Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Vals og KR laugardagskvöldið 13. júní. KR-ingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 27. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Gróttu 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og að liðið stoppi því stutt við í deild þeirra bestu. Síðustu tvö ár hafa verið ævintýri líkust hjá Gróttu en undir stjórn Óskars Hrafn Þorvaldssonar fóru Seltirningar upp um tvær deildir og leika í fyrsta sinn í efstu deild í sumar. Grótta hefur vakið athygli fyrir skemmtilega spilamennsku með kornungu liði. Grótta lenti í 2. sæti 2. deildar 2018 og gerði sér svo lítið fyrir og vann 1. deildina í fyrra. Fyrir var besti árangur félagsins 10. sæti í 1. deild. Hefðin og reynslan úr efstu deild er því engin á Nesinu. Eftir síðasta tímabil fór Óskar Hrafn, arkitektinn að uppgangi Gróttu, til Breiðabliks og tók við starfi Ágústs Gylfasonar. Seltirningar leituðu ekki langt yfir skammt og réðu Ágúst sem eftirmann Óskars Hrafns. Ljóst er að hans bíður afar erfitt verkefni á Nesinu. Ágúst var með Breiðablik í tvö ár en þar áður þjálfaði hann Fjölni á árunum 2012-17. Grótta á Seltjarnarnesi Fyrsta tímabil í efstu deild 2 tímabil samfellt í efstu tveimur deildunum (2018-) Aldrei Íslandsmeistari (Best: 1. sæti i B-deild 2019) Aldrei í bikarúrslitaleik (Best: Átta liða úrslit 2013) 38 af 44 tímabilum utan tveggja efstu deildanna (86%) Síðasta tímabil Grótta kom öllum á óvörum sumarið 2019, fór upp um deild annað árið í röð og komst upp í efstu deild í fyrsta sinn. Grótta endaði í neðsta sæti í B-deildinni sumarið 2017 með aðeins 2 sigra í 22 leikjum en fór strax upp úr C-deildinni árið eftir og vann síðan B-deildina þrátt fyrir að vera spáð frekar að vera að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Þjálfaranum Óskari Hrafni Þorvaldssyni tókst að gera frábæra hluti með yngsta lið deildarinnar og lét lið sitt um fram allt spila góðan fótbolta. Liðið og leikmenn Líklegt byrjunarlið Gróttu í sumar.VÍSIR/TOGGI Grótta teflir fram mjög svipuðu liði og á síðasta tímabili. Það er mjög ungt og reynslan úr efstu deild er sama og engin. Samtals hafa allir í leikmannahópi leikið 22 leiki í efstu deild. Seltirningar er með yngsta aðalmarkvörð deildarinnar og elsti leikmaður liðsins er fæddur 1994. Grótta eru með vel spilandi miðjumenn og fjölhæfa stráka sem geta leyst mismunandi stöður í mismunandi leikkerfum. Seltirningum veitti ekkert af öðrum sóknarmanni til að létta undir með Pétri Theodóri Árnasyni en mikið mun mæða á honum í sumar. Lykilmennirnir Hákon Rafn Valdimarsson, Óliver Dagur Thorlacius og Pétur Theodór Árnason.myndir/eyjólfur garðarsson Hákon Rafn Valdimarsson (f. 2001): Þrátt fyrir að vera aðeins átján ára gamall hefur Hákon Rafn varið mark Gróttu tvö síðustu ár og gegnt mikilvægu hlutverki við að koma liðinu á sama tíma upp um tvær deildir. Hann hefur verið verðlaunaður með sæti í U19-landsliði Íslands og var einnig kallaður inn í æfingahóp U21-landsliðsins síðasta haust. Ljóst er að mikið mun mæða á Hákoni í sumar og hann mun því fá næg tækifæri til að sýna að hann geti spjarað sig í djúpu lauginni. Óliver Dagur Thorlacius (f. 1999): Óliver, sem er miðjumaður, er lykilmaður í spili Gróttu og hefur verið það síðustu ár. Hann náði að leika tvo leiki í Pepsi-deildinni með KR 2017, sem er tveimur leikjum meira en langflestir liðsfélaga hans hafa gert í efstu deild, en var svo lánaður til Gróttu og hefur átt ríkan þátt í uppganginum síðustu tvö ár. Sem vítaskytta Gróttuliðsins skoraði hann í fimm leikjum í 1. deildinni í fyrra, þá orðinn fullgildur meðlimur Gróttu. Pétur Theódór Árnason (f. 1995): Pétur skoraði fimmtán mörk í 1. deildinni í fyrra og þessi hávaxni framherji þarf að láta til sín taka í vítateig andstæðinganna í sumar til að Gróttu vegni vel. Pétur þótti mikið efni og fór til að mynda sextán ára til reynslu hjá Reading í Englandi, en sleit krossband í hné í tvígang og var orðinn leikmaður Kríu í 4. deild árið 2018. Hann hefur unnið sig upp úr þessum áföllum og nú kemur í ljós hvort hann getur skorað gegn bestu liðum landsins, fyrir lið sem ætla má að fái ekki mörg tækifæri í hverjum leik. Markaðurinn Komnir og farnir hjá Gróttu frá síðasta tímabili.VÍSIR/TOGGI Grótta hefur þrátt fyrir komuna í efstu deild haldið sig við þá stefnu að greiða ekki há laun til að lokka til sín leikmenn. Við hópinn hafa þó bæst tveir leikmenn. Karl Friðleifur Gunnarsson kom að láni frá Breiðabliki, þar sem hann fékk fyrstu tækifæri sín í efstu deild undir stjórn Ágústs þjálfara Gróttu, en þessi efnilegi U19-landsliðsmaður getur leikið sem bakvörður eða kantmaður. Sóknarmaðurinn Ágúst Freyr Hallsson kom frá ÍR þar sem hann skoraði átta mörk í 2. deild í fyrra. Orri Steinn, hinn fimmtán ára gamli sonur Óskars Hrafns fyrrverandi þjálfara Gróttu, samdi við FC Köbenhavn í vetur og varð þar með fyrsti leikmaðurinn til að fara frá Gróttu til atvinnumannaliðs. Markaðseinkunn (A-F): D Heimavöllurinn Metfjöldi mætti á Vivaldi-völlinn þegar Grótta tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn síðasta haust.mynd/eyjólfur garðarsson Það virtist hálfur bærinn mættur á svæðið þegar Grótta fagnaði sæti í úrvalsdeild í fótbolta í fyrsta sinn síðasta haust með stæl. Stemningin var mögnuð á gervigrasklæddum Vivaldivellinum og nýliðunum veitir sjálfsagt ekkert af sams konar stuðningi í sumar. Áhorfendastæði er við aðra hliðarlínu vallarins, þó að hlaupabraut liggi reyndar á milli, en engin yfirbyggð stúka eða annað skjól fyrir vindinum sem stundum lætur á sér kræla á Nesinu. Nýliðum í efstu deild hafa stundum fylgt frábærar stuðningsmannasveitir, eins og Mjölnismenn og Leiknisljón eru dæmi um, og spurning hvort að Bossanova-bandinu eða annarri Seltjarnarnessveit takist að stela senunni í sumar. Hvað segir sérfræðingurinn? „Ég held að við megum búast við liði sem mun að öllum líkindum liggja frekar lágt í leikjunum sínum. Þetta er lið sem ætti að koma inn með mikið sjálfstraust eftir mjög gott tímabil í fyrra en það er líka alveg á hreinu að þeir eru í annarri deild og það verður mjög krefjandi fyrir þá að ná í nógu mörg stig til að halda sér uppi. Með góðu skipulagi og ef þeir ná að halda uppi sömu stemningu og var í liðinu í fyrra þá er það vel mögulegt að við sjáum Gróttumenn í Pepsi Max-deildinni 2021,“ segir Davíð Þór Viðarsson sem verður sérfræðingur í Pepsi Max-mörkunum í sumar. „Það er kominn nýr þjálfari. Óskar Hrafn fór upp með þá í fyrra og þá spiluðu þeir, alla vega til að byrja með, mikinn fótbolta og vildu spila frá aftasta manni. Það breyttist kannski aðeins þegar líða tók á tímabilið, og þeir áttuðu sig á að þeir ættu raunhæfan séns á að komast upp. Í fyrra skoruðu þeir mikið úr föstum leikatriðum, voru mjög sterkir þar, svo að ég held að þeir muni leggja mikla áherslu á það í sumar. Svo er líka það að flestir þessir leikmenn hafa spilað lengi saman,“ sagði Davíð um styrkleika Gróttuliðsins, en ljóst er að liðið er að taka stórt stökk núna. „Einn veikleiki sem erfitt er að bæta er reynslan í þessari deild. Það eru kannski nokkrir búnir að spila 3-5 leiki, með KR eða Breiðabliki, en það vantar reynsluna og svo er helsta spurningamerkið einfaldlega gæðin í liðinu,“ sagði Davíð. Sagan Árin líða Fyrir fimm árum (2015) ... B-deild (11. sæti og fall) Fyrir tíu árum (2010) ... B-deild (10. sæti) Fyrir tuttugu árum (2000) ... D-deild Fyrir fjörutíu árum (1980) ... C-deild Fyrir sextíu árum (1960) ... Ekki til Vísir/Toggi Grótta er sjötta liðið sem fer úr C-deild og upp í A-deild á aðeins tveimur tímabilum en það hafði ekki gerst í átján ár. Gróttuliðið bætti árangur sinn í hverjum mánuði bæði tímabilin undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Maí var slakasti mánuðurinn bæði tímabilin en síðan gekk betur og betur og svo best í september. Gróttuliðið var það yngsta í B-deildinni í fyrra og það var líka það lið sem skoraði flest mörk í uppbótatíma leikjanna. Toppmenn Gróttu í tölfræðinni á síðasta tímabili Vísir/Toggi Hér fyrir ofan má sjá þá leikmenn Gróttu sem voru með flest mörk, flestar mínútur og flest spjöld í Inkasso deildinni á síðustu leiktíð. Pétur Theódór Árnason var ekki bara langmarkahæstur hjá Gróttu því hann var líka markakóngur í Inkasso deildinni. Að lokum Eftir magnaðan árangur síðustu tvö ár er Grótta búin að koma sér á landakort íslenska fótboltans.mynd/eyjólfur garðarsson Seltirningar hafa svifið um á bleiku skýi undanfarin tvö ár en nú tekur alvara efstu deildar við. Grótta fékk mjög færan þjálfara í stað Óskars Hrafns en það er spurning hvort, og þá hvernig, leikstíll liðsins breytist með tilkomu hans. Grótta heldur áfram að tefla fram kornungu liði sem býr nánast ekki yfir neinni reynslu úr efstu deild. Seltirningar verða að nýta föstu leikatriðin jafn vel og í fyrra, þar sem turnarnir tveir, Pétur Theodór og Arnar Þór Helgason, voru jafnan stórhættulegir. Þá verður Grótta að freista þess að safna sem flestum stigum í fyrstu umferðunum áður en nýjabrumið fer af. Það er hætt við að tímabilið verði erfitt á Nesinu með þetta unga og reynslulausa lið. Gróttumenn hafa þó allt að vinna og það verður mesta afrek Ágústs á þjálfaraferlinum ef honum tekst að halda þeim uppi. Pepsi Max-deild karla Grótta Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Vals og KR laugardagskvöldið 13. júní. KR-ingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 27. