Þjóðverjar byrja að aflétta höftum í skrefum Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2020 19:23 Merkel kynnti áform um afléttingu aðgerða gegn faraldrinum á blaðamannafundi í dag. Vísir/EPA Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kynnti áform um að aflétta hægt og rólega aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í dag. Opna má ákveðnar verslanir aftur strax í næstu viku og þá verður leyft að opna skóla í skrefum í byrjun maí. Reglur um félagsforðun verða inn í gildi til að minnsta kosti 3. maí og mælti Merkel eindregið með því að fólk gengi með grímur á opinberum stöðum. Sagði kanslarinn að „brothættur millibilsárangur“ hefði náðst gegn faraldrinum með ströngum aðgerðum. Þjóðin yrði þó að halda sínu striki áfram því ekki mætti mikið út af bregða. Stórar samkomur verða áfram bannaðar til 31. ágúst og barir, kaffihús, veitingastaðir, kvikmyndahús og tónleikastaðir verða áfram lokaðir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Leyft verður að opna skóla í áföngum eftir 4. maí en öryggisreglur verða settar um frímínútur og skólarútur. Nemendur sem eru á leiðinni í próf verða settir í forgang við opnun skólanna. Þá má opna verslanir sem eru allt að 800 fermetrar ef þær gera sóttvarnaráðstafanir á mánudag. Hárgreiðslustofur mega aftur taka við viðskiptavinum 4. maí með sama fyrirvara. Rúmlega 3.200 manns hafa látið lífið af völdum Covid-19-sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur í Þýskalandi og rúmlega 127.500 hafa greinst smitaðir. Fleiri Evrópuríki hafa byrjað að létta á aðgerðum gegn faraldrinum, þar á meðal Danmörk, Spánn, Austurríki og sum svæði Ítalíu. Á Íslandi verður byrjað að létta á samkomubanni og öðrum takmörkunum 4. maí. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Merkel þakkar Þjóðverjum en ekki verður slakað á aðgerðum Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir Þjóðverja hafa tekið vel í reglur sem settar voru til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Merkel sem heldur úti vikulegu hlaðvarpi þakkaði þjóð sinni fyrir viðbrögðin. 28. mars 2020 11:26 Deilt um ástæður lágrar dánartíðni í Þýskalandi Ástandið í Þýskalandi hefur vakið athygli sérfræðinga en þar er dánartíðni af völdum kórónuveirunnar mun lægri en í löndum á borð við Ítalíu og Spán. 23. mars 2020 06:59 Merkel: Mesta áskorunin frá seinna stríði Angela Merkel Þýskalandskanslari biðlaði í dag til Þjóðverja að gera sitt til að hægt verði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 18:03 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kynnti áform um að aflétta hægt og rólega aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í dag. Opna má ákveðnar verslanir aftur strax í næstu viku og þá verður leyft að opna skóla í skrefum í byrjun maí. Reglur um félagsforðun verða inn í gildi til að minnsta kosti 3. maí og mælti Merkel eindregið með því að fólk gengi með grímur á opinberum stöðum. Sagði kanslarinn að „brothættur millibilsárangur“ hefði náðst gegn faraldrinum með ströngum aðgerðum. Þjóðin yrði þó að halda sínu striki áfram því ekki mætti mikið út af bregða. Stórar samkomur verða áfram bannaðar til 31. ágúst og barir, kaffihús, veitingastaðir, kvikmyndahús og tónleikastaðir verða áfram lokaðir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Leyft verður að opna skóla í áföngum eftir 4. maí en öryggisreglur verða settar um frímínútur og skólarútur. Nemendur sem eru á leiðinni í próf verða settir í forgang við opnun skólanna. Þá má opna verslanir sem eru allt að 800 fermetrar ef þær gera sóttvarnaráðstafanir á mánudag. Hárgreiðslustofur mega aftur taka við viðskiptavinum 4. maí með sama fyrirvara. Rúmlega 3.200 manns hafa látið lífið af völdum Covid-19-sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur í Þýskalandi og rúmlega 127.500 hafa greinst smitaðir. Fleiri Evrópuríki hafa byrjað að létta á aðgerðum gegn faraldrinum, þar á meðal Danmörk, Spánn, Austurríki og sum svæði Ítalíu. Á Íslandi verður byrjað að létta á samkomubanni og öðrum takmörkunum 4. maí.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Merkel þakkar Þjóðverjum en ekki verður slakað á aðgerðum Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir Þjóðverja hafa tekið vel í reglur sem settar voru til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Merkel sem heldur úti vikulegu hlaðvarpi þakkaði þjóð sinni fyrir viðbrögðin. 28. mars 2020 11:26 Deilt um ástæður lágrar dánartíðni í Þýskalandi Ástandið í Þýskalandi hefur vakið athygli sérfræðinga en þar er dánartíðni af völdum kórónuveirunnar mun lægri en í löndum á borð við Ítalíu og Spán. 23. mars 2020 06:59 Merkel: Mesta áskorunin frá seinna stríði Angela Merkel Þýskalandskanslari biðlaði í dag til Þjóðverja að gera sitt til að hægt verði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 18:03 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Merkel þakkar Þjóðverjum en ekki verður slakað á aðgerðum Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir Þjóðverja hafa tekið vel í reglur sem settar voru til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Merkel sem heldur úti vikulegu hlaðvarpi þakkaði þjóð sinni fyrir viðbrögðin. 28. mars 2020 11:26
Deilt um ástæður lágrar dánartíðni í Þýskalandi Ástandið í Þýskalandi hefur vakið athygli sérfræðinga en þar er dánartíðni af völdum kórónuveirunnar mun lægri en í löndum á borð við Ítalíu og Spán. 23. mars 2020 06:59
Merkel: Mesta áskorunin frá seinna stríði Angela Merkel Þýskalandskanslari biðlaði í dag til Þjóðverja að gera sitt til að hægt verði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 18:03