„Átti erfitt með að trúa þessu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 19. maí 2020 21:00 Ásmundur í settinu í dag. vísir/s2s Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis í Pepsi Max-deild karla, segist hafa verið hissa þegar Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði liðsins, ákvað að leggja skóna á hilluna fyrr í mánuðinum. Ásmundur hafði ekki séð neitt á Bergsveini að hugurinn væri kominn annað. Ákvörðunin kom mörgum í opna skjöldu þegar varnarmaðurinn tilkynnti að hann væri hættur knattspyrnuiðkun en rúmur mánuður var í íslenska fótboltasumarið er skórnir fóru upp í hillu hjá Bergsveini. Ásmundur var í stólnum hjá Sportinu í dag þar sem hann var, eðlilega, spurður út í ákvörðun Bergsveins. „Ég átti í upphafi erfitt með að trúa þessu því að samskiptin höfðu verið þannig á undan og hann hafði verið flottur í gegnum veturinn og virtist vera „all in“ og 100% í því sem var að gerast,“ sagði Ásmundur. „Hann var okkar leiðtogi og gerði það vel í gegnum veturinn. Maður sá ekki neinn undanfara á þessu og ég átti erfitt með að trúa þessu til að byrja með en svo þarf maður að setja sig í hans spor og virða hans ákvörðun og finna lausn á málinu.“ „Enn ein áskorunin sem ég hef ekki upplifað áður stendur fyrir dyrum og það er að takast á við það. Þetta var mjög óvænt fyrir okkur og eitthvað sem við sáum aldrei fyrir,“ sagði Ásmundur. Klippa: Sportið í dag - Ási um ákvörðun Bergsveins Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Fjölnir Sportið í dag Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sjá meira
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis í Pepsi Max-deild karla, segist hafa verið hissa þegar Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði liðsins, ákvað að leggja skóna á hilluna fyrr í mánuðinum. Ásmundur hafði ekki séð neitt á Bergsveini að hugurinn væri kominn annað. Ákvörðunin kom mörgum í opna skjöldu þegar varnarmaðurinn tilkynnti að hann væri hættur knattspyrnuiðkun en rúmur mánuður var í íslenska fótboltasumarið er skórnir fóru upp í hillu hjá Bergsveini. Ásmundur var í stólnum hjá Sportinu í dag þar sem hann var, eðlilega, spurður út í ákvörðun Bergsveins. „Ég átti í upphafi erfitt með að trúa þessu því að samskiptin höfðu verið þannig á undan og hann hafði verið flottur í gegnum veturinn og virtist vera „all in“ og 100% í því sem var að gerast,“ sagði Ásmundur. „Hann var okkar leiðtogi og gerði það vel í gegnum veturinn. Maður sá ekki neinn undanfara á þessu og ég átti erfitt með að trúa þessu til að byrja með en svo þarf maður að setja sig í hans spor og virða hans ákvörðun og finna lausn á málinu.“ „Enn ein áskorunin sem ég hef ekki upplifað áður stendur fyrir dyrum og það er að takast á við það. Þetta var mjög óvænt fyrir okkur og eitthvað sem við sáum aldrei fyrir,“ sagði Ásmundur. Klippa: Sportið í dag - Ási um ákvörðun Bergsveins Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Sportið í dag Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sjá meira