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Gróttu 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og að liðið stoppi því stutt við í deild þeirra bestu. Síðustu tvö ár hafa verið ævintýri líkust hjá Gróttu en undir stjórn Óskars Hrafn Þorvaldssonar fóru Seltirningar upp um tvær deildir og leika í fyrsta sinn í efstu deild í sumar. Grótta hefur vakið athygli fyrir skemmtilega spilamennsku með kornungu liði. Grótta lenti í 2. sæti 2. deildar 2018 og gerði sér svo lítið fyrir og vann 1. deildina í fyrra. Fyrir var besti árangur félagsins 10. sæti í 1. deild. Hefðin og reynslan úr efstu deild er því engin á Nesinu. Eftir síðasta tímabil fór Óskar Hrafn, arkitektinn að uppgangi Gróttu, til Breiðabliks og tók við starfi Ágústs Gylfasonar. Seltirningar leituðu ekki langt yfir skammt og réðu Ágúst sem eftirmann Óskars Hrafns. Ljóst er að hans bíður afar erfitt verkefni á Nesinu. Ágúst var með Breiðablik í tvö ár en þar áður þjálfaði hann Fjölni á árunum 2012-17. Grótta á Seltjarnarnesi Fyrsta tímabil í efstu deild 2 tímabil samfellt í efstu tveimur deildunum (2018-) Aldrei Íslandsmeistari (Best: 1. sæti i B-deild 2019) Aldrei í bikarúrslitaleik (Best: Átta liða úrslit 2013) 38 af 44 tímabilum utan tveggja efstu deildanna (86%) Síðasta tímabil Grótta kom öllum á óvörum sumarið 2019, fór upp um deild annað árið í röð og komst upp í efstu deild í fyrsta sinn. Grótta endaði í neðsta sæti í B-deildinni sumarið 2017 með aðeins 2 sigra í 22 leikjum en fór strax upp úr C-deildinni árið eftir og vann síðan B-deildina þrátt fyrir að vera spáð frekar að vera að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Þjálfaranum Óskari Hrafni Þorvaldssyni tókst að gera frábæra hluti með yngsta lið deildarinnar og lét lið sitt um fram allt spila góðan fótbolta. Liðið og leikmenn Líklegt byrjunarlið Gróttu í sumar.VÍSIR/TOGGI Grótta teflir fram mjög svipuðu liði og á síðasta tímabili. Það er mjög ungt og reynslan úr efstu deild er sama og engin. Samtals hafa allir í leikmannahópi leikið 22 leiki í efstu deild. Seltirningar er með yngsta aðalmarkvörð deildarinnar og elsti leikmaður liðsins er fæddur 1994. Grótta eru með vel spilandi miðjumenn og fjölhæfa stráka sem geta leyst mismunandi stöður í mismunandi leikkerfum. Seltirningum veitti ekkert af öðrum sóknarmanni til að létta undir með Pétri Theodóri Árnasyni en mikið mun mæða á honum í sumar. Lykilmennirnir Hákon Rafn Valdimarsson, Óliver Dagur Thorlacius og Pétur Theodór Árnason.myndir/eyjólfur garðarsson Hákon Rafn Valdimarsson (f. 2001): Þrátt fyrir að vera aðeins átján ára gamall hefur Hákon Rafn varið mark Gróttu tvö síðustu ár og gegnt mikilvægu hlutverki við að koma liðinu á sama tíma upp um tvær deildir. Hann hefur verið verðlaunaður með sæti í U19-landsliði Íslands og var einnig kallaður inn í æfingahóp U21-landsliðsins síðasta haust. Ljóst er að mikið mun mæða á Hákoni í sumar og hann mun því fá næg tækifæri til að sýna að hann geti spjarað sig í djúpu lauginni. Óliver Dagur Thorlacius (f. 1999): Óliver, sem er miðjumaður, er lykilmaður í spili Gróttu og hefur verið það síðustu ár. Hann náði að leika tvo leiki í Pepsi-deildinni með KR 2017, sem er tveimur leikjum meira en langflestir liðsfélaga