Kári Árna gagnrýndi valið á HM hópnum 2018: Kjúklingur frekar en Kolbeinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 13:00 Albert Guðmundsson á æfingu með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi 2018 en þarna tekur Hörður Björgvin Magnússon utan um hann á leikvanginum í Rostov-on-Don. EPA-EFE/SHAWN Kári Árnason ræddi valið á fyrsta og eina heimsmeistarahóp íslenska landsliðsins i hlaðvarpsþættinum Draumaliðið en þar var hann gestur Jóhanns Skúla Jónssonar. Kári fór þar yfir feril sinn en þegar talið barst að HM í Rússlandi sumarið 2018 þá saknaði hans eins leikmanns á heimsmeistaramótinu. Heimir Hallgrímsson, þáverandi landsliðsþjálfari ákvað óvænt að velja hinn 21 árs gamla Albert Guðmundssonar sem einn af framherjum íslenska liðsins. Kári vildi hins vegar frekar að Heimir hefði valið Kolbein Sigþórsson í hópinn jafnvel þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað mikinn fótbolta frá því á EM í Frakklandi tveimur árum fyrr. Albert Guðmundsson fékk sínar fyrstu og einu mínútur með íslenska landsliðinu í lokaleik liðsins á HM 2018 sem var á móti Króatíu. Íslensku strákarnir þurftu þá eitt mark til að komast áfram í sextán liða úrslitin en Heimir sendi Albert inn á völlinn á 85. mínútu. „Svo hefði maður líka viljað sjá Kolla þarna, til dæmis á lokamínútunum gegn Króatíu. Þótt það hefði ekki verið nema bara síðustu fimm mínúturnar eða eitthvað. Við vorum með Albert Guðmunds þarna sem var bara kjúklingur. Hann var búinn að vera spila með varaliði PSV á þessum tíma og var bara engan veginn klár í þetta,“ sagði Kári Árnason í hlaðvarpsþættinum. Þetta var sjötti landsleikur Albert á ferlinum en þeir fyrstu fimm voru allir æfingaleikir. Hann hafði tvisvar verið í byrjunarliði, með eins konar b-liði Íslands á móti Indónesíu í janúar 2018 og svo í 3-0 tapi á móti Mexíkó í mars. „Fyrstu alvöruleikirnir sem hann spilar eru á HM sem er svakalegt. Sama hversu góður hann á eftir að vera er Kolli alltaf maðurinn í þetta verkefni, að berjast við tveggja metra háa miðverði. Sama þótt hann hefði bara spilað fimm mínútur á mótinu hefði ég alltaf tekið Kolla með,“ sagði Kári en Króatía vann leikinn 2-1. Staðan var 1-1 þegar Albert kom inn á völlinn og Ivan Perisic tryggði Króötum síðan sigurinn með mark á lokamínútu leiksins. Kolbeinn Sigþórsson hafði verið í kringum íslenska liðið um veturinn og var valinn í hópinn sem fór í æfingaferð til Bandaríkjanna og spilaði vináttulandsleiki við Mexíkó og Perú. Hann var þá nýbyrjaður að æfa með varaliði Nantes eftir nítján mánaða fjarveru vegna meiðsla. Kolbeinn kom ekki við sögu í leikjum og var ekki valinn aftur í hópinn um vorið. Kolbeinn Sigþórsson var þarna með 23 mörk í 44 landsleikjum og hefur síðan bætt við þremur mörkum og jafnað markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Kári Árnason ræddi valið á fyrsta og eina heimsmeistarahóp íslenska landsliðsins i hlaðvarpsþættinum Draumaliðið en þar var hann gestur Jóhanns Skúla Jónssonar. Kári fór þar yfir feril sinn en þegar talið barst að HM í Rússlandi sumarið 2018 þá saknaði hans eins leikmanns á heimsmeistaramótinu. Heimir Hallgrímsson, þáverandi landsliðsþjálfari ákvað óvænt að velja hinn 21 árs gamla Albert Guðmundssonar sem einn af framherjum íslenska liðsins. Kári vildi hins vegar frekar að Heimir hefði valið Kolbein Sigþórsson í hópinn jafnvel þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað mikinn fótbolta frá því á EM í Frakklandi tveimur árum fyrr. Albert Guðmundsson fékk sínar fyrstu og einu mínútur með íslenska landsliðinu í lokaleik liðsins á HM 2018 sem var á móti Króatíu. Íslensku strákarnir þurftu þá eitt mark til að komast áfram í sextán liða úrslitin en Heimir sendi Albert inn á völlinn á 85. mínútu. „Svo hefði maður líka viljað sjá Kolla þarna, til dæmis á lokamínútunum gegn Króatíu. Þótt það hefði ekki verið nema bara síðustu fimm mínúturnar eða eitthvað. Við vorum með Albert Guðmunds þarna sem var bara kjúklingur. Hann var búinn að vera spila með varaliði PSV á þessum tíma og var bara engan veginn klár í þetta,“ sagði Kári Árnason í hlaðvarpsþættinum. Þetta var sjötti landsleikur Albert á ferlinum en þeir fyrstu fimm voru allir æfingaleikir. Hann hafði tvisvar verið í byrjunarliði, með eins konar b-liði Íslands á móti Indónesíu í janúar 2018 og svo í 3-0 tapi á móti Mexíkó í mars. „Fyrstu alvöruleikirnir sem hann spilar eru á HM sem er svakalegt. Sama hversu góður hann á eftir að vera er Kolli alltaf maðurinn í þetta verkefni, að berjast við tveggja metra háa miðverði. Sama þótt hann hefði bara spilað fimm mínútur á mótinu hefði ég alltaf tekið Kolla með,“ sagði Kári en Króatía vann leikinn 2-1. Staðan var 1-1 þegar Albert kom inn á völlinn og Ivan Perisic tryggði Króötum síðan sigurinn með mark á lokamínútu leiksins. Kolbeinn Sigþórsson hafði verið í kringum íslenska liðið um veturinn og var valinn í hópinn sem fór í æfingaferð til Bandaríkjanna og spilaði vináttulandsleiki við Mexíkó og Perú. Hann var þá nýbyrjaður að æfa með varaliði Nantes eftir nítján mánaða fjarveru vegna meiðsla. Kolbeinn kom ekki við sögu í leikjum og var ekki valinn aftur í hópinn um vorið. Kolbeinn Sigþórsson var þarna með 23 mörk í 44 landsleikjum og hefur síðan bætt við þremur mörkum og jafnað markamet Eiðs Smára Guðjohnsen.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira