Menning

Bein útsending: And Björk, of course...

Tinni Sveinsson skrifar
And Björk, of course... er eftir Þorvald Þorsteinsson heitinn, myndlistarmann og rithöfund.
And Björk, of course... er eftir Þorvald Þorsteinsson heitinn, myndlistarmann og rithöfund.

Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanninu.

Í kvöld klukkan 20 verður leiklestur á verki Þorvaldar Þorsteinssonar And Björk, of course... í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Verkið var sett upp árið 2001 á Nýja sviði Borgarleikhússins.

Hægt er að horfa á leiklesturinn hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir, sem er á kerfum Vodafone og Símans og í Stöð 2 appinu.

Klippa: And Björk, of course...

Framundan í Borgó í beinni

Á morgun klukkan 20.30 er komið að sjálfum Bubba Morthens sem stígur á stóra svið Borgarleikhússins og heldur tónleika.

Á laugardag klukkan 12 ætlar Sigurður Þór Óskarsson að lesa ævintýrið um Pétur Pan.

Á laugardag klukkan 15 endurtaka leikarar Borgarleikhússins leikinn frá því um daginn og spila hlutverkaspilið Dungeons & Dragons í beinni útsendingu.

Á sunnudag klukkan 20 er komið að einu þekktasta leikverki sögunnar, Mávinum eftir Anton Tsjékhof. Sýningin er frá 2015.

Allt efni Borgó í beinni er aðgengilegt hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi.

Fleira skemmtilegt efni frá Borgarleikhúsinu má sjá á Instagram og Facebook-síðum leikhússins en þær síður eru uppfærðar nær daglega með efni tengdu starfsemi og sýningum. Einnig er hægt að finna atburði leikhússins úr samkomubanninu á öllum helstu hlaðvarpsveitum.


Tengdar fréttir

Bein útsending: Jesús litli

Verðlaunasýningin Jesús litli er sýnd klukkan 20. Sýningin var sýnd fimm leikár í röð vegna vinsælda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.