hans hafa gert í efstu deild, en var svo lánaður til Gróttu og hefur átt ríkan þátt í uppganginum síðustu tvö ár. Sem vítaskytta Gróttuliðsins skoraði hann í fimm leikjum í 1. deildinni í fyrra, þá orðinn fullgildur meðlimur Gróttu. Pétur Theódór Árnason (f. 1995): Pétur skoraði fimmtán mörk í 1. deildinni í fyrra og þessi hávaxni framherji þarf að láta til sín taka í vítateig andstæðinganna í sumar til að Gróttu vegni vel. Pétur þótti mikið efni og fór til að mynda sextán ára til reynslu hjá Reading í Englandi, en sleit krossband í hné í tvígang og var orðinn leikmaður Kríu í 4. deild árið 2018. Hann hefur unnið sig upp úr þessum áföllum og nú kemur í ljós hvort hann getur skorað gegn bestu liðum landsins, fyrir lið sem ætla má að fái ekki mörg tækifæri í hverjum leik. Markaðurinn Komnir og farnir hjá Gróttu frá síðasta tímabili.VÍSIR/TOGGI Grótta hefur þrátt fyrir komuna í efstu deild haldið sig við þá stefnu að greiða ekki há laun til að lokka til sín leikmenn. Við hópinn hafa þó bæst tveir leikmenn. Karl Friðleifur Gunnarsson kom að láni frá Breiðabliki, þar sem hann fékk fyrstu tækifæri sín í efstu deild undir stjórn Ágústs þjálfara Gróttu, en þessi efnilegi U19-landsliðsmaður getur leikið sem bakvörður eða kantmaður. Sóknarmaðurinn Ágúst Freyr Hallsson kom frá ÍR þar sem hann skoraði átta mörk í 2. deild í fyrra. Orri Steinn, hinn fimmtán ára gamli sonur Óskars Hrafns fyrrverandi þjálfara Gróttu, samdi við FC Köbenhavn í vetur og varð þar með fyrsti leikmaðurinn til að fara frá Gróttu til atvinnumannaliðs. Markaðseinkunn (A-F): D Heimavöllurinn Metfjöldi mætti á Vivaldi-völlinn þegar Grótta tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn síðasta haust.mynd/eyjólfur garðarsson Það virtist hálfur bærinn mættur á svæðið þegar Grótta fagnaði sæti í úrvalsdeild í fótbolta í fyrsta sinn síðasta haust með stæl. Stemningin var mögnuð á gervigrasklæddum Vivaldivellinum og nýliðunum veitir sjálfsagt ekkert af sams konar stuðningi í sumar. Áhorfendastæði er við aðra hliðarlínu vallarins, þó að hlaupabraut liggi reyndar á milli, en engin yfirbyggð stúka eða annað skjól fyrir vindinum sem stundum lætur á sér kræla á Nesinu. Nýliðum í efstu deild hafa stundum fylgt frábærar stuðningsmannasveitir, eins og Mjölnismenn og Leiknisljón eru dæmi um, og spurning hvort að Bossanova-bandinu eða annarri Seltjarnarnessveit takist að stela senunni í sumar. Hvað segir sérfræðingurinn? „Ég held að við megum búast við liði sem mun að öllum líkindum liggja frekar lágt í leikjunum sínum. Þetta er lið sem ætti að koma inn með mikið sjálfstraust eftir mjög gott tímabil í fyrra en það er líka alveg á hreinu að þeir eru í annarri deild og það verður mjög krefjandi fyrir þá að ná í nógu mörg stig til að halda sér uppi. Með góðu skipulagi og ef þeir ná að halda uppi sömu stemningu og var í liðinu í fyrra þá er það vel mögulegt að við sjáum Gróttumenn í Pepsi Max-deildinni 2021,“ segir Davíð Þór Viðarsson sem verður sérfræðingur í Pepsi Max-mörkunum í sumar. „Það er kominn nýr þjálfari. Óskar Hrafn fór upp með þá í fyrra og þá spiluðu þeir, alla vega til að byrja með, mikinn fótbolta og vildu spila