Vigdísi komið á óvart með fallega útsettum afmælissöng Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. apríl 2020 13:00 Vigdís Finnbogadóttir steig út á svalir í morgun þegar henni var komið á óvart með afmælissöng. vísir/Egill Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands er níræð í dag. Í tilefni dagsins stillti kór sér upp í garði hennar við Aragötu í Reykjavík og söng fyrir hana afmælissönginn í fallegri útsetningu. Þá flutti leikkonan Ragnheiður Steindórsdóttir ljóðið Gróðursetning eftir Guðmund Böðvarsson. Kolbrún Halldórsdóttir var í hópi þeirra sem söng fyrir Vigdísi í morgun. „Hún átti ekki von á þessu en kom brosandi út á tröppur og tók af miklu þakklæti við þessari morgungjöf,“ segir hún. Í kórnum voru margir vinir Vigdísar, líkt og til dæmis Páll Valsson, sem ritaði ævisögu hennar. „Það var náttúrulega erfitt að geta ekki knúsast en þetta var allt gert með lögbundnu millibili,“ segir Kolbrún. Afmæliskveðjum hefur rignt yfir Vigdísi í dag. Í einni af fjölmörgum færir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra henni þakkir fyrir að hafa breytt íslensku samfélagi til hins betra. Rán Flygenring, rithöfundur, gaf í fyrra út myndasögubók um Vigdísi. Hún segir mikilvægt að kynna mikilsverð störf hennar fyrir nýjum kynslóðum. „Meginhugmyndin með þessari bók er að kynna hana fyrir krökkum núna, sem þekkja kannski nafnið en ekki endilega hver hún er og fyrir hvað hún stendur,“ segir Rán. Sjálf segist hún hafa alist upp við að sjálfgefið væri að kona væri þjóðarleiðtogi og var það ekki fyrr en hún fór að vinna í bókinni sem hún áttaði sig í raun á því hversu merkilegt það væri. „Og hvað hún er mikil þungavigtarkona á heimsvísu. Bæði hvað varðar kvenréttindi og svo hennar starf í þágu náttúrunnar. Það hversu snemma hún var talsmaður þess og svo bara þessi menningarbjarmi í kringum hana,“ segir Rán. Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands er níræð í dag. Í tilefni dagsins stillti kór sér upp í garði hennar við Aragötu í Reykjavík og söng fyrir hana afmælissönginn í fallegri útsetningu. Þá flutti leikkonan Ragnheiður Steindórsdóttir ljóðið Gróðursetning eftir Guðmund Böðvarsson. Kolbrún Halldórsdóttir var í hópi þeirra sem söng fyrir Vigdísi í morgun. „Hún átti ekki von á þessu en kom brosandi út á tröppur og tók af miklu þakklæti við þessari morgungjöf,“ segir hún. Í kórnum voru margir vinir Vigdísar, líkt og til dæmis Páll Valsson, sem ritaði ævisögu hennar. „Það var náttúrulega erfitt að geta ekki knúsast en þetta var allt gert með lögbundnu millibili,“ segir Kolbrún. Afmæliskveðjum hefur rignt yfir Vigdísi í dag. Í einni af fjölmörgum færir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra henni þakkir fyrir að hafa breytt íslensku samfélagi til hins betra. Rán Flygenring, rithöfundur, gaf í fyrra út myndasögubók um Vigdísi. Hún segir mikilvægt að kynna mikilsverð störf hennar fyrir nýjum kynslóðum. „Meginhugmyndin með þessari bók er að kynna hana fyrir krökkum núna, sem þekkja kannski nafnið en ekki endilega hver hún er og fyrir hvað hún stendur,“ segir Rán. Sjálf segist hún hafa alist upp við að sjálfgefið væri að kona væri þjóðarleiðtogi og var það ekki fyrr en hún fór að vinna í bókinni sem hún áttaði sig í raun á því hversu merkilegt það væri. „Og hvað hún er mikil þungavigtarkona á heimsvísu. Bæði hvað varðar kvenréttindi og svo hennar starf í þágu náttúrunnar. Það hversu snemma hún var talsmaður þess og svo bara þessi menningarbjarmi í kringum hana,“ segir Rán.
Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Sjá meira