Réttað vegna flugvélarinnar sem var skotin niður yfir Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2020 12:23 Ættingjar fólks sem fórst með malasísku flugvélinni virða fyrir sér 298 stóla sem komið var fyrir til að heiðra minningu fórnarlambanna í garði gegnt rússneska sendiráðinu í Haag í gær. Hollensk og áströlsk stjórnvöld hafa sakað Rússa um að bera ábyrgð á því að vélinni var grandað. Því hafa Rússar hafnað alfarið. AP/Peter Dejong Þrír Rússar og einn Úkraínumaður eru ákærðir fyrir morð vegna aðildar þeirra að því að flugvél malasísks flugfélags var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. Réttarhöld yfir þeim hófust í Hollandi í dag þaðan sem margir þeirra 298 sem fórust komu. Mennirnir þrír ganga enn lausir og verða ekki viðstaddir réttarhöldin sem fara fram við Schiphol-flugvöll. Þeir tengjast allir vopnuðum sveitum uppreisnarmanna í Austur-Úkraínu sem rússnesk stjórnvöld styðja. Rússar hafa ítrekað hafnað því að þeir hafi komið nálægt því að farþegaþota Malaysia Airlines á flugrás MH17 var skotin niður 17. júlí árið 2014. Rannsakendur fullyrða þó að þeir hafi sýnt fram á að flugskeyti sem grönduðu vélinni hafi komið frá Buk-eldflaugakerfi rússneskrar herstöðvar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Saksóknarar segja að eldflaugakerfið hafi verið flutt til Úkraínu frá rússneskri herstöð í Kursk áður en það var notað til að skjóta flugvélina niður. Því hafi svo verið skilað aftur til Rússlands. Tveir mannanna eru jafnframt sagðir tengjast rússnesku herleyniþjónustunni GRU. Sjá einnig: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Hvorki Rússland né Úkraínu framselur ríkisborgara sína. Mönnunum fjórum var stefnt til að mæta fyrir dóminn en ekki er ljóst hvort stefnurnar hafi borist þeim. Einn þeirra verður þó með verjendur í dómsalnum. Aðskilnaðarsinni hliðhollur Rússum þreifar á braki malasísku flugvélarinnar í Austur-Úkraínu árið 2014. Talið er að rússneskt flugskeytakerfi hafi verið notað til að skjóta vélina niður.AP/Vadim Ghirda Viðbrögð Rússa hefðbundin Tvær vikur hafa verið áætlaðar fyrir fyrsta hluta réttarhaldanna þar sem dómarar leggja aðeins mat á hvort frekari rannsóknar sé þörf. AP-fréttastofan segir að niðurstöðu gæti ekki verið að vænta fyrr en eftir ár. Lítið er vitað um hverjir verða kallaðir til að bera vitni. Rannsóknin á afdrifum malasísku flugvélarinnar er sögð ein sú flóknasta í hollenskri réttarsögu. Meirihluti þeirra sem fórust var Hollendingar en fólk af tíu þjóðernum var um borð í vélinni. Fjölskyldur fólks sem fórst með vélinni komu fyrir 298 hvítum stólum fyrir utan rússneska sendiráðið í Haag í gær til að mótmæla því sem þær telja tilraunir stjórnvalda í Kreml til að þyrla upp ryki um það sem raunverulega grandaði flugvélinni. Viðbrögð Rússa við ásökununum hafi verið í anda svara þeirra við öðrum glæpum sem hafa verið hermdir upp á þá, þar á meðal taugaeitursárás í Salisbury á Englandi árið 2018. Maria Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, sakaði þannig hollensku rannsakendurna um að ganga út frá sekt Rússa og að standa í fjölmiðlaherferð sem eigi að fela tilraunir þeirra til að „hagræða staðreyndunum“. Þegar hollenskir saksóknarar báðu rússnesk yfirvöld um að handtaka Úkraínumann sem var grunaður um að stýra loftvörnum uppreisnarmanna í Austur-Úkraínu nærri þeim stað þaðan sem flugskeytum var skotið á malasísku vélina brugðust Rússar við með því að leyfa manninum vísvitandi að ferðast til Austur-Úkraínu. Vestrænir ráðamenn fagna aftur á móti réttarhöldunum. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segir að Rússar verði að vera samvinnuþýðir og að þeir sem bera ábyrgð á morðunum geti ekki sloppið refsilaust. Tíu breskir ríkisborgarar fórust með vélinni. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti ánægju sinni með að réttarhöldin væru hafin og krafðist þess að Rússar hættu undirróðri sínum í Úkraínu. Sakborningarnar fjórir: Igor Girkin. Fyrrverandi ofursti í rússnesku leyniþjónustunni FSB. Saksóknarar segja að hann hafi fengið titilinn varnarmálaráðherra á meðal uppreisnarmanna í borginni Donetsk í Austur-Úkraínu. Sergei Dubinskíj. Hann er sagður hafa unnið fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU og verið næstráðandi Girkin. Hann hafi verið í reglulegum samskiptum við Rússa. Oleg Pulatov. Hann er sagður fyrrverandi hermaður hjá sérsveit GRU og aðstoðaryfirmaður leyniþjónustunnar í Donetsk. Leonid Khartsjenkó. Úkraínskur ríkisborgari sem stýrði hersveit í Austur-Evrópu. MH17 Holland Rússland Úkraína Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Sjá meira
