Alma Möller elskar ferðalög, saumaskap, kampavín og hálendi Íslands Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2020 10:29 Alma Dagbjört Möller landlæknir hefur ásamt þeim Víði Reynissyni og Þórólfi Guðnasyni staðið vaktina í kórónuveirufaraldrinum og upplýst almenning síðustu vikur. Sindri Sindrason hitti Ölmu Möller fyrir Ísland í dag um síðustu helgi og var þátturinn sýndur í gærkvöldi. Alma er Siglfirðingur þar sem hún ólst upp. Sextán ára fór hún í Menntaskólann á Akureyri þar sem hún var næstu fjögur árin. Eftir það lá leiðin í Háskóla Íslands. „Það kom í raun ekkert annað til greina en læknisfræðin, nema kannski þegar ég var pínulítil og ætlaði að verða búðarkona. Ég ákvað þetta frekar snemma í menntaskóla,“ segir Alma en þegar hún ákvað að fara í læknisfræði hafði enginn í hennar fjölskyldu farið þá braut. Alma hitti eiginmann sinn á lesdeildinni í læknadeildinni. Eftir námið í Háskóla Íslands fluttu þau hjónin út til Lundar í Svíþjóð og fóru í framhaldsnám. Þá áttu þau eina dóttur en eignuðust dreng úti í Svíþjóð. Alma er sérfræðingur í svæfinga og gjörgæslulækningum. Bráðameðferð spennandi „Ég bætti síðan annarri sérfræðigráðu við mig hérna heima sem er stjórnun í heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu. Mér fannst alltaf öll bráðameðferð mjög spennandi og tók aukanám í gjörgæslulækningum í Svíþjóð og var það alltaf markmiðið.“ Alma á tvö börn og tengdabörn með eiginmanni sínum. Eftir erfiðan dag elskar Alma að elda og sauma. „Ég hef saumað mikið frá því ég var krakki. Það var frábær handavinnukennsla á Siglufirði og manni var sett fyrir heima. Það var ekki bara að lesa og reikna heldur átti maður að bródera líka.“ Alma er fyrsta konan til að verða landlæknir og sér hún ekki eftir því. Hún hefur aftur á móti ekki áhuga á því að verða heilbrigðisráðherra þar sem hún segist ekki vera mjög pólitísk. Alma hlakkar til að eiga meiri frítíma og elskar að ferðast. Elskar að ferðast „Ég sé um utanlandsferðir og maðurinn minn um ferðalög innanlands og það er eiginlega það besta sem ég veit. Það kemur að því að við getum farið að fara til útlanda aftur en ég er voðalega ánægð með hvað ég er búin með mikið.“ Alma telur mögulegt að samfélagið komi sterkara til baka eftir að þessu ástandi linnir. „Það er allt þetta með samheldni, samstöðu og hjálpa öðrum og láta gott af sér leiða. Njóta vina sinna og fjölskyldu og samveru, það er eitthvað sem við komum með út úr þessu.“ Þegar Alma ætlar virkilega að gera vel við sig þá: „Það besta sem ég veit er að vera í útileigu með manninum mínum upp á hálendi. Þar sem er kyrrð og við erum að elda einhvern geggjaðan mat. Og helst að ég eigi góða bók til að sitja með og lesa.“ Uppáhaldsdrykkur Ölmu er vatn en líka kampavín. „Uppáhaldsborgirnar mínar eru París og London. Ég hef komið mjög oft til Parísar, góður matur og nóg af kampavíni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísland í dag Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
Alma Dagbjört Möller landlæknir hefur ásamt þeim Víði Reynissyni og Þórólfi Guðnasyni staðið vaktina í kórónuveirufaraldrinum og upplýst almenning síðustu vikur. Sindri Sindrason hitti Ölmu Möller fyrir Ísland í dag um síðustu helgi og var þátturinn sýndur í gærkvöldi. Alma er Siglfirðingur þar sem hún ólst upp. Sextán ára fór hún í Menntaskólann á Akureyri þar sem hún var næstu fjögur árin. Eftir það lá leiðin í Háskóla Íslands. „Það kom í raun ekkert annað til greina en læknisfræðin, nema kannski þegar ég var pínulítil og ætlaði að verða búðarkona. Ég ákvað þetta frekar snemma í menntaskóla,“ segir Alma en þegar hún ákvað að fara í læknisfræði hafði enginn í hennar fjölskyldu farið þá braut. Alma hitti eiginmann sinn á lesdeildinni í læknadeildinni. Eftir námið í Háskóla Íslands fluttu þau hjónin út til Lundar í Svíþjóð og fóru í framhaldsnám. Þá áttu þau eina dóttur en eignuðust dreng úti í Svíþjóð. Alma er sérfræðingur í svæfinga og gjörgæslulækningum. Bráðameðferð spennandi „Ég bætti síðan annarri sérfræðigráðu við mig hérna heima sem er stjórnun í heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu. Mér fannst alltaf öll bráðameðferð mjög spennandi og tók aukanám í gjörgæslulækningum í Svíþjóð og var það alltaf markmiðið.“ Alma á tvö börn og tengdabörn með eiginmanni sínum. Eftir erfiðan dag elskar Alma að elda og sauma. „Ég hef saumað mikið frá því ég var krakki. Það var frábær handavinnukennsla á Siglufirði og manni var sett fyrir heima. Það var ekki bara að lesa og reikna heldur átti maður að bródera líka.“ Alma er fyrsta konan til að verða landlæknir og sér hún ekki eftir því. Hún hefur aftur á móti ekki áhuga á því að verða heilbrigðisráðherra þar sem hún segist ekki vera mjög pólitísk. Alma hlakkar til að eiga meiri frítíma og elskar að ferðast. Elskar að ferðast „Ég sé um utanlandsferðir og maðurinn minn um ferðalög innanlands og það er eiginlega það besta sem ég veit. Það kemur að því að við getum farið að fara til útlanda aftur en ég er voðalega ánægð með hvað ég er búin með mikið.“ Alma telur mögulegt að samfélagið komi sterkara til baka eftir að þessu ástandi linnir. „Það er allt þetta með samheldni, samstöðu og hjálpa öðrum og láta gott af sér leiða. Njóta vina sinna og fjölskyldu og samveru, það er eitthvað sem við komum með út úr þessu.“ Þegar Alma ætlar virkilega að gera vel við sig þá: „Það besta sem ég veit er að vera í útileigu með manninum mínum upp á hálendi. Þar sem er kyrrð og við erum að elda einhvern geggjaðan mat. Og helst að ég eigi góða bók til að sitja með og lesa.“ Uppáhaldsdrykkur Ölmu er vatn en líka kampavín. „Uppáhaldsborgirnar mínar eru París og London. Ég hef komið mjög oft til Parísar, góður matur og nóg af kampavíni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísland í dag Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira