Meira en helmingur nemenda finnur fyrir depurð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. maí 2020 18:28 Alls svöruðu 1.562 nemendur könnuninni og samkvæmt niðurstöðum finnur um þriðjungur nemenda fyrir kvíða og um 56 prósent fyrir depurð. VÍSIR/GETTY Samband íslenskra framhaldsskólanema kallar eftir aðgerðum stjórnvalda vegna líðan nemenda. SÍF sendi út könnun á alla framhaldsskóla landsins og var meðal annars spurt hvort nemendur finndu fyrir kvíða eða depurð vegna faraldurs kórónuveirunnar. Alls svöruðu 1.562 nemendur könnuninni og samkvæmt niðurstöðum finnur um þriðjungur nemenda fyrir kvíða og um 56 prósent fyrir depurð. Krefst SÍF að stjórnvöld bregðist við og tryggi að sálfræðingar verði aðgengilegir í öllum framhaldsskólum landsins. Í könnuninni var einnig spurt hvort nemendur sæju fram á að ljúka önninni. Af þeim sem svöruðu könnuninni sögðust 36 prósent sjá fram á að geta lokið önninni með þeim markmiðum sem þau settu sér í upphafi annar en 47 prósent reiknuðu með því að ljúka henni með slakari árangri en lagt var upp með. Mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra sögðu á blaðamannafundi þann 13. mars að 15 framhaldsskólar munu bjóða upp á sumarnám eftir að yfirstandandi önn lýkur. SÍF bendir á að ríflega 20 þúsund nemendur stunda nám í 31 framhaldsskólum víðs vegar um landið. Leggur sambandið áherslu á að þeir nemendur sem stunda nám við skóla sem ekki býður upp á kennslu í sumar fái metnar einingar frá öðrum skólum til að tryggja jafnrétti nemenda óháð námi og búsetu. Vilja rétt til atvinnuleysisbóta Í tilkynningu frá SÍF kemur fram að fjölmargir nemendur þurfi að vinna samhliða skóla og ljóst sé að sumarvinna sé oft forsenda þess að nemendur geti haldið áfram í skóla og telur SÍF að þau 3.400 störf sem gefið hefur út að verði sköpuð fyrir námsmenn dugi skammt. Tekur SÍF því undir kröfur annarra námsmannahreyfinga um að nemendum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta en ítrekar að einnig þurfi að huga að þeim námsmönnum sem eru undir 18 ára. Nemar í Menntaskólanum í Reykjavík. VÍSIR/GVA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Samband íslenskra framhaldsskólanema kallar eftir aðgerðum stjórnvalda vegna líðan nemenda. SÍF sendi út könnun á alla framhaldsskóla landsins og var meðal annars spurt hvort nemendur finndu fyrir kvíða eða depurð vegna faraldurs kórónuveirunnar. Alls svöruðu 1.562 nemendur könnuninni og samkvæmt niðurstöðum finnur um þriðjungur nemenda fyrir kvíða og um 56 prósent fyrir depurð. Krefst SÍF að stjórnvöld bregðist við og tryggi að sálfræðingar verði aðgengilegir í öllum framhaldsskólum landsins. Í könnuninni var einnig spurt hvort nemendur sæju fram á að ljúka önninni. Af þeim sem svöruðu könnuninni sögðust 36 prósent sjá fram á að geta lokið önninni með þeim markmiðum sem þau settu sér í upphafi annar en 47 prósent reiknuðu með því að ljúka henni með slakari árangri en lagt var upp með. Mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra sögðu á blaðamannafundi þann 13. mars að 15 framhaldsskólar munu bjóða upp á sumarnám eftir að yfirstandandi önn lýkur. SÍF bendir á að ríflega 20 þúsund nemendur stunda nám í 31 framhaldsskólum víðs vegar um landið. Leggur sambandið áherslu á að þeir nemendur sem stunda nám við skóla sem ekki býður upp á kennslu í sumar fái metnar einingar frá öðrum skólum til að tryggja jafnrétti nemenda óháð námi og búsetu. Vilja rétt til atvinnuleysisbóta Í tilkynningu frá SÍF kemur fram að fjölmargir nemendur þurfi að vinna samhliða skóla og ljóst sé að sumarvinna sé oft forsenda þess að nemendur geti haldið áfram í skóla og telur SÍF að þau 3.400 störf sem gefið hefur út að verði sköpuð fyrir námsmenn dugi skammt. Tekur SÍF því undir kröfur annarra námsmannahreyfinga um að nemendum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta en ítrekar að einnig þurfi að huga að þeim námsmönnum sem eru undir 18 ára. Nemar í Menntaskólanum í Reykjavík. VÍSIR/GVA
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira