Rifjuðu upp þegar gamli Eyjamarkvörðurinn fór í sóknina í leik í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2020 10:30 David James hætti að vera markvörður Manchester City og skiptir bæði um stöðu og treyju þegar Stuart Pearce sendir hann fram í sóknina í leik Manchester City og Middlesbrough. Getty/ Richard Heathcote David James átti langan og viðburðaríkan feril enda sá markvörður sem hefur spilað flesta leiki í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann átti líka eftir að spilað á Íslandi og í Indlandi áður en ferillinn var búinn. Það var langt frá því að vera fyrsta ævintýrið hjá markverðinum David James þegar hann mætti til Vestmannaeyja sumarið 2013 til að spila með ÍBV í íslensku Pepsi-deildinni. Á þessum degi fyrir fimmtán árum, eða 15. maí 2005, var James miðpunktur í furðulegri tilraun þegar knattspyrnustjórinn hans ákvað að senda markvörðinn sinn í sóknina. On this day in 2005, James went up front with City in desperate need of a goal The rest of the match was pure comedy and absolute carnage https://t.co/uCUToELdFM— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 15, 2020 Þegar tvær mínútur voru eftir af leik Manchester City og Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni þá var staðan 1-1. Stuart Pearce, þá knattspyrnustjóri Manchester City, sá ástæðu til að prófa eitthvað alveg nýtt. Hann kallaði á varamarkvörðinn sinn, Nicky Weaver, og skipti honum inn á völlinn. Hann tók samt ekki markvörðinn sinn útaf heldur miðjumanninn Claudio Reyna. David James kom reyndar út að hliðarlínunni og skipti um treyju, fór úr markmannstreyju númer eitt og í útileikmannatreyju númer eitt. Það fór ekki á milli mála að þetta var skipulagt. Fifteen years ago, #MCFC faced Middlesbrough needing a win to seal a place in the UEFA Cup. So they played a keeper as a striker. When David James (@jamosfoundation) played up front | @SamLee https://t.co/ZS8cMGwHJV— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 15, 2020 David James er 194 sentimetrar á hæð og átti þarna að skapa usla í vörn Middlesbrough liðins. Fljótlega kom þó í ljós af hverju hann spilaði í markinu en ekki út á velli því James greyið var hreinlega eins og fíll í postulínsbúð. Hann náði að sparka niður tvo í klaufalegri tæklingu og hitti ekki boltann í góðu skotfæri. Þetta voru langt frá því að vera hans bestu mínútur í boltanum. Manchester City fékk reyndar vítaspyrnu, kannski voru leikmenn Middlesbrough svo hissa og stuðaðir að sjá James mæta í sóknina að einn þeirra fékk boltann upp í hendina. Robbie Fowler lét hins vegar verja frá sér vítið og leikurinn endaði með jafntefli. #OnThisDay in 2005, Man City manager Stuart Pearce needed to find a winner in the final game of the season vs Middlesbrough so he put David James upfront... #MCFC pic.twitter.com/zeOFDtFJPI— The Sack Race (@thesackrace) May 15, 2020 David James lék á sínum tíma 572 leiki í ensku úrvalsdeildinni og 53 landsleiki fyrir England. Hann spilaði með ÍBV sumarið 2013 en þá var Hermann Hreiðarsson þjálfari Eyjaliðsins. James fékk á sig 20 mörk í 17 leikjum og hélt fjórum sinnum marki sínu hreinu. Eyjaliðið endaði í sjötta sætinu. Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira
David James átti langan og viðburðaríkan feril enda sá markvörður sem hefur spilað flesta leiki í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann átti líka eftir að spilað á Íslandi og í Indlandi áður en ferillinn var búinn. Það var langt frá því að vera fyrsta ævintýrið hjá markverðinum David James þegar hann mætti til Vestmannaeyja sumarið 2013 til að spila með ÍBV í íslensku Pepsi-deildinni. Á þessum degi fyrir fimmtán árum, eða 15. maí 2005, var James miðpunktur í furðulegri tilraun þegar knattspyrnustjórinn hans ákvað að senda markvörðinn sinn í sóknina. On this day in 2005, James went up front with City in desperate need of a goal The rest of the match was pure comedy and absolute carnage https://t.co/uCUToELdFM— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 15, 2020 Þegar tvær mínútur voru eftir af leik Manchester City og Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni þá var staðan 1-1. Stuart Pearce, þá knattspyrnustjóri Manchester City, sá ástæðu til að prófa eitthvað alveg nýtt. Hann kallaði á varamarkvörðinn sinn, Nicky Weaver, og skipti honum inn á völlinn. Hann tók samt ekki markvörðinn sinn útaf heldur miðjumanninn Claudio Reyna. David James kom reyndar út að hliðarlínunni og skipti um treyju, fór úr markmannstreyju númer eitt og í útileikmannatreyju númer eitt. Það fór ekki á milli mála að þetta var skipulagt. Fifteen years ago, #MCFC faced Middlesbrough needing a win to seal a place in the UEFA Cup. So they played a keeper as a striker. When David James (@jamosfoundation) played up front | @SamLee https://t.co/ZS8cMGwHJV— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 15, 2020 David James er 194 sentimetrar á hæð og átti þarna að skapa usla í vörn Middlesbrough liðins. Fljótlega kom þó í ljós af hverju hann spilaði í markinu en ekki út á velli því James greyið var hreinlega eins og fíll í postulínsbúð. Hann náði að sparka niður tvo í klaufalegri tæklingu og hitti ekki boltann í góðu skotfæri. Þetta voru langt frá því að vera hans bestu mínútur í boltanum. Manchester City fékk reyndar vítaspyrnu, kannski voru leikmenn Middlesbrough svo hissa og stuðaðir að sjá James mæta í sóknina að einn þeirra fékk boltann upp í hendina. Robbie Fowler lét hins vegar verja frá sér vítið og leikurinn endaði með jafntefli. #OnThisDay in 2005, Man City manager Stuart Pearce needed to find a winner in the final game of the season vs Middlesbrough so he put David James upfront... #MCFC pic.twitter.com/zeOFDtFJPI— The Sack Race (@thesackrace) May 15, 2020 David James lék á sínum tíma 572 leiki í ensku úrvalsdeildinni og 53 landsleiki fyrir England. Hann spilaði með ÍBV sumarið 2013 en þá var Hermann Hreiðarsson þjálfari Eyjaliðsins. James fékk á sig 20 mörk í 17 leikjum og hélt fjórum sinnum marki sínu hreinu. Eyjaliðið endaði í sjötta sætinu.
Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira