Guðni um Rúmeníuleikinn: „Yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2020 22:00 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta bíður þess enn að fá að mæta Rúmeníu í umspili um sæti á EM. VÍSIR/DANÍEL Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að EM-umspilsleikur Íslands og Rúmeníu gæti hugsanlega verið færður fram í nóvember. Þá þyrfti væntanlega að gera á ný sérstakar ráðstafanir til að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli. Leikur Íslands og Rúmeníu átti að fara fram 26. mars en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrst var leiknum frestað fram í júní en svo tilkynnti UEFA að engir landsleikir yrðu í júní. Nú er því óvíst hvenær spilað verður. Lokakeppni EM var færð til sumarsins 2021. „Það er verið að velta upp nokkrum möguleikum. Mögulega að spyrða þetta [EM-umspilið] við Þjóðadeildarprógrammið í september eða október, eða mögulega fara með þetta í nóvember. Við yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur,“ sagði Guðni og brosti, þegar hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson og Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. KSÍ leigði sérstakan hitadúk, eða pylsu, til að leggja yfir Laugardalsvöll í mars svo að grasið yrði sem best á leikdegi. Hið sama þyrfti væntanlega að gera ef leika ætti á vellinum í nóvember, líkt og þegar Ísland mætti Króatíu í umspili um sæti á HM í nóvember 2013. Heljarinnar púsluspil fyrir knattspyrnuyfirvöld Staða Evrópuþjóða í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn er mjög mismunandi og UEFA á erfitt með að gefa skýr svör um framhaldið: „Þetta er auðvitað heljarinnar púsluspil fyrir knattspyrnuyfirvöld úti um allan heim, og UEFA og FIFA, að koma þessu öllu fyrir, reyna að ljúka deildarkeppnum í Evrópu og víðar til þess að passa upp á þær skyldur sem fylgja samningum, svo að menn fái sínar tekjur sem þeir þurfa til að borga leikmönnum laun og svo framvegis. Það er heljarinnar skipulag og samspil í þessu öllu, og það þarf að koma fyrir þessum alþjóðlegu leikdögum fyrir landsliðin. Við eigum leiki eftir í riðlakeppninni hjá kvennalandsliðinu, svo er Þjóðadeildin að koma og svo umspilið. Fyrir utan svo yngri landsliðin öll. Þetta er það sem verið er að reyna að greiða úr hjá yfirvöldum um allan heim,“ sagði Guðni. Klippa: Sportið í dag - Guðni Bergs um Rúmeníuleikinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í fótbolta Sportið í dag KSÍ Tengdar fréttir Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00 Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33 Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41 Júní nú út úr myndinni hjá UEFA UEFA hefur nú frestað öllum landsleikjum í júní og öllum leikjum í Evrópukeppnum um óákveðinn tíma. Þetta kom fram í tilkynningu frá UEFA fyrir skömmu en leikur Íslands og Rúmeníu mun þá ekki fara fram í júní eins og vonir stóðu til. 1. apríl 2020 14:40 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að EM-umspilsleikur Íslands og Rúmeníu gæti hugsanlega verið færður fram í nóvember. Þá þyrfti væntanlega að gera á ný sérstakar ráðstafanir til að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli. Leikur Íslands og Rúmeníu átti að fara fram 26. mars en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrst var leiknum frestað fram í júní en svo tilkynnti UEFA að engir landsleikir yrðu í júní. Nú er því óvíst hvenær spilað verður. Lokakeppni EM var færð til sumarsins 2021. „Það er verið að velta upp nokkrum möguleikum. Mögulega að spyrða þetta [EM-umspilið] við Þjóðadeildarprógrammið í september eða október, eða mögulega fara með þetta í nóvember. Við yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur,“ sagði Guðni og brosti, þegar hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson og Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. KSÍ leigði sérstakan hitadúk, eða pylsu, til að leggja yfir Laugardalsvöll í mars svo að grasið yrði sem best á leikdegi. Hið sama þyrfti væntanlega að gera ef leika ætti á vellinum í nóvember, líkt og þegar Ísland mætti Króatíu í umspili um sæti á HM í nóvember 2013. Heljarinnar púsluspil fyrir knattspyrnuyfirvöld Staða Evrópuþjóða í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn er mjög mismunandi og UEFA á erfitt með að gefa skýr svör um framhaldið: „Þetta er auðvitað heljarinnar púsluspil fyrir knattspyrnuyfirvöld úti um allan heim, og UEFA og FIFA, að koma þessu öllu fyrir, reyna að ljúka deildarkeppnum í Evrópu og víðar til þess að passa upp á þær skyldur sem fylgja samningum, svo að menn fái sínar tekjur sem þeir þurfa til að borga leikmönnum laun og svo framvegis. Það er heljarinnar skipulag og samspil í þessu öllu, og það þarf að koma fyrir þessum alþjóðlegu leikdögum fyrir landsliðin. Við eigum leiki eftir í riðlakeppninni hjá kvennalandsliðinu, svo er Þjóðadeildin að koma og svo umspilið. Fyrir utan svo yngri landsliðin öll. Þetta er það sem verið er að reyna að greiða úr hjá yfirvöldum um allan heim,“ sagði Guðni. Klippa: Sportið í dag - Guðni Bergs um Rúmeníuleikinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í fótbolta Sportið í dag KSÍ Tengdar fréttir Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00 Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33 Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41 Júní nú út úr myndinni hjá UEFA UEFA hefur nú frestað öllum landsleikjum í júní og öllum leikjum í Evrópukeppnum um óákveðinn tíma. Þetta kom fram í tilkynningu frá UEFA fyrir skömmu en leikur Íslands og Rúmeníu mun þá ekki fara fram í júní eins og vonir stóðu til. 1. apríl 2020 14:40 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Sjá meira
Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00
Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33
Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41
Júní nú út úr myndinni hjá UEFA UEFA hefur nú frestað öllum landsleikjum í júní og öllum leikjum í Evrópukeppnum um óákveðinn tíma. Þetta kom fram í tilkynningu frá UEFA fyrir skömmu en leikur Íslands og Rúmeníu mun þá ekki fara fram í júní eins og vonir stóðu til. 1. apríl 2020 14:40