frá aftasta manni. Það breyttist kannski aðeins þegar líða tók á tímabilið, og þeir áttuðu sig á að þeir ættu raunhæfan séns á að komast upp. Í fyrra skoruðu þeir mikið úr föstum leikatriðum, voru mjög sterkir þar, svo að ég held að þeir muni leggja mikla áherslu á það í sumar. Svo er líka það að flestir þessir leikmenn hafa spilað lengi saman,“ sagði Davíð um styrkleika Gróttuliðsins, en ljóst er að liðið er að taka stórt stökk núna. „Einn veikleiki sem erfitt er að bæta er reynslan í þessari deild. Það eru kannski nokkrir búnir að spila 3-5 leiki, með KR eða Breiðabliki, en það vantar reynsluna og svo er helsta spurningamerkið einfaldlega gæðin í liðinu,“ sagði Davíð. Sagan Árin líða Fyrir fimm árum (2015) ... B-deild (11. sæti og fall) Fyrir tíu árum (2010) ... B-deild (10. sæti) Fyrir tuttugu árum (2000) ... D-deild Fyrir fjörutíu árum (1980) ... C-deild Fyrir sextíu árum (1960) ... Ekki til Vísir/Toggi Grótta er sjötta liðið sem fer úr C-deild og upp í A-deild á aðeins tveimur tímabilum en það hafði ekki gerst í átján ár. Gróttuliðið bætti árangur sinn í hverjum mánuði bæði tímabilin undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Maí var slakasti mánuðurinn bæði tímabilin en síðan gekk betur og betur og svo best í september. Gróttuliðið var það yngsta í B-deildinni í fyrra og það var líka það lið sem skoraði flest mörk í uppbótatíma leikjanna. Toppmenn Gróttu í tölfræðinni á síðasta tímabili Vísir/Toggi Hér fyrir ofan má sjá þá leikmenn Gróttu sem voru með flest mörk, flestar mínútur og flest spjöld í Inkasso deildinni á síðustu leiktíð. Pétur Theódór Árnason var ekki bara langmarkahæstur hjá Gróttu því hann var líka markakóngur í Inkasso deildinni. Að lokum Eftir magnaðan árangur síðustu tvö ár er Grótta búin að koma sér á landakort íslenska fótboltans.mynd/eyjólfur garðarsson Seltirningar hafa svifið um á bleiku skýi undanfarin tvö ár en nú tekur alvara efstu deildar við. Grótta fékk mjög færan þjálfara í stað Óskars Hrafns en það er spurning hvort, og þá hvernig, leikstíll liðsins breytist með tilkomu hans. Grótta heldur áfram að tefla fram kornungu liði sem býr nánast ekki yfir neinni reynslu úr efstu deild. Seltirningar verða að nýta föstu leikatriðin jafn vel og í fyrra, þar sem turnarnir tveir, Pétur Theodór og Arnar Þór Helgason, voru jafnan stórhættulegir. Þá verður Grótta að freista þess að safna sem flestum stigum í fyrstu umferðunum áður en nýjabrumið fer af. Það er hætt við að tímabilið verði erfitt á Nesinu með þetta unga og reynslulausa lið. Gróttumenn hafa þó allt að vinna og það verður mesta afrek Ágústs á þjálfaraferlinum ef honum tekst að halda þeim uppi.
Grótta á Seltjarnarnesi Fyrsta tímabil í efstu deild 2 tímabil samfellt í efstu tveimur deildunum (2018-) Aldrei Íslandsmeistari (Best: 1. sæti i B-deild 2019) Aldrei í bikarúrslitaleik (Best: Átta liða úrslit 2013) 38 af 44 tímabilum utan tveggja efstu deildanna (86%)
Árin líða Fyrir fimm árum (2015) ... B-deild (11. sæti og fall) Fyrir tíu árum (2010) ... B-deild (10. sæti) Fyrir tuttugu árum (2000) ... D-deild Fyrir fjörutíu árum (1980) ... C-deild Fyrir sextíu árum (1960) ... Ekki til