28 dagar í Pepsi Max: Óskar getur bætt leikjamet Birkis í 13. umferð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. maí 2020 12:00 Óskar Örn getur bætt leikjametið í efstu deild þegar KR tekur á móti Val í 13. umferð Pepsi Max-deildar karla. vísir/bára Óskar Örn Hauksson, fyrirliða Íslandsmeistara KR, vantar aðeins tólf leiki til að verða leikjahæstur í sögu efstu deildar á Íslandi. Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 30 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Í dag ætlum við að skoða stóran áfanga sem Óskar Örn Hauksson getur náð í sumar. Óskar er næstleikjahæstur í sögu efstu deildar með 309 leiki. Metið á Birkir Kristinsson en hann lék 321 leik fyrir ÍBV, Fram, KA og ÍA á sínum tíma. Óskar getur jafnað leikjamet Birkis þegar KR tekur á móti FH í 12. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Leikurinn á að fara fram 16. ágúst. Hann getur svo slegið met Birkis og orðið leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar karla þegar KR fær Val í heimsókn í 13. umferð þremur dögum eftir leikinn gegn FH. Auk þess að vera næstleikjahæstur í sögu efstu deildar er Óskar sá fjórtándi markahæstur með 75 mörk. Óskar er leikja- og markahæsti leikmaður KR í efstu deild en hann sló bæði þau met síðasta sumar. KR varð þá Íslandsmeistari og Óskar valinn besti leikmaður deildarinnar, 35 ára gamall. Óskar hefur leikið 257 leiki fyrir KR í efstu deild og skorað 63 mörk. Áður en hann kom í KR hafði hann leikið 52 leiki fyrir Grindavík í efstu deild og skorað tólf mörk. Aðeins þrír leikmenn hafa leikið 300 leiki eða meira í efstu deild á Íslandi; Birkir, Óskar og Gunnleifur Gunnleifsson. Sá síðastnefndi hefur leikið 304 leiki í efstu deild. Hann gæti bætt leikjametið í sumar en það verður að teljast ólíklegt þar sem hann orðinn varamarkvörður Breiðabliks. Leikjahæstir í efstu deild karla á Íslandi Flestir leikir Birkir Kristinsson - 321 Óskar Örn Hauksson - 309 Gunnleifur Gunnleifsson - 304 Gunnar Oddsson - 294 Atli Guðnason - 274 Kristján Finnbogason - 268 Sigurður Björgvinsson - 267 Atli Viðar Björnsson - 264 Guðmundur Steinarsson - 255 Heimir Guðjónsson - 254 Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Óskar Örn Hauksson, fyrirliða Íslandsmeistara KR, vantar aðeins tólf leiki til að verða leikjahæstur í sögu efstu deildar á Íslandi. Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 30 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Í dag ætlum við að skoða stóran áfanga sem Óskar Örn Hauksson getur náð í sumar. Óskar er næstleikjahæstur í sögu efstu deildar með 309 leiki. Metið á Birkir Kristinsson en hann lék 321 leik fyrir ÍBV, Fram, KA og ÍA á sínum tíma. Óskar getur jafnað leikjamet Birkis þegar KR tekur á móti FH í 12. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Leikurinn á að fara fram 16. ágúst. Hann getur svo slegið met Birkis og orðið leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar karla þegar KR fær Val í heimsókn í 13. umferð þremur dögum eftir leikinn gegn FH. Auk þess að vera næstleikjahæstur í sögu efstu deildar er Óskar sá fjórtándi markahæstur með 75 mörk. Óskar er leikja- og markahæsti leikmaður KR í efstu deild en hann sló bæði þau met síðasta sumar. KR varð þá Íslandsmeistari og Óskar valinn besti leikmaður deildarinnar, 35 ára gamall. Óskar hefur leikið 257 leiki fyrir KR í efstu deild og skorað 63 mörk. Áður en hann kom í KR hafði hann leikið 52 leiki fyrir Grindavík í efstu deild og skorað tólf mörk. Aðeins þrír leikmenn hafa leikið 300 leiki eða meira í efstu deild á Íslandi; Birkir, Óskar og Gunnleifur Gunnleifsson. Sá síðastnefndi hefur leikið 304 leiki í efstu deild. Hann gæti bætt leikjametið í sumar en það verður að teljast ólíklegt þar sem hann orðinn varamarkvörður Breiðabliks. Leikjahæstir í efstu deild karla á Íslandi Flestir leikir Birkir Kristinsson - 321 Óskar Örn Hauksson - 309 Gunnleifur Gunnleifsson - 304 Gunnar Oddsson - 294 Atli Guðnason - 274 Kristján Finnbogason - 268 Sigurður Björgvinsson - 267 Atli Viðar Björnsson - 264 Guðmundur Steinarsson - 255 Heimir Guðjónsson - 254
Flestir leikir Birkir Kristinsson - 321 Óskar Örn Hauksson - 309 Gunnleifur Gunnleifsson - 304 Gunnar Oddsson - 294 Atli Guðnason - 274 Kristján Finnbogason - 268 Sigurður Björgvinsson - 267 Atli Viðar Björnsson - 264 Guðmundur Steinarsson - 255 Heimir Guðjónsson - 254
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira