Mikil andstaða í samfélaginu við opnun spilakassa eftir samkomubann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2020 11:20 Niðurstöður nýrrar könnunar verða kynntar. Vísir/Baldur Hrafnkell Eindreginn stuðningur er í samfélaginu við að spilakassar verði lokaðir til frambúðar að sögn Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Samtökin vísar til viðhorfskönnunar um spilakassa og spilasali á Íslandi sem Gallup vann fyrir samtökin. Mikill meirihluti sé andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með spilakössum og helmingur telji að spilafíkn sé helsta ástæða þess að fólk spilar í spilakössum. Afar fáir segjast nota spilakassa að staðaldri. Samtökin boðuðu til blaðamannafundur í morgun þar sem greint var frá niðurstöðunum. Í tilkynningu frá samtökunum segir að þegar samkomubann vegna Covid-19 gekk í gildi í mars hafi spilakössum Íslandsspila verið lokað ásamt spilakössum Happdrættis Háskóla Íslands. Spilakassar Íslandsspila sf. voru opnaðir aftur í söluturnum í byrjun mánaðarins þegar slakað var á samkomubanninu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segjast 85 prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja að spilakassar verði lokaðir til frambúðar á Íslandi eftir að samkomubanni vegna Covid-19 lýkur. Spilafíknin hverfi ekki „Þegar spilakössunum var lokað í upphafi samkomubannsins bárust fréttir af spilafíklum sem hættu að spila og náðu betri tökum á lífi sínu. Það voru okkur því mikil vonbrigði þegar Íslandsspil sf. ákváðu að opna kassana á ný þann 4. maí. Allur þorri almennings er greinilega sama sinnis. Þótt Covid-19 gangi yfir hverfur spilafíknin ekki en okkur hefur nú gefist tími til að sjá jákvæðar afleiðingar lokunar spilakassa á Íslandi,“ segir Alma Hafsteins, formaður SÁS. Sjö af hverjum tíu sem afstöðu tóku í könnuninni eru annaðhvort frekar neikvæðir eða mjög neikvæðir gagnvart því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með spilakössum. Háskóli Íslands hefur tekjur af rekstri spilakassa sem er í uppsjón Happdrættis Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Íslandsspil eru í eigu þriggja félagasamtaka sem vinna að almannaheill: Rauða krossins á Íslandi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og SÁÁ, og Happdrætti Háskóla Íslands er í eigu Háskóla Íslands. Þá telur rétt tæpur helmingur að spilafíkn sé helsta ástæða þess að fólk spilar í spilakössum og nánast sama hlutfall álítur að vinningsvon sé helsta ástæðan. Aðeins eitt prósent telur aftur á móti að fólk spili í kössunum til að styrkja gott málefni. Afmarkaður hópur fólks í spilakössum „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart en það er gott að nú liggi það fyrir svart á hvítu að almenningi finnist skjóta skökku við að Rauði kross Íslands, Landsbjörg, SÁÁ og Háskóli Íslands verði að reiða sig á fjárframlög frá mjög litlum hópi fólks sem glímir við spilafíkn. Þetta er þeim mun sorglegra í ljósi þess að þessi öflugu samtök og stofnun hafa unnið landi og þjóð svo mikið gagn í áranna rás,“ segir Alma Hafsteins. Alma Hafsteinsdóttir hefur gagnrýnt Landsbjörg í pistlum sínum.Vísir „Sú staðreynd hve fáir spila að staðaldri í spilakössum sýnir að mjög afmarkaður hópur fólks er á bak við þær milljarðatekjur sem spilakassarnir færa eigendum sínum á hverju ári. Því er ekki um að ræða litlar fjárhæðir frá mögum heldur allt frá fáum,” bætir Alma við. Af þeim sem tóku afstöðu í Gallup-könnuninni kvaðst aðeins tæpt eitt prósent hafa spilað í spilakössum á Íslandi oftar en tvisvar á síðastliðnum tólf mánuðum. Nánar má kynna sér könnunina í viðhengi hér að neðan. Hún var framkvæmd 30. apríl til 11. maí á netinu og var úrtakið 1529 manns, átján ára og eldri. 