Alma Möller elskar ferðalög, saumaskap, kampavín og hálendi Íslands Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2020 10:29 Alma Dagbjört Möller landlæknir hefur ásamt þeim Víði Reynissyni og Þórólfi Guðnasyni staðið vaktina í kórónuveirufaraldrinum og upplýst almenning síðustu vikur. Sindri Sindrason hitti Ölmu Möller fyrir Ísland í dag um síðustu helgi og var þátturinn sýndur í gærkvöldi. Alma er Siglfirðingur þar sem hún ólst upp. Sextán ára fór hún í Menntaskólann á Akureyri þar sem hún var næstu fjögur árin. Eftir það lá leiðin í Háskóla Íslands. „Það kom í raun ekkert annað til greina en læknisfræðin, nema kannski þegar ég var pínulítil og ætlaði að verða búðarkona. Ég ákvað þetta frekar snemma í menntaskóla,“ segir Alma en þegar hún ákvað að fara í læknisfræði hafði enginn í hennar fjölskyldu farið þá braut. Alma hitti eiginmann sinn á lesdeildinni í læknadeildinni. Eftir námið í Háskóla Íslands fluttu þau hjónin út til Lundar í Svíþjóð og fóru í framhaldsnám. Þá áttu þau eina dóttur en eignuðust dreng úti í Svíþjóð. Alma er sérfræðingur í svæfinga og gjörgæslulækningum. Bráðameðferð spennandi „Ég bætti síðan annarri sérfræðigráðu við mig hérna heima sem er stjórnun í heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu. Mér fannst alltaf öll bráðameðferð mjög spennandi og tók aukanám í gjörgæslulækningum í Svíþjóð og var það alltaf markmiðið.“ Alma á tvö börn og tengdabörn með eiginmanni sínum. Eftir erfiðan dag elskar Alma að elda og sauma. „Ég hef saumað mikið frá því ég var krakki. Það var frábær handavinnukennsla á Siglufirði og manni var sett fyrir heima. Það var ekki bara að lesa og reikna heldur átti maður að bródera líka.“ Alma er fyrsta konan til að verða landlæknir og sér hún ekki eftir því. Hún hefur aftur á móti ekki áhuga á því að verða heilbrigðisráðherra þar sem hún segist ekki vera mjög pólitísk. Alma hlakkar til að eiga meiri frítíma og elskar að ferðast. Elskar að ferðast „Ég sé um utanlandsferðir og maðurinn minn um ferðalög innanlands og það er eiginlega það besta sem ég veit. Það kemur að því að við getum farið að fara til útlanda aftur en ég er voðalega ánægð með hvað ég er búin með mikið.“ Alma telur mögulegt að samfélagið komi sterkara til baka eftir að þessu ástandi linnir. „Það er allt þetta með samheldni, samstöðu og hjálpa öðrum og láta gott af sér leiða. Njóta vina sinna og fjölskyldu og samveru, það er eitthvað sem við komum með út úr þessu.“ Þegar Alma ætlar virkilega að gera vel við sig þá: „Það besta sem ég veit er að vera í útileigu með manninum mínum upp á hálendi. Þar sem er kyrrð og við erum að elda einhvern geggjaðan mat. Og helst að ég eigi góða bók til að sitja með og lesa.“ Uppáhaldsdrykkur Ölmu er vatn en líka kampavín. „Uppáhaldsborgirnar mínar eru París og London. Ég hef komið mjög oft til Parísar, góður matur og nóg af kampavíni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísland í dag Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Alma Dagbjört Möller landlæknir hefur ásamt þeim Víði Reynissyni og Þórólfi Guðnasyni staðið vaktina í kórónuveirufaraldrinum og upplýst almenning síðustu vikur. Sindri Sindrason hitti Ölmu Möller fyrir Ísland í dag um síðustu helgi og var þátturinn sýndur í gærkvöldi. Alma er Siglfirðingur þar sem hún ólst upp. Sextán ára fór hún í Menntaskólann á Akureyri þar sem hún var næstu fjögur árin. Eftir það lá leiðin í Háskóla Íslands. „Það kom í raun ekkert annað til greina en læknisfræðin, nema kannski þegar ég var pínulítil og ætlaði að verða búðarkona. Ég ákvað þetta frekar snemma í menntaskóla,“ segir Alma en þegar hún ákvað að fara í læknisfræði hafði enginn í hennar fjölskyldu farið þá braut. Alma hitti eiginmann sinn á lesdeildinni í læknadeildinni. Eftir námið í Háskóla Íslands fluttu þau hjónin út til Lundar í Svíþjóð og fóru í framhaldsnám. Þá áttu þau eina dóttur en eignuðust dreng úti í Svíþjóð. Alma er sérfræðingur í svæfinga og gjörgæslulækningum. Bráðameðferð spennandi „Ég bætti síðan annarri sérfræðigráðu við mig hérna heima sem er stjórnun í heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu. Mér fannst alltaf öll bráðameðferð mjög spennandi og tók aukanám í gjörgæslulækningum í Svíþjóð og var það alltaf markmiðið.“ Alma á tvö börn og tengdabörn með eiginmanni sínum. Eftir erfiðan dag elskar Alma að elda og sauma. „Ég hef saumað mikið frá því ég var krakki. Það var frábær handavinnukennsla á Siglufirði og manni var sett fyrir heima. Það var ekki bara að lesa og reikna heldur átti maður að bródera líka.“ Alma er fyrsta konan til að verða landlæknir og sér hún ekki eftir því. Hún hefur aftur á móti ekki áhuga á því að verða heilbrigðisráðherra þar sem hún segist ekki vera mjög pólitísk. Alma hlakkar til að eiga meiri frítíma og elskar að ferðast. Elskar að ferðast „Ég sé um utanlandsferðir og maðurinn minn um ferðalög innanlands og það er eiginlega það besta sem ég veit. Það kemur að því að við getum farið að fara til útlanda aftur en ég er voðalega ánægð með hvað ég er búin með mikið.“ Alma telur mögulegt að samfélagið komi sterkara til baka eftir að þessu ástandi linnir. „Það er allt þetta með samheldni, samstöðu og hjálpa öðrum og láta gott af sér leiða. Njóta vina sinna og fjölskyldu og samveru, það er eitthvað sem við komum með út úr þessu.“ Þegar Alma ætlar virkilega að gera vel við sig þá: „Það besta sem ég veit er að vera í útileigu með manninum mínum upp á hálendi. Þar sem er kyrrð og við erum að elda einhvern geggjaðan mat. Og helst að ég eigi góða bók til að sitja með og lesa.“ Uppáhaldsdrykkur Ölmu er vatn en líka kampavín. „Uppáhaldsborgirnar mínar eru París og London. Ég hef komið mjög oft til Parísar, góður matur og nóg af kampavíni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísland í dag Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira