Bandaríski heimsmeistarinn æfir enn á fullu komin níu mánuði á leið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2020 12:30 Alex Morgan á fullu við æfingarnar í myndbandinu á Instagram síðu hennar. Mynd/Instagram Bandaríska knattspyrnukonan Alex Morgan hefur ekkert slakað á við æfingarnar nú þegar líður að fæðingu frumburðarins og bumbu æfingamyndbönd hennar hafa vakið talsverða athygli að undanförnu. Alex Morgan er í hópi bestu knattspyrnukvenna heims og var í lykilhlutverki þegar bandaríska landsliðið tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Frakklandi í fyrrasumar. Morgan er mjög öflugur framherji og hefur verið í fremstu röð síðan að hún vann sér sæti í bandaríska landsliðinu þegar hún var tvítug eða fyrir áratug. Morgan fékk silfurskóinn á HM 2019 sem næstmarkahæsti leikmaður mótsins á eftir liðfélaga sínum Megan Rapinoe en Alex Morgan var með 6 mörk og 3 stoðsendingar á heimsmeistaramótinu. Alex Morgan og maður hennar Servando Carrasco tilkynntu það í október síðastliðnum að þau ættu von á dóttur í apríl. The World Cup winner is due to have her baby any time now, but that hasn't stopped her from working out. https://t.co/vRR6UlbIvq— SPORTbible (@sportbible) April 13, 2020 Alex Morgan gaf það strax út að hún ætlaði sér að ná Ólympíuleikunum í Tókýó sem áttu að fara fram í sumar en hefur nú verið frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldarins. Alex Morgan hefur verið dugleg að gefa aðdáendum sínum innsýn í æfingar sínar og hún hefur ekkert slakað á þótt að bumban stækki með hverjum deginum. Nú þegar Ólympíuleikunum hefur verið frestað og engir fótboltaleikir eru á dagskránni bjuggust samt flestir við að Alex Morgan myndi róa æfingarnar og fara að undirbúa sig fyrir það að fæða barnið. Alex Morgan ætlar hins vegar að æfa alla níu mánuðina eins og sjá má á þessum myndum hér fyrir neðan. Being nine months pregnant and in quarantine isn't stopping Alex Morgan from working out ??(via @alexmorgan13) pic.twitter.com/Bsu36AThxI— Sports Illustrated (@SInow) April 13, 2020 Fyrir tveimur mánuðum þá var Alex Morgan enn út á knattspyrnuvellinum að gera æfingar með boltann en nú er æfir hún í sóttkví þar sem eiginmaðurinn hvetur hana áfram. Alex Morgan hefur skorað 107 mörk í 169 leikjum fyrir bandaríska landsliðið og hún hefur tvisvar orðið bandarískur meistari auk þess að vinna þrennuna með Lyon tímabilið 2016-17. Alex Morgan varð heimsmeistari með bandaríska landsliðinu 2015 og 2018 en hún varð líka Ólympíumeistari með liðinu í London 2012. HM 2019 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Bandaríska knattspyrnukonan Alex Morgan hefur ekkert slakað á við æfingarnar nú þegar líður að fæðingu frumburðarins og bumbu æfingamyndbönd hennar hafa vakið talsverða athygli að undanförnu. Alex Morgan er í hópi bestu knattspyrnukvenna heims og var í lykilhlutverki þegar bandaríska landsliðið tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Frakklandi í fyrrasumar. Morgan er mjög öflugur framherji og hefur verið í fremstu röð síðan að hún vann sér sæti í bandaríska landsliðinu þegar hún var tvítug eða fyrir áratug. Morgan fékk silfurskóinn á HM 2019 sem næstmarkahæsti leikmaður mótsins á eftir liðfélaga sínum Megan Rapinoe en Alex Morgan var með 6 mörk og 3 stoðsendingar á heimsmeistaramótinu. Alex Morgan og maður hennar Servando Carrasco tilkynntu það í október síðastliðnum að þau ættu von á dóttur í apríl. The World Cup winner is due to have her baby any time now, but that hasn't stopped her from working out. https://t.co/vRR6UlbIvq— SPORTbible (@sportbible) April 13, 2020 Alex Morgan gaf það strax út að hún ætlaði sér að ná Ólympíuleikunum í Tókýó sem áttu að fara fram í sumar en hefur nú verið frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldarins. Alex Morgan hefur verið dugleg að gefa aðdáendum sínum innsýn í æfingar sínar og hún hefur ekkert slakað á þótt að bumban stækki með hverjum deginum. Nú þegar Ólympíuleikunum hefur verið frestað og engir fótboltaleikir eru á dagskránni bjuggust samt flestir við að Alex Morgan myndi róa æfingarnar og fara að undirbúa sig fyrir það að fæða barnið. Alex Morgan ætlar hins vegar að æfa alla níu mánuðina eins og sjá má á þessum myndum hér fyrir neðan. Being nine months pregnant and in quarantine isn't stopping Alex Morgan from working out ??(via @alexmorgan13) pic.twitter.com/Bsu36AThxI— Sports Illustrated (@SInow) April 13, 2020 Fyrir tveimur mánuðum þá var Alex Morgan enn út á knattspyrnuvellinum að gera æfingar með boltann en nú er æfir hún í sóttkví þar sem eiginmaðurinn hvetur hana áfram. Alex Morgan hefur skorað 107 mörk í 169 leikjum fyrir bandaríska landsliðið og hún hefur tvisvar orðið bandarískur meistari auk þess að vinna þrennuna með Lyon tímabilið 2016-17. Alex Morgan varð heimsmeistari með bandaríska landsliðinu 2015 og 2018 en hún varð líka Ólympíumeistari með liðinu í London 2012.
HM 2019 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira