Ólafur með nauma forystu eftir fyrsta hring Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2020 14:15 Ólafur Björn leiðir eftir fyrsta hring á ÍSAM-mótinu í Mosfellsbæ. Vísir/Daníel Atvinnukylfingurinn Ólafur Björn Loftsson er með eins höggs forystu eftir fyrsta hringinn á ÍSAM-mótinu sem fram fer á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Ólafur hefur leikið frábærlega í dag og lék alls á 68 höggum eða fjórum undir pari vallarins. Alls fékk hann fimm fugla, tólf pör og einn skolla á hringnum. Viktor Ingi Einarsson er sem stendur í öðru sæti á þremur höggum undir pari. Viktor fékk einn örn, þrjá fugla og tvo skolla á hringnum. Aðrar holur paraði hann. Þá eru Axel Bóasson, Dagbjartur Sigbrandsson, Andri Þór Björnsson og Hlynur Bergsson allir á tveimur höggum undir pari. Íslandsmeistarinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson náði sér engan veginn á strik í dag og er á þremur höggum yfir pari í nítjánda til tuttugasta sæti. Á tveimur höggum yfir pari í fimmtánda til átjánda sæti er Haraldur Franklín. Seinni hringur dagsins er farinn af stað og eru sterkustu kylfingar landsins allir skráðri til leiks á mótinu. Þriðji og síðasti hringurinn er svo leikinn á morgun. Íþróttir Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Ólafur Björn Loftsson er með eins höggs forystu eftir fyrsta hringinn á ÍSAM-mótinu sem fram fer á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Ólafur hefur leikið frábærlega í dag og lék alls á 68 höggum eða fjórum undir pari vallarins. Alls fékk hann fimm fugla, tólf pör og einn skolla á hringnum. Viktor Ingi Einarsson er sem stendur í öðru sæti á þremur höggum undir pari. Viktor fékk einn örn, þrjá fugla og tvo skolla á hringnum. Aðrar holur paraði hann. Þá eru Axel Bóasson, Dagbjartur Sigbrandsson, Andri Þór Björnsson og Hlynur Bergsson allir á tveimur höggum undir pari. Íslandsmeistarinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson náði sér engan veginn á strik í dag og er á þremur höggum yfir pari í nítjánda til tuttugasta sæti. Á tveimur höggum yfir pari í fimmtánda til átjánda sæti er Haraldur Franklín. Seinni hringur dagsins er farinn af stað og eru sterkustu kylfingar landsins allir skráðri til leiks á mótinu. Þriðji og síðasti hringurinn er svo leikinn á morgun.
Íþróttir Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira