Menning

Bein útsending: Bergur Ebbi les úr Skjáskoti

Tinni Sveinsson skrifar
Bergur Ebbi
Bergur Ebbi Vísir/Kristófer

Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanninu.

Í dag mætir Bergur Ebbi til leiks og les úr bók sinni Skjáskoti. Bergur flutti í vetur fyrirlestur sem hann byggði á bókinni í Borgarleikhúsinu og er lokasýning á honum áætluð 29. júní.

Klippa: Skjáskot/Screenshot

Um Skjáskot

Skjáskot er magnað og upplýsandi ferðalag um mannshugann og áskoranir dagsins í dag. Man einhver eftir tvöþúsundvandanum, rotten.com eða Columbine-árásinni og skipta þessi atriði máli til að skilja nútímann? 

Hver eru tengslin milli falsfrétta og gervigreindar? Hvernig líður okkur í heimi þar sem allar skoðanir og hugsanir eru flokkaðar, fá einkunn og umsagnir? Hefur allt merkingu? Hræðist nútímafólk ekki lengur eld og tortímingu, heldur einmitt þá staðreynd að framvegis mun aldrei neitt gleymast eða eyðast?

Fleira skemmtilegt efni frá Borgarleikhúsinu má sjá á Instagram og Facebook-síðum leikhússins en þær síður eru uppfærðar nær daglega með efni tengdu starfsemi og sýningum.


Tengdar fréttir

Bein útsending: Jesús litli

Verðlaunasýningin Jesús litli er sýnd klukkan 20. Sýningin var sýnd fimm leikár í röð vegna vinsælda.

Refurinn úr Gosa les Greppikló

Í dag klukkan tólf á hádegi bregður Katla Margrét Þorgeirsdóttir sér í hlutverk refsins úr Gosa og les ævintýrið um Greppikló.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.