„Minn versti veikleiki hvað ég er langt frá því að vera strangur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. maí 2020 11:32 Magnús Geir tók við sem Þjóðleikhússtjóri seint á síðasta ári. Hann var leikstjóri Leikfélags Akureyrar, Borgarleikhússins, útvarpsstjóri og nú Þjóðleikhússins. Hann hefur verið farsæll, vinsæll og duglegur en hver skyldi hann vera þegar heim er komið með fullt hús af börnum í vesturbæ Reykjavíkur. Sindri Sindrason tók morgunbollann með Magnúsi Geir Þórðarsyni og fékk að kynnast honum betur í Íslandi í dag á föstudagskvöldið á Stöð 2. Magnús Geir lærði leikstjórn í Bretlandi strax eftir menntaskólaárin í MR. „Ég byrjaði síðan að leikstýra og svo tók eitt við af öðru. Svo fór ég að færa mig yfir í að stýra framleiðslu og svo leikhúsum,“ segir Magnús sem fór á sínum tíma til Akureyrar og stýrði Leikfélagi Akureyrar í fjögur ár frá 2004-2008. „Það var mikið ævintýri með rosalega þéttum hóp og það var mikið flug á leikfélaginu á þeim tíma. Við settum upp margar mjög flottar og sterkar sýningar.“ Stórt en eðlilegt stökk Árið 2008 bauðst honum að taka við sem leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu. „Það var stórt stökk en svona eðlilegt samt sem áður og þar hófst annað mjög skemmtilegt tímabil,“ segir Magnús sem var í starfinu í sjö ár, í draumastarfinu en honum finnst að stjórnendur eigi ekki að vera of lengi í sama starfinu. Því næst tók hann við sem útvarpsstjóri og þaðan lá leiðin í Þjóðleikhúsið. „Ég hef verið í leikhúsi allt mitt líf og er leikhúsmaður fyrst og fremst. Sú ástríðan hvarf ekkert þó að ég hafi verið í gríðarlega skemmtilegu starfi hjá RÚV. Ég var búinn að vera þar í sex ár og búinn að klára flest þau verkefni sem ég sá fyrir mér. Síðan opnast þessi möguleiki og ég sló til og er afskaplega glaður.“ Aðspurðir hvernig faðir hann er svarar Magnús. „Ég er ekki strangur. Held að það sé minn versti veikleiki hvað ég er langt frá því að vera strangur. Ég er fyrst og fremst frekar glaður pabbi og nýt þess mjög að eiga börn og fjölskyldu og vera með þeim.“ Hér að neðan má sjá morgunstund með Magnúsi Geir. Menning Leikhús Ísland í dag Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Jón Óttar og Yoko Ono náðu vel saman Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Hann var leikstjóri Leikfélags Akureyrar, Borgarleikhússins, útvarpsstjóri og nú Þjóðleikhússins. Hann hefur verið farsæll, vinsæll og duglegur en hver skyldi hann vera þegar heim er komið með fullt hús af börnum í vesturbæ Reykjavíkur. Sindri Sindrason tók morgunbollann með Magnúsi Geir Þórðarsyni og fékk að kynnast honum betur í Íslandi í dag á föstudagskvöldið á Stöð 2. Magnús Geir lærði leikstjórn í Bretlandi strax eftir menntaskólaárin í MR. „Ég byrjaði síðan að leikstýra og svo tók eitt við af öðru. Svo fór ég að færa mig yfir í að stýra framleiðslu og svo leikhúsum,“ segir Magnús sem fór á sínum tíma til Akureyrar og stýrði Leikfélagi Akureyrar í fjögur ár frá 2004-2008. „Það var mikið ævintýri með rosalega þéttum hóp og það var mikið flug á leikfélaginu á þeim tíma. Við settum upp margar mjög flottar og sterkar sýningar.“ Stórt en eðlilegt stökk Árið 2008 bauðst honum að taka við sem leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu. „Það var stórt stökk en svona eðlilegt samt sem áður og þar hófst annað mjög skemmtilegt tímabil,“ segir Magnús sem var í starfinu í sjö ár, í draumastarfinu en honum finnst að stjórnendur eigi ekki að vera of lengi í sama starfinu. Því næst tók hann við sem útvarpsstjóri og þaðan lá leiðin í Þjóðleikhúsið. „Ég hef verið í leikhúsi allt mitt líf og er leikhúsmaður fyrst og fremst. Sú ástríðan hvarf ekkert þó að ég hafi verið í gríðarlega skemmtilegu starfi hjá RÚV. Ég var búinn að vera þar í sex ár og búinn að klára flest þau verkefni sem ég sá fyrir mér. Síðan opnast þessi möguleiki og ég sló til og er afskaplega glaður.“ Aðspurðir hvernig faðir hann er svarar Magnús. „Ég er ekki strangur. Held að það sé minn versti veikleiki hvað ég er langt frá því að vera strangur. Ég er fyrst og fremst frekar glaður pabbi og nýt þess mjög að eiga börn og fjölskyldu og vera með þeim.“ Hér að neðan má sjá morgunstund með Magnúsi Geir.
Menning Leikhús Ísland í dag Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Jón Óttar og Yoko Ono náðu vel saman Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira