Leikmenn í sóttkví í sömu stöðu og meiddir leikmenn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. mars 2020 12:29 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. vísir/baldur hrafnkell Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að á meðal þess sem ákveðið hafi verið á fundi sérsambanda ÍSÍ með almannavörnum í gær er hvernig skal meðhöndla mál leikmanna sem lenda í sóttkví. „Einstaka leikmenn sem eru í sóttkví falla í sama flokk og meiddir leikmenn eða fjarverandi. Ef heilt lið myndi aftur á móti lenda í sóttkví þá þyrfti að endurmeta stöðuna á ný,“ segir Róbert Geir en á fundinum var ákveðið að starfsemi sambandanna myndi halda óbreytt áfram en eðlilega væri staðan endurmetin daglega. Ef sú staða kemur upp að heilt lið færi í sóttkví þá yrði óhjákvæmilega að fresta leikjum en slík mál yrðu tækluð ef þau kæmu upp. „Það veit enginn hvernig framhaldið verður bæði hér og erlendis. Við lifum á tímum sem eru án fordæma og ekki hægt að vísa í sambærilegar stöður. Það er því áframhaldandi vinna í þessum efnum og verður það næstu vikur.“ Möguleikinn á samkomubanni er auðvitað enn fyrir hendi og þá yrði að spila fyrir tómum húsum eða setja skorður á fjölda áhorfenda. „Ef það verður samkomubann yrði hreyfingin að skoða það í heild sinni með ÍSÍ hvaða leiðir séu færar í þeim efnum,“ segir framkvæmdastjórinn en hefur eitthvað verið rætt hvernig tjón félaganna yrði tæklað ef slíkt bann verður sett á? „Það er ekki hafin vinna í að skoða hvernig það yrði gert og við vitum ekki heldur hvort það sé hægt. Það er eitthvað sem tíminn yrði að leiða í ljós. Það koma upp ný verkefni nánast á hverjum degi og við erum að reyna að feta okkur áfram eins og aðrir á þessum sérstökum tímum sem við nú búum við.“ Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ekkert áhorfendabann á Íslandi ennþá en fleiri fundir framundan Áhorfendum er óhætt að mæta áfram á íþróttaleiki á Íslandi þrátt fyrir kórónuveiruna en þetta er helsta niðurstaðan á samráðsfundi í höfuðstöðvum íslenskra íþrótta í gær. 10. mars 2020 08:00 Goðamótin á Akureyri munu fara fram Þórsarar á Akureyri hafa ákveðið að Goðamótin í knattspyrnu fari fram í Boganum næstu tvær helgar. Krakkar í 5. og 6. flokki í knattspyrnu flykkjast þá norður yfir heiðar þar sem keppt verður í knattspyrnu föstudag, laugardag og sunnudag. 9. mars 2020 21:36 Stóru boltasamböndin með samráðsfund í dag Það er eðlilega uggur innan íþróttahreyfingarinnar vegna kórónuveirunnar enda gæti ástandið haft stór áhrif á íþróttaviðburði hér á landi. 9. mars 2020 11:30 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að á meðal þess sem ákveðið hafi verið á fundi sérsambanda ÍSÍ með almannavörnum í gær er hvernig skal meðhöndla mál leikmanna sem lenda í sóttkví. „Einstaka leikmenn sem eru í sóttkví falla í sama flokk og meiddir leikmenn eða fjarverandi. Ef heilt lið myndi aftur á móti lenda í sóttkví þá þyrfti að endurmeta stöðuna á ný,“ segir Róbert Geir en á fundinum var ákveðið að starfsemi sambandanna myndi halda óbreytt áfram en eðlilega væri staðan endurmetin daglega. Ef sú staða kemur upp að heilt lið færi í sóttkví þá yrði óhjákvæmilega að fresta leikjum en slík mál yrðu tækluð ef þau kæmu upp. „Það veit enginn hvernig framhaldið verður bæði hér og erlendis. Við lifum á tímum sem eru án fordæma og ekki hægt að vísa í sambærilegar stöður. Það er því áframhaldandi vinna í þessum efnum og verður það næstu vikur.“ Möguleikinn á samkomubanni er auðvitað enn fyrir hendi og þá yrði að spila fyrir tómum húsum eða setja skorður á fjölda áhorfenda. „Ef það verður samkomubann yrði hreyfingin að skoða það í heild sinni með ÍSÍ hvaða leiðir séu færar í þeim efnum,“ segir framkvæmdastjórinn en hefur eitthvað verið rætt hvernig tjón félaganna yrði tæklað ef slíkt bann verður sett á? „Það er ekki hafin vinna í að skoða hvernig það yrði gert og við vitum ekki heldur hvort það sé hægt. Það er eitthvað sem tíminn yrði að leiða í ljós. Það koma upp ný verkefni nánast á hverjum degi og við erum að reyna að feta okkur áfram eins og aðrir á þessum sérstökum tímum sem við nú búum við.“
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ekkert áhorfendabann á Íslandi ennþá en fleiri fundir framundan Áhorfendum er óhætt að mæta áfram á íþróttaleiki á Íslandi þrátt fyrir kórónuveiruna en þetta er helsta niðurstaðan á samráðsfundi í höfuðstöðvum íslenskra íþrótta í gær. 10. mars 2020 08:00 Goðamótin á Akureyri munu fara fram Þórsarar á Akureyri hafa ákveðið að Goðamótin í knattspyrnu fari fram í Boganum næstu tvær helgar. Krakkar í 5. og 6. flokki í knattspyrnu flykkjast þá norður yfir heiðar þar sem keppt verður í knattspyrnu föstudag, laugardag og sunnudag. 9. mars 2020 21:36 Stóru boltasamböndin með samráðsfund í dag Það er eðlilega uggur innan íþróttahreyfingarinnar vegna kórónuveirunnar enda gæti ástandið haft stór áhrif á íþróttaviðburði hér á landi. 9. mars 2020 11:30 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Ekkert áhorfendabann á Íslandi ennþá en fleiri fundir framundan Áhorfendum er óhætt að mæta áfram á íþróttaleiki á Íslandi þrátt fyrir kórónuveiruna en þetta er helsta niðurstaðan á samráðsfundi í höfuðstöðvum íslenskra íþrótta í gær. 10. mars 2020 08:00
Goðamótin á Akureyri munu fara fram Þórsarar á Akureyri hafa ákveðið að Goðamótin í knattspyrnu fari fram í Boganum næstu tvær helgar. Krakkar í 5. og 6. flokki í knattspyrnu flykkjast þá norður yfir heiðar þar sem keppt verður í knattspyrnu föstudag, laugardag og sunnudag. 9. mars 2020 21:36
Stóru boltasamböndin með samráðsfund í dag Það er eðlilega uggur innan íþróttahreyfingarinnar vegna kórónuveirunnar enda gæti ástandið haft stór áhrif á íþróttaviðburði hér á landi. 9. mars 2020 11:30