Vigdísi komið á óvart með fallega útsettum afmælissöng Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. apríl 2020 13:00 Vigdís Finnbogadóttir steig út á svalir í morgun þegar henni var komið á óvart með afmælissöng. vísir/Egill Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands er níræð í dag. Í tilefni dagsins stillti kór sér upp í garði hennar við Aragötu í Reykjavík og söng fyrir hana afmælissönginn í fallegri útsetningu. Þá flutti leikkonan Ragnheiður Steindórsdóttir ljóðið Gróðursetning eftir Guðmund Böðvarsson. Kolbrún Halldórsdóttir var í hópi þeirra sem söng fyrir Vigdísi í morgun. „Hún átti ekki von á þessu en kom brosandi út á tröppur og tók af miklu þakklæti við þessari morgungjöf,“ segir hún. Í kórnum voru margir vinir Vigdísar, líkt og til dæmis Páll Valsson, sem ritaði ævisögu hennar. „Það var náttúrulega erfitt að geta ekki knúsast en þetta var allt gert með lögbundnu millibili,“ segir Kolbrún. Afmæliskveðjum hefur rignt yfir Vigdísi í dag. Í einni af fjölmörgum færir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra henni þakkir fyrir að hafa breytt íslensku samfélagi til hins betra. Rán Flygenring, rithöfundur, gaf í fyrra út myndasögubók um Vigdísi. Hún segir mikilvægt að kynna mikilsverð störf hennar fyrir nýjum kynslóðum. „Meginhugmyndin með þessari bók er að kynna hana fyrir krökkum núna, sem þekkja kannski nafnið en ekki endilega hver hún er og fyrir hvað hún stendur,“ segir Rán. Sjálf segist hún hafa alist upp við að sjálfgefið væri að kona væri þjóðarleiðtogi og var það ekki fyrr en hún fór að vinna í bókinni sem hún áttaði sig í raun á því hversu merkilegt það væri. „Og hvað hún er mikil þungavigtarkona á heimsvísu. Bæði hvað varðar kvenréttindi og svo hennar starf í þágu náttúrunnar. Það hversu snemma hún var talsmaður þess og svo bara þessi menningarbjarmi í kringum hana,“ segir Rán. Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands er níræð í dag. Í tilefni dagsins stillti kór sér upp í garði hennar við Aragötu í Reykjavík og söng fyrir hana afmælissönginn í fallegri útsetningu. Þá flutti leikkonan Ragnheiður Steindórsdóttir ljóðið Gróðursetning eftir Guðmund Böðvarsson. Kolbrún Halldórsdóttir var í hópi þeirra sem söng fyrir Vigdísi í morgun. „Hún átti ekki von á þessu en kom brosandi út á tröppur og tók af miklu þakklæti við þessari morgungjöf,“ segir hún. Í kórnum voru margir vinir Vigdísar, líkt og til dæmis Páll Valsson, sem ritaði ævisögu hennar. „Það var náttúrulega erfitt að geta ekki knúsast en þetta var allt gert með lögbundnu millibili,“ segir Kolbrún. Afmæliskveðjum hefur rignt yfir Vigdísi í dag. Í einni af fjölmörgum færir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra henni þakkir fyrir að hafa breytt íslensku samfélagi til hins betra. Rán Flygenring, rithöfundur, gaf í fyrra út myndasögubók um Vigdísi. Hún segir mikilvægt að kynna mikilsverð störf hennar fyrir nýjum kynslóðum. „Meginhugmyndin með þessari bók er að kynna hana fyrir krökkum núna, sem þekkja kannski nafnið en ekki endilega hver hún er og fyrir hvað hún stendur,“ segir Rán. Sjálf segist hún hafa alist upp við að sjálfgefið væri að kona væri þjóðarleiðtogi og var það ekki fyrr en hún fór að vinna í bókinni sem hún áttaði sig í raun á því hversu merkilegt það væri. „Og hvað hún er mikil þungavigtarkona á heimsvísu. Bæði hvað varðar kvenréttindi og svo hennar starf í þágu náttúrunnar. Það hversu snemma hún var talsmaður þess og svo bara þessi menningarbjarmi í kringum hana,“ segir Rán.
Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira