Fjárhagsáhyggjur eru mesti kvíðinn, bitna á öllu og afleiðingarnar oft alvarlegar Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. apríl 2020 08:45 Haukur Sigurðsson sálfræðingur, Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Peningar er eitt af því sem veldur hvað mestri streitu hjá fólki almennt“ segir Haukur Sigurðsson sálfræðingur og ekki ólíklegt að sá streituvaldur sé til staðar hjá flestum um þessar mundir. Ef ekki fjárhagsáhyggjur af heimili, þá áhyggjur af því hvort fyrirtæki lifi af eða deyi. Að hafa áhyggjur af fjárhag hefur margvíslegar afleiðingar og má einna helst segja að þær bitni á öllu og öllum. „Með aukinni fjárhagslegri streitu, aukast líkur á samskiptavandamálum, bæði á vinnustað en einnig í persónulega lífinu. Álagið getur verið mikið á hjónabandið. Auknar líkur eru á heimilisofbeldi og skilnuðum sömuleiðis,“ segir Haukur og bætir við að þessar áhyggjur bitni líka á börnunum þar sem foreldrar með fjárhagsáhyggjur eru ólíklegri til að sinna þeirra þörfum. Að sögn Hauks geta fjárhagsáhyggjur leitt til lægra sjálfsmats, svartsýni, kvíða, þunglyndis og reiði og líkamlegra heilsubresta eins og höfuðverk, magaverk og svefnleysis. „Það eru einnig tengsl á milli fjárhagslegrar streitu og aukinnar neyslu áfengis, sem líklega er afleiðing af auknu þunglyndi,“ segir Haukur. Stjórnendur eru í sérstaklega streituvaldandi stöðu, margir sjálfir með fjárhagsáhyggjur auk þess sem ákvarðanir eins og að segja upp fólki geti ýtt undir tilfinningar eins og þunglyndi, kvíða, skömm og sektarkennd. Þá benda sumar rannsóknir til þess að þunglyndi sé jafnvel tvöfalt algengara hjá stjórnendum samanborið við almenning. Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um fjárhagsáhyggjur frá ýmsum hliðum og lagalega útfærslu á rekstrarþroti fyrirtækja, þ.m.t. skuldaábyrgðir stjórnarmanna og eigenda. Fjárhagsáhyggjurnar meiri en áhyggjur af smiti Haukur Sigurðsson sálfræðingur hefur í á annan áratug veitt starfsfólki vinnustaða sálfræðilega ráðgjöf, fræðslu og meðferð. Reynsla og þekking hans á þessu sviði hefur veitt honum ríka innsýn í hvað hefur áhrif á sálræna heilsu, samskipti og árangur fólks í starfi. Í klínskum störfum hefur hann að mestu sinnt meðferð við þunglyndi, kvíða, áfallastreitu og samskiptavandamálum auk þess að beita sálfræðilegum aðferðum við meðhöndlun á svefnleysi og ýmsum líkamlegum einkennum. Haukur lauk B.A. prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2001 og M.A. gráðu í klínískri sálfræði frá Bowling Green State University árið 2007 þar sem hann hlaut menntun og þjálfun í almennri klínískri sálfræði og sérhæfingu á atferlislæknisfræði. „Nú þegar Covid-19 faraldurinn dynur á samfélaginu eru margir að kljást við sálræn vandamál, mörgum líður mjög illa,“ segir Haukur og bætir við „Það sem einkennir ástandið er að ógnin sem steðjar að okkur er ný, við þekkjum hana ekki. Við upplifum okkur hafa litla stjórn á þessari ósýnilegu ógn og á hverjum degi eru fjölmiðlar uppfullir af ógnvekjandi tölfræði og óhugnaði eins og skelfilegum sögum af veikindum og dauða.“ Að hans sögn uppfyllir kórónufaraldurinn alla þá þætti sem spila lykilhlutverki í því að kveikja á viðvörunarbjöllum innra með okkur. „En Íslendingar hafa ekki bara áhyggjur af því að smitast, smita aðra og veikjast. Fleiri virðast í raun hafa miklar áhyggjur af neikvæðum áhrifum á efnahag. Í nýlegri könnun MMR voru niðurstöðurnar þær að fleiri sögðust hafa áhyggjur af því að verða fyrir alvarlegu fjárhagslegu tjóni af völdum faraldursins heldur en sögðust hafa áhyggjur af því að smitast eða veikjast alvarlega,“ segir Haukur. Að sögn Hauks eru þessar niðurstöður í takt við það sem fram hefur komið í erlendum rannsóknum, þar sem fólk hefur meiri áhyggjur af efnahagslegum áhrifum veirunnar en heilsufarslegum. Með aukinni fjárhagslegri streitu, aukast líkur á samskiptavandamálum, bæði á vinnustað en einnig í persónulega lífinu. Álagið getur verið mikið á hjónabandið. Auknar líkur eru á heimilisofbeldi og skilnuðum sömuleiðis Fjárhagsáhyggjur foreldra hafa áhrif á börn og annað heimilislíf. Ofbeldi, áfengi, skilnaðir þar á meðal.Vísir/Vilhelm eitt algengasta einkennið sem orsakað er af fjárhagslegri streitu er þreyta Fjárhagsáhyggjur: Heimilið, börnin og vinnan „Staðreyndin er reyndar sú að peningar eru eitt af því sem veldur hvað mestri streitu hjá fólki almennt,“ segir Haukur og bendir á að nú þegar sé ljóst að faraldurinn er að hafa afgerandi neikvæð áhrif á efnahag mjög margra. Margir eru að missa vinnuna eða þurfa að taka á sig verulega launaskerðingu. Haukur segir þessa stöðu valda því að fjárhagsáhyggjur aukast þar sem fólk hefur áhyggjur af því að standa ekki undir afborgunum lána eða að geta ekki staðið undir daglegum kostnaði. „Eins og á við um faraldurinn sjálfan, þá ríkir mikil óvissa um hversu alvarleg og langvinn efnahagslegu áhrifin verða, og óvissa um framtíðina er eitt af því sem kveikir hvað mest á viðvörunarbjöllunum innra með okkur. Þær tilfinningar sem fólk finnur fyrir í svona ástandi eru meðal annars kvíði og ótti, en það er líka algengt að fólk finni fyrir pirringi og reiði,“ segir Haukur. Haukur segir þetta eðlileg viðbrögð taugakerfisins þegar við upplifum okkur standa frammi fyrir ógn. „Í heilanum eru sérstök og frumstæð kerfi sem hafa það hlutverk að bregðast við ógn, og þessi kerfi fara af stað þegar fjárhag okkar er ógnað. Þegar þessi kerfi virkjast flæða streituhormón út í blóðrásina og valda miklum breytingum í líkamsstarfsemi. Þessi varnarviðbrögð reyna mjög á líkamann, sérstaklega ef taugakerfið er í slíkri viðbragðsstöðu í langan tíma. Það kemur því ekki á óvart að eitt algengasta einkennið sem orsakað er af fjárhagslegri streitu er þreyta,“ segir Haukur. Þá segir Haukur að þegar taugakerfið er í þessari viðbragðsstöðu þá hafi það eðlilega áhrif á hæfni fólks til daglegra starfa og vinnu. „Í slíku ástandi er minni virkni í þeim svæðum heilans sem hjálpa okkur með einbeitingu, að finna lausnir á vandamálum, skipulagningu og hvatastjórnun. Rannsóknir hafa sýnt að fjárhagsleg streita dregur úr einbeitingu starfsfólks og veldur því að fólk vinnur hægar, tekur sér lengri pásur, er meira frá vinnu vegna veikinda og svo framvegis,“ segir Haukur. Að sögn Hauks hafa fjárhagsáhyggjur í raun áhrif á allt okkar líf, bæði heimavið og í vinnunni. „Með aukinni fjárhagslegri streitu, aukast líkur á samskiptavandamálum, bæði á vinnustað en einnig í persónulega lífinu. Álagið getur verið mikið á hjónabandið. Auknar líkur eru á heimilisofbeldi og skilnuðum sömuleiðis,“ segir Haukur og bætir við að þessar