840 svöruðu könnuninni og þátttökuhlutfall var því 54,9 prósent. Konnun_Gallup_fyrir_SASPDF256KBSækja skjal Tengd skjöl Fjárhættuspil Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Eindreginn stuðningur er í samfélaginu við að spilakassar verði lokaðir til frambúðar að sögn Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Samtökin vísar til viðhorfskönnunar um spilakassa og spilasali á Íslandi sem Gallup vann fyrir samtökin. Mikill meirihluti sé andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með spilakössum og helmingur telji að spilafíkn sé helsta ástæða þess að fólk spilar í spilakössum. Afar fáir segjast nota spilakassa að staðaldri. Samtökin boðuðu til blaðamannafundur í morgun þar sem greint var frá niðurstöðunum. Í tilkynningu frá samtökunum segir að þegar samkomubann vegna Covid-19 gekk í gildi í mars hafi spilakössum Íslandsspila verið lokað ásamt spilakössum Happdrættis Háskóla Íslands. Spilakassar Íslandsspila sf. voru opnaðir aftur í söluturnum í byrjun mánaðarins þegar slakað var á samkomubanninu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segjast 85 prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja að spilakassar verði lokaðir til frambúðar á Íslandi eftir að samkomubanni vegna Covid-19 lýkur. Spilafíknin hverfi ekki „Þegar spilakössunum var lokað í upphafi samkomubannsins bárust fréttir af spilafíklum sem hættu að spila og náðu betri tökum á lífi sínu. Það voru okkur því mikil vonbrigði þegar Íslandsspil sf. ákváðu að opna kassana á ný þann 4. maí. Allur þorri almennings er greinilega sama sinnis. Þótt Covid-19 gangi yfir hverfur spilafíknin ekki en okkur hefur nú gefist tími til að sjá jákvæðar afleiðingar lokunar spilakassa á Íslandi,“ segir Alma Hafsteins, formaður SÁS. Sjö af hverjum tíu sem afstöðu tóku í könnuninni eru annaðhvort frekar neikvæðir eða mjög neikvæðir gagnvart því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með spilakössum. Háskóli Íslands hefur tekjur af rekstri spilakassa sem er í uppsjón Happdrættis Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Íslandsspil eru í eigu þriggja félagasamtaka sem vinna að almannaheill: Rauða krossins á Íslandi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og SÁÁ, og Happdrætti Háskóla Íslands er í eigu Háskóla Íslands. Þá telur rétt tæpur helmingur að spilafíkn sé helsta ástæða þess að fólk spilar í spilakössum og nánast sama hlutfall álítur að vinningsvon sé helsta ástæðan. Aðeins eitt prósent telur aftur á móti að fólk spili í kössunum til að styrkja gott málefni. Afmarkaður hópur fólks í spilakössum „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart en það er gott að nú liggi það fyrir svart á hvítu að almenningi finnist skjóta skökku við að Rauði kross Íslands, Landsbjörg, SÁÁ og Háskóli Íslands verði að reiða sig á fjárframlög frá mjög litlum hópi fólks sem glímir við spilafíkn. Þetta er þeim mun sorglegra í ljósi þess að þessi öflugu samtök og stofnun hafa unnið landi og þjóð svo mikið gagn í áranna rás,“ segir Alma Hafsteins. Alma Hafsteinsdóttir hefur gagnrýnt Landsbjörg í pistlum sínum.Vísir „Sú staðreynd hve fáir spila að staðaldri í spilakössum sýnir að mjög afmarkaður hópur fólks er á bak við þær milljarðatekjur sem spilakassarnir færa eigendum sínum á hverju ári. Því er ekki um að ræða litlar fjárhæðir frá mögum heldur allt frá fáum,” bætir Alma við. Af þeim sem tóku afstöðu í Gallup-könnuninni kvaðst aðeins tæpt eitt prósent hafa spilað í spilakössum á Íslandi oftar en tvisvar á síðastliðnum tólf mánuðum. Nánar má kynna sér könnunina í viðhengi hér að neðan. Hún var framkvæmd 30. apríl til 11. maí á netinu og var úrtakið 1529 manns, átján ára og eldri. 840 svöruðu könnuninni og þátttökuhlutfall var því 54,9 prósent. Konnun_Gallup_fyrir_SASPDF256KBSækja skjal Tengd skjöl
Fjárhættuspil Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira