Það hefur verið mikill hiti í og kringum topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, eftir að félagið ákvað á laugardaginn að nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda og fá hjálp við að borga laun starfsmanna félagsins.
Margir höfðu gagnrýnt þessa ákvörðun; bæði fyrrum leikmenn liðsins sem og stuðningsmenn félagsins. Það var svo síðdegis í dag að félagið gaf frá sér yfirlýsingu þar sem Peter Moore, framkvæmdarstjóri félagsins, greindi frá því að þeir væru hættir við að nýta sér úrræðið.
#LFC chief executive officer Peter Moore has issued the following letter to supporters. https://t.co/QB30hZJX9T
— Liverpool FC (at ) (@LFC) April 6, 2020
„Við trúum því að við höfum tekið ranga ákvörðun í síðustu viku og biðjumst afsökunar á því,“ sagði meðal annars í bréfinu frá Moore. Liverpool skilaði hagnaði upp á 40 milljónir punda á síðasta ári.
„Þrátt fyrir það erum við í stöðu þar sem heilsan er í fyrsta sæti og við fáum ekki tekjur í einhvern tíma. Og eins og í öllum hlutum samfélagsins er mikil óvissa hvað muni gerast núna og í framtíðinni,“ en alla yfirlýsingu Moore má lesa á heimasíðu félagsins.
Liverpool have apologised and reversed their decision to place some non-playing staff on furlough.
— BBC Sport (@BBCSport) April 6, 2020
More to follow: https://t.co/BFxCM3nZg5 pic.twitter.com/otykL8ZJYL
Newcastle, Tottenham, Bournemouth og Norwich eru þau lið í ensku úrvalsdeildinni sem ákváðu að nýta sér úrræðið. Þau hafa ekki fallið frá sinni ákvörðun.