áhyggjur bitni líka á börnunum. „Rannsóknir hafa einnig sýnt að foreldrar sem eru undir fjárhagslegri streitu eru ólíklegri til að sinna þörfum barna sinna og beita áhrifaríkum uppeldisaðferðum og aga,“ segir Haukur. streita dregur úr einbeitingu starfsfólks og veldur því að fólk vinnur hægar, tekur sér lengri pásur, er meira frá vinnu vegna veikinda Margir hafa misst vinnuna síðustu vikurnar og óvissa ríkir um hvernig fyrirtækjum mun reiða af.Vísir/Vilhelm Eins og aðrir geta þeir verið að kljást við fjárhagslega streitu vegna óvissu um eigin fjárhag, en ofan á það bætist við ábyrgð á starfseminni og björgunaraðgerðum þar sem jafnvel tvísýnt er hvort björgun er gerleg Fjárhagsáhyggjur: Fyrirtækin og stjórnendur Hvað með áhrif á stjórnendur sem standa frammi fyrir því að reyna að bjarga fyrirtækjum eða koma þeim í gegnum erfiða kreppu framundan? „Það gleymist stundum að stjórnendur fyrirtækja eru bara manneskjur sem eru útsettir fyrir sömu tilfinningunum, áhyggjunum og hugrænu skekkjunum eins og allir aðrir. Almennt er þunglyndi og kvíði algengt meðal stjórnenda og sumar rannsóknir benda til þess að þunglyndi sé jafnvel tvöfalt algengara hjá stjórnendum fyrirtæka samanborið við almenning,“ segir Haukur og bendir jafnframt á niðurstöður rannsókna. Rannsóknir benda til þess að kvíði sé ekki síður algengur eða jafnvel algengari hjá stjórnendum samanborið við hinn almenna starfsmann“ segir Haukur. Þá segir Haukur að á tímum sem þessum séu stjórnendur margra fyrirtækja í sérstaklega streituvaldandi stöðu. „Eins og aðrir geta þeir verið að kljást við fjárhagslega streitu vegna óvissu um eigin fjárhag, en ofan á það bætist við ábyrgð á starfseminni og björgunaraðgerðum þar sem jafnvel tvísýnt er hvort björgun er gerleg. Það er í höndum stjórnenda að taka erfiðar ákvarðanir eins og að segja upp fólki sem getur ýtt undir tilfinningar eins og þunglyndi, kvíða, skömm og sektarkennd,“ segir Haukur. Haukur hefur í á annan áratug veitt starfsfólki vinnustaða sálfræðilega ráðgjöf, fræðslu og meðferð. Reynsla og þekking hans á þessu sviði hefur veitt honum ríka innsýn í hvað hefur áhrif á sálræna heilsu, samskipti og árangur fólks í starfi.Vísir/Vilhelm þú kemst best í gegnum þessa erfiðu tíma með því að leyfa þér að líða eins og þér líður Fjárhagsáhyggjur: Fimm góð ráð Að lokum báðum við Hauk um að leiða okkur í gegnum það hvað við gætum sjálf gert til að sporna við afleiðingum þess að hafa fjárhagsáhyggjur og líða illa af kvíða. 1. Myndaðu sátt um stöðuna eins og hún er Í fyrsta lagi, myndaðu sátt um stöðuna eins og hún er. Kvíðinn er að miklu leyti tilkominn vegna óvissu um að hvernig faraldurinn þróast og hvernig framhaldið verður. Fyrsta skrefið er að mynda sátt um að lífið er og mun verða öðruvísi í einhvern tíma og reyna svo að beina athyglinni að þeim hlutum sem þú hefur stjórn á. 2. Mundu eftir styrkleikunum þínum Minntu þig á styrkleika þína og sjáðu sjálfa(n) þig fyrir þér komast í gegnum þetta. Þú hefur jafnvel komist í gegnum fjárhagsþrengingar áður. Rifjaðu upp hvernig þú gerðir það. 3. Ræktaðu sjálfan þig Leggðu áherslu á að rækta geðheilsuna. Passaðu upp á svefnrútínuna, mataræðið og hreyfinguna. Haltu neyslu á áfengi og koffíní skefjum og vertu í góðu sambandi við vini þína og fjölskyldu. 