Gæti bitnað mun verr á fótbolta kvenna Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2020 22:00 Ekki er ljóst hvenær íslenska landsliðið getur lokið undankeppni fyrir næsta Evrópumót, sem líklega verður fært frá 2021 til sumarsins 2022. VÍSIR/VILHELM Afleiðingar kórónuveirufaraldursins gætu orðið mun verri fyrir knattspyrnu kvenna en karla að mati alþjóðasamtaka leikmanna, Fifpro. Jonas Baer-Hoffmann, framkvæmdastjóri Fifpro, og Amanda Vandervort, yfirmaður málefna knattspyrnukvenna hjá samtökunum, segja fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirunnar mikla ógn fyrir knattspyrnu kvenna. Knattspyrnukonur séu að meðaltali með mun styttri samninga við félög, og líkur séu á því að hætt verði við ýmis verkefni sem hafi verið í gangi til að efla kvennaboltann sem verið hefur í mikilli sókn síðustu ár. Leikmönnum og áhorfendum hefur fjölgað mikið, ekki síst eftir vel heppnað heimsmeistaramót í fyrra. Stórmótin nauðsynlegur stökkpallur sem slæmt er að fresta „Þetta hefur allt verið á uppleið en svona jákvæður vöxtur getur verið viðkvæmur. Við sjáum hættu á því að ákveðin verkefni verði slegin út af borðinu eða þeim ekki sinnt eins og áður. Langtímaafleiðingar faraldursins, ef við horfum til jafnréttis og fjölbreytileika íþróttarinnar okkar, gætu orðið mun harkalegri fyrir kvennafótboltann,“ er haft eftir Baer-Hoffmann á vef BBC. Hann sagði knattspyrnukonur ekki eiga eins auðvelt og karla með að taka á sig launaskerðingu þar sem að laun þeirra væru mun lægri. „Það eru nokkrar hættur til staðar. Ein er sú að dregið verði úr þeim fjárfestingum sem við höfum séð undanfarið – við þurfum að halda áfram að fjárfesta í kvennaboltanum til að þróa atvinnumennskuna frekar. Við höfum líka séð að alþjóðlegum mótum hefur verið frestað. Knattspyrna kvenna þarf á þessum stórmótum að halda, eins og HM, EM og Ólympíuleikum, því þarna fá leikmenn frábært svið til að sýna sig og sanna. Þetta er eina alþjóðlega sviðið þar sem þessir leikmenn geta vakið áhuga félaga,“ sagði Baer-Hoffmann. Miklar áhyggjur af því að dregið sé úr fjárfestingum Ólympíuleikunum, þar sem bestu landslið heims leika í fótbolta kvenna án þeirra aldurstakmarka sem eru í karlakeppninni, hefur verið frestað um eitt ár til 2021. Allt virðist benda til þess að EM kvenna verði einnig frestað um eitt ár, til 2022. „Það er núna sem við þurfum að eiga samræður um kvennafótboltann. Ekki eftir nokkrar vikur eða nokkra mánuði, heldur núna,“ sagði Vandervort. „Við höfum miklar áhyggjur af því að verið sé að draga úr eða hætta við fjárfestingar í kvennaboltanum. Við þurfum að koma okkur saman um sameiginlega sýn. Saman getum við náð vexti sem stendur undir sér,“ sagði Vandervort. Fótbolti EM 2021 í Englandi Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35 Mest lesið Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira
Afleiðingar kórónuveirufaraldursins gætu orðið mun verri fyrir knattspyrnu kvenna en karla að mati alþjóðasamtaka leikmanna, Fifpro. Jonas Baer-Hoffmann, framkvæmdastjóri Fifpro, og Amanda Vandervort, yfirmaður málefna knattspyrnukvenna hjá samtökunum, segja fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirunnar mikla ógn fyrir knattspyrnu kvenna. Knattspyrnukonur séu að meðaltali með mun styttri samninga við félög, og líkur séu á því að hætt verði við ýmis verkefni sem hafi verið í gangi til að efla kvennaboltann sem verið hefur í mikilli sókn síðustu ár. Leikmönnum og áhorfendum hefur fjölgað mikið, ekki síst eftir vel heppnað heimsmeistaramót í fyrra. Stórmótin nauðsynlegur stökkpallur sem slæmt er að fresta „Þetta hefur allt verið á uppleið en svona jákvæður vöxtur getur verið viðkvæmur. Við sjáum hættu á því að ákveðin verkefni verði slegin út af borðinu eða þeim ekki sinnt eins og áður. Langtímaafleiðingar faraldursins, ef við horfum til jafnréttis og fjölbreytileika íþróttarinnar okkar, gætu orðið mun harkalegri fyrir kvennafótboltann,“ er haft eftir Baer-Hoffmann á vef BBC. Hann sagði knattspyrnukonur ekki eiga eins auðvelt og karla með að taka á sig launaskerðingu þar sem að laun þeirra væru mun lægri. „Það eru nokkrar hættur til staðar. Ein er sú að dregið verði úr þeim fjárfestingum sem við höfum séð undanfarið – við þurfum að halda áfram að fjárfesta í kvennaboltanum til að þróa atvinnumennskuna frekar. Við höfum líka séð að alþjóðlegum mótum hefur verið frestað. Knattspyrna kvenna þarf á þessum stórmótum að halda, eins og HM, EM og Ólympíuleikum, því þarna fá leikmenn frábært svið til að sýna sig og sanna. Þetta er eina alþjóðlega sviðið þar sem þessir leikmenn geta vakið áhuga félaga,“ sagði Baer-Hoffmann. Miklar áhyggjur af því að dregið sé úr fjárfestingum Ólympíuleikunum, þar sem bestu landslið heims leika í fótbolta kvenna án þeirra aldurstakmarka sem eru í karlakeppninni, hefur verið frestað um eitt ár til 2021. Allt virðist benda til þess að EM kvenna verði einnig frestað um eitt ár, til 2022. „Það er núna sem við þurfum að eiga samræður um kvennafótboltann. Ekki eftir nokkrar vikur eða nokkra mánuði, heldur núna,“ sagði Vandervort. „Við höfum miklar áhyggjur af því að verið sé að draga úr eða hætta við fjárfestingar í kvennaboltanum. Við þurfum að koma okkur saman um sameiginlega sýn. Saman getum við náð vexti sem stendur undir sér,“ sagði Vandervort.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35 Mest lesið Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira
Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35