Óttast að Sadio Mane geri sömu mistök og Coutinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2020 14:30 Sadio Mane hefur staðið sig frábærlega með liði Liverpool á síðustu árum. Getty/Marc Atkins Sadio Mane er kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims eftir frábæra frammistöðu sína með Liverpool. Það þýðir líka mikinn áhuga frá risunum í suðri. Liverpool maðurinn Sadio Mane er stanslaust orðaður við Real Madrid og nú síðast var skrifað um mögulegt 150 milljón punda tilboðs spænska félagsins. Fyrrum leikmaður Liverpool telur að Sadio Mane myndi gera mistök ef hann færi frá Liverpool á þessum tímapunkti. Fears Sadio Mane could repeat Philippe Coutinho's big mistake at Liverpool https://t.co/iHAzgRGjoi pic.twitter.com/ueLeJIuool— Mirror Football (@MirrorFootball) April 14, 2020 John Aldridge fór á kostum í mestaraliði Liverpool tímabilið 1987-88 og hefur verið áberandi í kringum félagið síðustu ár. Aldridge skoraði 26 deildarmörk fyrir Liverpool 1987-88 og 21 deildarmark tímabilið á eftir. Aldridge segir að Liverpool sé með betra lið en bæði Barcelona og Real Madrid og óttast það að Sadio Mane væri að gera sömu mistök og Coutinho, ef hann yfirgefur Anfield í sumar. Philippe Coutinho var síðasta stórstjarnan sem Liverpool seldi en áður hafði Liverpool einnig selt Luis Suarez til Barcelona. Suarez festi sig í sessi hjá Barcelona en lítið hefur gengið hjá Philippe Coutinho. „Það hafa ekki allir lent í vandræðum eftir að þeir yfirgáfu Liverpool. Sjáum bara Raheem Sterling hjá Manchester City,“ sagði John Aldridge við Liverpool Echo. Mane can avoid Coutinho repeat - but Lionel Messi remains problem: John Aldridge discusses https://t.co/wOwx2NF6j8— LFCNews (@LFCNews) April 13, 2020 „Philippe Coutinho er samt gott dæmi á síðustu árum um hvernig hlutirnir geta farið illa. Hann var á toppi ferils síns þegar hann fór fram á Liverpool til Barcelona en síðan hefur orðið lítið úr honum,“ sagði John Aldridge „Það sem skiptir kannski meira máli er að í dag er Liverpool með betra lið en Real Madrid og Barcelona,“ sagði Aldridge sem þekkir vel til á Spáni þar sem hann spilaði með Real Sociedad eftir tíma sinn hjá Liverpool. „Ég ber mikla virðingu fyrir Barcelona. Þegar ég spilaði á Spáni þá elskaði ég að fara þangað og hlutirnir gengu vel hjá mér þar. Enska úrvalsdeildin en hins vegar besta deildin í heimi í dag,“ sagði John Aldridge. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjá meira
Sadio Mane er kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims eftir frábæra frammistöðu sína með Liverpool. Það þýðir líka mikinn áhuga frá risunum í suðri. Liverpool maðurinn Sadio Mane er stanslaust orðaður við Real Madrid og nú síðast var skrifað um mögulegt 150 milljón punda tilboðs spænska félagsins. Fyrrum leikmaður Liverpool telur að Sadio Mane myndi gera mistök ef hann færi frá Liverpool á þessum tímapunkti. Fears Sadio Mane could repeat Philippe Coutinho's big mistake at Liverpool https://t.co/iHAzgRGjoi pic.twitter.com/ueLeJIuool— Mirror Football (@MirrorFootball) April 14, 2020 John Aldridge fór á kostum í mestaraliði Liverpool tímabilið 1987-88 og hefur verið áberandi í kringum félagið síðustu ár. Aldridge skoraði 26 deildarmörk fyrir Liverpool 1987-88 og 21 deildarmark tímabilið á eftir. Aldridge segir að Liverpool sé með betra lið en bæði Barcelona og Real Madrid og óttast það að Sadio Mane væri að gera sömu mistök og Coutinho, ef hann yfirgefur Anfield í sumar. Philippe Coutinho var síðasta stórstjarnan sem Liverpool seldi en áður hafði Liverpool einnig selt Luis Suarez til Barcelona. Suarez festi sig í sessi hjá Barcelona en lítið hefur gengið hjá Philippe Coutinho. „Það hafa ekki allir lent í vandræðum eftir að þeir yfirgáfu Liverpool. Sjáum bara Raheem Sterling hjá Manchester City,“ sagði John Aldridge við Liverpool Echo. Mane can avoid Coutinho repeat - but Lionel Messi remains problem: John Aldridge discusses https://t.co/wOwx2NF6j8— LFCNews (@LFCNews) April 13, 2020 „Philippe Coutinho er samt gott dæmi á síðustu árum um hvernig hlutirnir geta farið illa. Hann var á toppi ferils síns þegar hann fór fram á Liverpool til Barcelona en síðan hefur orðið lítið úr honum,“ sagði John Aldridge „Það sem skiptir kannski meira máli er að í dag er Liverpool með betra lið en Real Madrid og Barcelona,“ sagði Aldridge sem þekkir vel til á Spáni þar sem hann spilaði með Real Sociedad eftir tíma sinn hjá Liverpool. „Ég ber mikla virðingu fyrir Barcelona. Þegar ég spilaði á Spáni þá elskaði ég að fara þangað og hlutirnir gengu vel hjá mér þar. Enska úrvalsdeildin en hins vegar besta deildin í heimi í dag,“ sagði John Aldridge.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjá meira