4. Talaðu um tilfinningarnar þínar Talaðu um hvernig þér líður og hvernig staðan er. Það getur verið óþægilegt að tala um stöðuna og fjárhagsáhyggjur og eitt af því sem margir gera er að forðast að horfast í augu við raunveruleikann. Það að deila áhyggjum þínum með öðrum sem þú treystir getur leitt til samvinnu um lausnir á vandanum. Íhugaðu að leita þér ráðgjafar varðandi fjármálin og/eða að leita til sálfræðings. 5. Leyfðu þér að líða eins og þér líður Og að lokum, þú kemst best í gegnum þessa erfiðu tíma með því að leyfa þér að líða eins og þér líður. Þær tilfinningar sem þú finnur fyrir eru eðlilegur partur af því að vera lifandi manneskja við erfiðar aðstæður. Á meðan þú finnur fyrir þessum erfiðu tilfinningum, minntu þig á rökin og skynsemina. Minntu þig á hver þú ert og fyrir hvað þú stendur og settu þér fyrir að hegða þér í samræmi við það. Taktu þannig stjórn á því sem þú getur stjórnað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Heilbrigðismál Heilsa Vinnumarkaður Fjármál Mannauðsmál Tengdar fréttir „Þeir sem hafa miklar fjárhagsáhyggjur eru sjö sinnum líklegri til að skilgreinast í kulnun“ Gallup hefur mælt fjárhagsáhyggjur frá bankahruni og mælingar sýna að þeir sem eru með fjárhagsáhyggjur eða ná ekki endum saman eru meðal annars líklegri til að vera í andlegu ójafnvægi, upplifa svefnleysi, pirring, svima, vöðvabólgu og bakverki. Þá eru þeir sem eru með miklar fjárhagsáhyggjur sjö sinnum líklegri til að verða fyrir kulnun. 15. apríl 2020 11:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Peningar er eitt af því sem veldur hvað mestri streitu hjá fólki almennt“ segir Haukur Sigurðsson sálfræðingur og ekki ólíklegt að sá streituvaldur sé til staðar hjá flestum um þessar mundir. Ef ekki fjárhagsáhyggjur af heimili, þá áhyggjur af því hvort fyrirtæki lifi af eða deyi. Að hafa áhyggjur af fjárhag hefur margvíslegar afleiðingar og má einna helst segja að þær bitni á öllu og öllum. „Með aukinni fjárhagslegri streitu, aukast líkur á samskiptavandamálum, bæði á vinnustað en einnig í persónulega lífinu. Álagið getur verið mikið á hjónabandið. Auknar líkur eru á heimilisofbeldi og skilnuðum sömuleiðis,“ segir Haukur og bætir við að þessar áhyggjur bitni líka á börnunum þar sem foreldrar með fjárhagsáhyggjur eru ólíklegri til að sinna þeirra þörfum. Að sögn Hauks geta fjárhagsáhyggjur leitt til lægra sjálfsmats, svartsýni, kvíða, þunglyndis og reiði og líkamlegra heilsubresta eins og höfuðverk, magaverk og svefnleysis. „Það eru einnig tengsl á milli fjárhagslegrar streitu og aukinnar neyslu áfengis, sem líklega er afleiðing af auknu þunglyndi,“ segir Haukur. Stjórnendur eru í sérstaklega streituvaldandi stöðu, margir sjálfir með fjárhagsáhyggjur auk þess sem ákvarðanir eins og að segja upp fólki geti ýtt undir tilfinningar eins og þunglyndi, kvíða, skömm og sektarkennd. Þá benda sumar rannsóknir til þess að þunglyndi sé jafnvel tvöfalt algengara hjá stjórnendum samanborið við almenning. Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um fjárhagsáhyggjur frá ýmsum hliðum og lagalega útfærslu á rekstrarþroti fyrirtækja, þ.m.t. skuldaábyrgðir stjórnarmanna og eigenda. Fjárhagsáhyggjurnar meiri en áhyggjur af smiti Haukur Sigurðsson sálfræðingur hefur í á annan áratug veitt starfsfólki vinnustaða sálfræðilega ráðgjöf, fræðslu og meðferð. Reynsla og þekking hans á þessu sviði hefur veitt honum ríka innsýn í hvað hefur áhrif á sálræna heilsu, samskipti og árangur fólks í starfi. Í klínskum störfum hefur hann að mestu sinnt meðferð við þunglyndi, kvíða, áfallastreitu og samskiptavandamálum auk þess að beita sálfræðilegum aðferðum við meðhöndlun á svefnleysi og ýmsum líkamlegum einkennum. Haukur lauk B.A. prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2001 og M.A. gráðu í klínískri sálfræði frá Bowling Green State University árið 2007 þar sem hann hlaut menntun og þjálfun í almennri klínískri sálfræði og sérhæfingu á atferlislæknisfræði. „Nú þegar Covid-19 faraldurinn dynur á samfélaginu eru margir að kljást við sálræn vandamál, mörgum líður mjög illa,“ segir Haukur og bætir við „Það sem einkennir ástandið er að ógnin sem steðjar að okkur er ný, við þekkjum hana ekki. Við upplifum okkur hafa litla stjórn á þessari ósýnilegu ógn og á hverjum degi eru fjölmiðlar uppfullir af ógnvekjandi tölfræði og óhugnaði eins og skelfilegum sögum af veikindum og dauða.“ Að hans sögn uppfyllir kórónufaraldurinn alla þá þætti sem spila lykilhlutverki í því að kveikja á viðvörunarbjöllum innra með okkur. „En Íslendingar hafa ekki bara áhyggjur af því að smitast, smita aðra og veikjast. Fleiri virðast í raun hafa miklar áhyggjur af neikvæðum áhrifum á efnahag. Í nýlegri könnun MMR voru niðurstöðurnar þær að fleiri sögðust hafa áhyggjur af því að verða fyrir alvarlegu fjárhagslegu tjóni af völdum faraldursins heldur en sögðust hafa áhyggjur af því að smitast eða veikjast alvarlega,“ segir Haukur. Að sögn Hauks eru þessar niðurstöður í takt við það sem fram hefur komið í erlendum rannsóknum, þar sem fólk hefur meiri áhyggjur af efnahagslegum áhrifum veirunnar en heilsufarslegum. Með aukinni fjárhagslegri streitu, aukast líkur á samskiptavandamálum, bæði á vinnustað en einnig í persónulega lífinu. Álagið getur verið mikið á hjónabandið. Auknar líkur eru á heimilisofbeldi og skilnuðum sömuleiðis Fjárhagsáhyggjur foreldra hafa áhrif á börn og annað heimilislíf. Ofbeldi, áfengi, skilnaðir þar á meðal.Vísir/Vilhelm eitt algengasta einkennið sem orsakað er af fjárhagslegri streitu er þreyta Fjárhagsáhyggjur: Heimilið, börnin og vinnan „Staðreyndin er reyndar sú að peningar eru eitt af því sem veldur hvað mestri streitu hjá fólki almennt,“ segir Haukur og bendir á að nú þegar sé ljóst að faraldurinn er að hafa afgerandi neikvæð áhrif á efnahag mjög margra. Margir eru að missa vinnuna eða þurfa að taka á sig verulega launaskerðingu. Haukur segir þessa stöðu valda því að fjárhagsáhyggjur aukast þar sem fólk hefur áhyggjur af því að standa ekki undir afborgunum lána eða að geta ekki staðið undir daglegum kostnaði. „Eins og á við um faraldurinn sjálfan, þá ríkir mikil óvissa um hversu alvarleg og langvinn efnahagslegu áhrifin verða, og óvissa um framtíðina er eitt af því sem kveikir hvað mest á viðvörunarbjöllunum innra með okkur. Þær tilfinningar sem fólk finnur fyrir í svona ástandi eru meðal annars kvíði og ótti, en það er líka algengt að fólk finni fyrir pirringi og reiði,“ segir Haukur. Haukur segir þetta eðlileg viðbrögð taugakerfisins þegar við upplifum okkur standa frammi fyrir ógn. „Í heilanum eru sérstök og frumstæð kerfi sem hafa það hlutverk að bregðast við ógn, og þessi kerfi fara af stað þegar fjárhag okkar er ógnað. Þegar þessi kerfi virkjast flæða streituhormón út í blóðrásina og valda miklum breytingum í líkamsstarfsemi. Þessi varnarviðbrögð reyna mjög á líkamann, sérstaklega ef taugakerfið er í slíkri viðbragðsstöðu í langan tíma. Það kemur því ekki á óvart að eitt algengasta einkennið sem orsakað er af fjárhagslegri streitu er þreyta,“ segir Haukur. Þá segir Haukur að þegar taugakerfið er í þessari viðbragðsstöðu þá hafi það eðlilega áhrif á hæfni fólks til daglegra starfa og vinnu. „Í slíku ástandi er minni virkni í þeim svæðum heilans sem hjálpa okkur með einbeitingu, að finna lausnir á vandamálum, skipulagningu og hvatastjórnun. Rannsóknir hafa sýnt að fjárhagsleg streita dregur úr einbeitingu starfsfólks og veldur því að fólk vinnur hægar, tekur sér lengri pásur, er meira frá vinnu vegna veikinda og svo framvegis,“ segir Haukur. Að sögn Hauks hafa fjárhagsáhyggjur í raun áhrif á allt okkar líf, bæði heimavið og í vinnunni. „Með aukinni fjárhagslegri streitu, aukast líkur á samskiptavandamálum, bæði á vinnustað en einnig í persónulega lífinu. Álagið getur verið mikið á hjónabandið. Auknar líkur eru á heimilisofbeldi og skilnuðum sömuleiðis,“ segir Haukur og bætir við að þessar áhyggjur bitni líka á börnunum. „Rannsóknir hafa einnig sýnt að foreldrar sem eru undir fjárhagslegri streitu eru ólíklegri til að sinna þörfum barna sinna og beita áhrifaríkum uppeldisaðferðum og aga,“ segir Haukur. streita dregur úr einbeitingu starfsfólks og veldur því að fólk vinnur hægar, tekur sér lengri pásur, er meira frá vinnu vegna veikinda Margir hafa misst vinnuna síðustu vikurnar og óvissa ríkir um hvernig fyrirtækjum mun reiða af.Vísir/Vilhelm Eins og aðrir geta þeir verið að kljást við fjárhagslega streitu vegna óvissu um eigin fjárhag, en ofan á það bætist við ábyrgð á starfseminni og björgunaraðgerðum þar sem jafnvel tvísýnt er hvort björgun er gerleg Fjárhagsáhyggjur: Fyrirtækin og stjórnendur Hvað með áhrif á stjórnendur sem standa frammi fyrir því að reyna að bjarga fyrirtækjum eða koma þeim í gegnum erfiða kreppu framundan? „Það gleymist stundum að stjórnendur fyrirtækja eru bara manneskjur sem eru útsettir fyrir sömu tilfinningunum, áhyggjunum og hugrænu skekkjunum eins og allir aðrir. Almennt er þunglyndi og kvíði algengt meðal stjórnenda og sumar rannsóknir benda til þess að þunglyndi sé jafnvel tvöfalt algengara hjá stjórnendum fyrirtæka samanborið við almenning,“ segir Haukur og bendir jafnframt á niðurstöður rannsókna. Rannsóknir benda til þess að kvíði sé ekki síður algengur eða jafnvel algengari hjá stjórnendum samanborið við hinn almenna starfsmann“ segir Haukur. Þá segir Haukur að á tímum sem þessum séu stjórnendur margra fyrirtækja í sérstaklega streituvaldandi stöðu. „Eins og aðrir geta þeir verið að kljást við fjárhagslega streitu vegna óvissu um eigin fjárhag, en ofan á það bætist við ábyrgð á starfseminni og björgunaraðgerðum þar sem jafnvel tvísýnt er hvort björgun er gerleg. Það er í höndum stjórnenda að taka erfiðar ákvarðanir eins og að segja upp fólki sem getur ýtt undir tilfinningar eins og þunglyndi, kvíða, skömm og sektarkennd,“ segir Haukur. Haukur hefur í á annan áratug veitt starfsfólki vinnustaða sálfræðilega ráðgjöf, fræðslu og meðferð. Reynsla og þekking hans á þessu sviði hefur veitt honum ríka innsýn í hvað hefur áhrif á sálræna heilsu, samskipti og árangur fólks í starfi.Vísir/Vilhelm þú kemst best í gegnum þessa erfiðu tíma með því að leyfa þér að líða eins og þér líður Fjárhagsáhyggjur: Fimm góð ráð Að lokum báðum við Hauk um að leiða okkur í gegnum það hvað við gætum sjálf gert til að sporna við afleiðingum þess að hafa fjárhagsáhyggjur og líða illa af kvíða. 