Þrír Rússar og einn Úkraínumaður eru ákærðir fyrir morð vegna aðildar þeirra að því að flugvél malasísks flugfélags var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. Réttarhöld yfir þeim hófust í Hollandi í dag þaðan sem margir þeirra 298 sem fórust komu. Mennirnir þrír ganga enn lausir og verða ekki viðstaddir réttarhöldin sem fara fram við Schiphol-flugvöll. Þeir tengjast allir vopnuðum sveitum uppreisnarmanna í Austur-Úkraínu sem rússnesk stjórnvöld styðja. Rússar hafa ítrekað hafnað því að þeir hafi komið nálægt því að farþegaþota Malaysia Airlines á flugrás MH17 var skotin niður 17. júlí árið 2014. Rannsakendur fullyrða þó að þeir hafi sýnt fram á að flugskeyti sem grönduðu vélinni hafi komið frá Buk-eldflaugakerfi rússneskrar herstöðvar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Saksóknarar segja að eldflaugakerfið hafi verið flutt til Úkraínu frá rússneskri herstöð í Kursk áður en það var notað til að skjóta flugvélina niður. Því hafi svo verið skilað aftur til Rússlands. Tveir mannanna eru jafnframt sagðir tengjast rússnesku herleyniþjónustunni GRU. Sjá einnig: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Hvorki Rússland né Úkraínu framselur ríkisborgara sína. Mönnunum fjórum var stefnt til að mæta fyrir dóminn en ekki er ljóst hvort stefnurnar hafi borist þeim. Einn þeirra verður þó með verjendur í dómsalnum. Aðskilnaðarsinni hliðhollur Rússum þreifar á braki malasísku flugvélarinnar í Austur-Úkraínu árið 2014. Talið er að rússneskt flugskeytakerfi hafi verið notað til að skjóta vélina niður.AP/Vadim Ghirda Viðbrögð Rússa hefðbundin Tvær vikur hafa verið áætlaðar fyrir fyrsta hluta réttarhaldanna þar sem dómarar leggja aðeins mat á hvort frekari rannsóknar sé þörf. AP-fréttastofan segir að niðurstöðu gæti ekki verið að vænta fyrr en eftir ár. Lítið er vitað um hverjir verða kallaðir til að bera vitni. Rannsóknin á afdrifum malasísku flugvélarinnar er sögð ein sú flóknasta í hollenskri réttarsögu. Meirihluti þeirra sem fórust var Hollendingar en fólk af tíu þjóðernum var um borð í vélinni. Fjölskyldur fólks sem fórst með vélinni komu fyrir 298 hvítum stólum fyrir utan rússneska sendiráðið í Haag í gær til að mótmæla því sem þær telja tilraunir stjórnvalda í Kreml til að þyrla upp ryki um það sem raunverulega grandaði flugvélinni. Viðbrögð Rússa við ásökununum hafi verið í anda svara þeirra við öðrum glæpum sem hafa verið hermdir upp á þá, þar á meðal taugaeitursárás í Salisbury á Englandi árið 2018. Maria Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, sakaði þannig hollensku rannsakendurna um að ganga út frá sekt Rússa og að standa í fjölmiðlaherferð sem eigi að fela tilraunir þeirra til að „hagræða staðreyndunum“. Þegar hollenskir saksóknarar báðu rússnesk yfirvöld um að handtaka Úkraínumann sem var grunaður um að stýra loftvörnum uppreisnarmanna í Austur-Úkraínu nærri þeim stað þaðan sem flugskeytum var skotið á malasísku vélina brugðust Rússar við með því að leyfa manninum vísvitandi að ferðast til Austur-Úkraínu. Vestrænir ráðamenn fagna aftur á móti réttarhöldunum. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segir að Rússar verði að vera samvinnuþýðir og að þeir sem bera ábyrgð á morðunum geti ekki sloppið refsilaust. Tíu breskir ríkisborgarar fórust með vélinni. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti ánægju sinni með að réttarhöldin væru hafin og krafðist þess að Rússar hættu undirróðri sínum í Úkraínu. Sakborningarnar fjórir: Igor Girkin. Fyrrverandi ofursti í rússnesku leyniþjónustunni FSB. Saksóknarar segja að hann hafi fengið titilinn varnarmálaráðherra á meðal uppreisnarmanna í borginni Donetsk í Austur-Úkraínu. Sergei Dubinskíj. Hann er sagður hafa unnið fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU og verið næstráðandi Girkin. Hann hafi verið í reglulegum samskiptum við Rússa. Oleg Pulatov. Hann er sagður fyrrverandi hermaður hjá sérsveit GRU og aðstoðaryfirmaður leyniþjónustunnar í Donetsk. Leonid Khartsjenkó. Úkraínskur ríkisborgari sem stýrði hersveit í Austur-Evrópu.
MH17 Holland Rússland Úkraína Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Sjá meira