Kári Árna gagnrýndi valið á HM hópnum 2018: Kjúklingur frekar en Kolbeinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 13:00 Albert Guðmundsson á æfingu með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi 2018 en þarna tekur Hörður Björgvin Magnússon utan um hann á leikvanginum í Rostov-on-Don. EPA-EFE/SHAWN Kári Árnason ræddi valið á fyrsta og eina heimsmeistarahóp íslenska landsliðsins i hlaðvarpsþættinum Draumaliðið en þar var hann gestur Jóhanns Skúla Jónssonar. Kári fór þar yfir feril sinn en þegar talið barst að HM í Rússlandi sumarið 2018 þá saknaði hans eins leikmanns á heimsmeistaramótinu. Heimir Hallgrímsson, þáverandi landsliðsþjálfari ákvað óvænt að velja hinn 21 árs gamla Albert Guðmundssonar sem einn af framherjum íslenska liðsins. Kári vildi hins vegar frekar að Heimir hefði valið Kolbein Sigþórsson í hópinn jafnvel þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað mikinn fótbolta frá því á EM í Frakklandi tveimur árum fyrr. Albert Guðmundsson fékk sínar fyrstu og einu mínútur með íslenska landsliðinu í lokaleik liðsins á HM 2018 sem var á móti Króatíu. Íslensku strákarnir þurftu þá eitt mark til að komast áfram í sextán liða úrslitin en Heimir sendi Albert inn á völlinn á 85. mínútu. „Svo hefði maður líka viljað sjá Kolla þarna, til dæmis á lokamínútunum gegn Króatíu. Þótt það hefði ekki verið nema bara síðustu fimm mínúturnar eða eitthvað. Við vorum með Albert Guðmunds þarna sem var bara kjúklingur. Hann var búinn að vera spila með varaliði PSV á þessum tíma og var bara engan veginn klár í þetta,“ sagði Kári Árnason í hlaðvarpsþættinum. Þetta var sjötti landsleikur Albert á ferlinum en þeir fyrstu fimm voru allir æfingaleikir. Hann hafði tvisvar verið í byrjunarliði, með eins konar b-liði Íslands á móti Indónesíu í janúar 2018 og svo í 3-0 tapi á móti Mexíkó í mars. „Fyrstu alvöruleikirnir sem hann spilar eru á HM sem er svakalegt. Sama hversu góður hann á eftir að vera er Kolli alltaf maðurinn í þetta verkefni, að berjast við tveggja metra háa miðverði. Sama þótt hann hefði bara spilað fimm mínútur á mótinu hefði ég alltaf tekið Kolla með,“ sagði Kári en Króatía vann leikinn 2-1. Staðan var 1-1 þegar Albert kom inn á völlinn og Ivan Perisic tryggði Króötum síðan sigurinn með mark á lokamínútu leiksins. Kolbeinn Sigþórsson hafði verið í kringum íslenska liðið um veturinn og var valinn í hópinn sem fór í æfingaferð til Bandaríkjanna og spilaði vináttulandsleiki við Mexíkó og Perú. Hann var þá nýbyrjaður að æfa með varaliði Nantes eftir nítján mánaða fjarveru vegna meiðsla. Kolbeinn kom ekki við sögu í leikjum og var ekki valinn aftur í hópinn um vorið. Kolbeinn Sigþórsson var þarna með 23 mörk í 44 landsleikjum og hefur síðan bætt við þremur mörkum og jafnað markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi Sjá meira
Kári Árnason ræddi valið á fyrsta og eina heimsmeistarahóp íslenska landsliðsins i hlaðvarpsþættinum Draumaliðið en þar var hann gestur Jóhanns Skúla Jónssonar. Kári fór þar yfir feril sinn en þegar talið barst að HM í Rússlandi sumarið 2018 þá saknaði hans eins leikmanns á heimsmeistaramótinu. Heimir Hallgrímsson, þáverandi landsliðsþjálfari ákvað óvænt að velja hinn 21 árs gamla Albert Guðmundssonar sem einn af framherjum íslenska liðsins. Kári vildi hins vegar frekar að Heimir hefði valið Kolbein Sigþórsson í hópinn jafnvel þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað mikinn fótbolta frá því á EM í Frakklandi tveimur árum fyrr. Albert Guðmundsson fékk sínar fyrstu og einu mínútur með íslenska landsliðinu í lokaleik liðsins á HM 2018 sem var á móti Króatíu. Íslensku strákarnir þurftu þá eitt mark til að komast áfram í sextán liða úrslitin en Heimir sendi Albert inn á völlinn á 85. mínútu. „Svo hefði maður líka viljað sjá Kolla þarna, til dæmis á lokamínútunum gegn Króatíu. Þótt það hefði ekki verið nema bara síðustu fimm mínúturnar eða eitthvað. Við vorum með Albert Guðmunds þarna sem var bara kjúklingur. Hann var búinn að vera spila með varaliði PSV á þessum tíma og var bara engan veginn klár í þetta,“ sagði Kári Árnason í hlaðvarpsþættinum. Þetta var sjötti landsleikur Albert á ferlinum en þeir fyrstu fimm voru allir æfingaleikir. Hann hafði tvisvar verið í byrjunarliði, með eins konar b-liði Íslands á móti Indónesíu í janúar 2018 og svo í 3-0 tapi á móti Mexíkó í mars. „Fyrstu alvöruleikirnir sem hann spilar eru á HM sem er svakalegt. Sama hversu góður hann á eftir að vera er Kolli alltaf maðurinn í þetta verkefni, að berjast við tveggja metra háa miðverði. Sama þótt hann hefði bara spilað fimm mínútur á mótinu hefði ég alltaf tekið Kolla með,“ sagði Kári en Króatía vann leikinn 2-1. Staðan var 1-1 þegar Albert kom inn á völlinn og Ivan Perisic tryggði Króötum síðan sigurinn með mark á lokamínútu leiksins. Kolbeinn Sigþórsson hafði verið í kringum íslenska liðið um veturinn og var valinn í hópinn sem fór í æfingaferð til Bandaríkjanna og spilaði vináttulandsleiki við Mexíkó og Perú. Hann var þá nýbyrjaður að æfa með varaliði Nantes eftir nítján mánaða fjarveru vegna meiðsla. Kolbeinn kom ekki við sögu í leikjum og var ekki valinn aftur í hópinn um vorið. Kolbeinn Sigþórsson var þarna með 23 mörk í 44 landsleikjum og hefur síðan bætt við þremur mörkum og jafnað markamet Eiðs Smára Guðjohnsen.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi Sjá meira