1. Myndaðu sátt um stöðuna eins og hún er Í fyrsta lagi, myndaðu sátt um stöðuna eins og hún er. Kvíðinn er að miklu leyti tilkominn vegna óvissu um að hvernig faraldurinn þróast og hvernig framhaldið verður. Fyrsta skrefið er að mynda sátt um að lífið er og mun verða öðruvísi í einhvern tíma og reyna svo að beina athyglinni að þeim hlutum sem þú hefur stjórn á. 2. Mundu eftir styrkleikunum þínum Minntu þig á styrkleika þína og sjáðu sjálfa(n) þig fyrir þér komast í gegnum þetta. Þú hefur jafnvel komist í gegnum fjárhagsþrengingar áður. Rifjaðu upp hvernig þú gerðir það. 3. Ræktaðu sjálfan þig Leggðu áherslu á að rækta geðheilsuna. Passaðu upp á svefnrútínuna, mataræðið og hreyfinguna. Haltu neyslu á áfengi og koffíní skefjum og vertu í góðu sambandi við vini þína og fjölskyldu. 4. Talaðu um tilfinningarnar þínar Talaðu um hvernig þér líður og hvernig staðan er. Það getur verið óþægilegt að tala um stöðuna og fjárhagsáhyggjur og eitt af því sem margir gera er að forðast að horfast í augu við raunveruleikann. Það að deila áhyggjum þínum með öðrum sem þú treystir getur leitt til samvinnu um lausnir á vandanum. Íhugaðu að leita þér ráðgjafar varðandi fjármálin og/eða að leita til sálfræðings. 5. Leyfðu þér að líða eins og þér líður Og að lokum, þú kemst best í gegnum þessa erfiðu tíma með því að leyfa þér að líða eins og þér líður. Þær tilfinningar sem þú finnur fyrir eru eðlilegur partur af því að vera lifandi manneskja við erfiðar aðstæður. Á meðan þú finnur fyrir þessum erfiðu tilfinningum, minntu þig á rökin og skynsemina. Minntu þig á hver þú ert og fyrir hvað þú stendur og settu þér fyrir að hegða þér í samræmi við það. Taktu þannig stjórn á því sem þú getur stjórnað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Heilbrigðismál Heilsa Vinnumarkaður Fjármál Mannauðsmál Tengdar fréttir „Þeir sem hafa miklar fjárhagsáhyggjur eru sjö sinnum líklegri til að skilgreinast í kulnun“ Gallup hefur mælt fjárhagsáhyggjur frá bankahruni og mælingar sýna að þeir sem eru með fjárhagsáhyggjur eða ná ekki endum saman eru meðal annars líklegri til að vera í andlegu ójafnvægi, upplifa svefnleysi, pirring, svima, vöðvabólgu og bakverki. Þá eru þeir sem eru með miklar fjárhagsáhyggjur sjö sinnum líklegri til að verða fyrir kulnun. 15. apríl 2020 11:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Þeir sem hafa miklar fjárhagsáhyggjur eru sjö sinnum líklegri til að skilgreinast í kulnun“ Gallup hefur mælt fjárhagsáhyggjur frá bankahruni og mælingar sýna að þeir sem eru með fjárhagsáhyggjur eða ná ekki endum saman eru meðal annars líklegri til að vera í andlegu ójafnvægi, upplifa svefnleysi, pirring, svima, vöðvabólgu og bakverki. Þá eru þeir sem eru með miklar fjárhagsáhyggjur sjö sinnum líklegri til að verða fyrir kulnun. 15. apríl 2020 11:00