Fótbolti

Hevertz sjóðheitur er Leverkusen rúllaði yfir Bremen

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Leverkusen bera grímur í kvöld.
Leikmenn Leverkusen bera grímur í kvöld. vísir/getty

Bayer Leverkusen heldur áfram að berjast um Evrópusætin í þýska boltanum en þeir rúlluðu yfir Werder Bremen, 1-4, á útivelli í kvöld.

Kai Havertz, sem hefur meðal annars verið orðaður við Liverpool, kom Leverkusen yfir á 28. mínútu en tveimur mínútum síðar jafnaði Theodor Gebre Selassie metin.

Þriðja markið á fimm mínútum kom svo á 33. mínútu er Hevertz bætti við öðru marki sínu og kom Leverkusen í 2-1. Þannig stóðu leikar þangað til á 61. mínútu er Mitchell Weiser skoraði þriðja mark Leverkusen.

Tólf mínútum fyrir leikslok skoraði Kerem Demirbay fjórða mark Leverkusen og tryggði þeim öruggan 4-1 sigur. Leverkusen er í 5. sæti deildarinnar með 50 stig, stigi á eftir Leipzig sem er sæti ofar.

Werder Bremen er his vegar í bullandi vandræðum í 17. sæti deildarinnar og er fimm stigum frá umpilssæti um laust sæti í deildinni á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×