu föngum verður sleppt úr afplánun fyrr en til stóð. Þetta er í fyrsta kastinu en gripið hefur verið til þessa vegna kórónuveirunnar og styttist þannig afplánun nokkurra fanga um sem nemur nokkrum mánuðum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir þetta í samræmi við viðbragðsáætlun fangelsisyfirvalda sem snýr að því komi til faraldurs af því tagi sem nú er við að eiga. „Okkar verkefni er að tryggja að fangelsi landsins geti tekið á móti nýjum föngum og gæsluvarðhaldsföngum í neyð. Í því felst að við þurfum að hafa tiltækar deildir fyrir þessa einstaklinga þannig að þeir umgangist ekki aðra fanga í fangelsinu. Vegna þess þurfum við að færa fanga til og í ákveðnum tilvikum að taka sérstaklega ákvarðanir um reynslulausnir og losun tiltekinna fanga, þó þannig að jafnræðis sé gætt innan hópsins,“ segir Páll í samtali við Vísi. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að gripið hafi verið til þessa vegna mjög óvenjulegra aðstæðna sem myndast hafa í samfélaginu.Vísir/Baldur Hann útskýrir að um sé að ræða tiltekinn hóp fanga sem falla undir þessa undanþágu og búið er að ræða við þá sem um ræðir. Þeir uppfylla að öðru leyti skilyrði til þess að fá reynslulausn. „Það eru uppi mjög sérstakar aðstæður og þá gilda allt aðrar reglur. En, megin atriði er að halda uppi lögum og reglu í fangelsunum og það gerum við,“ segir Páll. Samkvæmt heimildum Vísis hefur það lagst misvel í fanga aðgerðir sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirunnar, svo sem þær að fangar fá nú ekki lengur dagleyfi og heimsóknir eru ekki leyfðar. Jafnvel svo að óróa hefur gætt. Að sögn Páls hafa fangelsisyfirvöld gert ýmislegt til að mæta þessu. „Svo sem auka aðgengi að síma og fjarfundabúnaði til að gera þeim lífið bærilegra.“
Wuhan-veiran Fangelsismál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira