Hvað verður eftir á Íslandi? Freyr Frostason skrifar 6. apríl 2020 15:46 Í síðustu viku birtist viðtal við framkvæmdastjóra Laxa fiskeldis, Jens Garðar Helgason, þar sem hann bar saman möguleg aukin útflutningsverðmæti af meiri framleiðslu á eldislaxi í sjókvíum við útflutningsverðmætin sem verða til á heilli loðnuvertíð. Því miður vantaði í viðtalið að spyrja framkvæmdastjórann úti það sem máli skiptir í svona samanburði: hvaða verðmæti verða eftir í landinu í hvorri grein fyrir sig? Einsog allir vita sem komið hafa nálægt rekstri þá snýst hann um debit og kredit. Ekki er nóg að sýna mikla veltu. Ef kostar meira að búa til vöruna en fæst fyrir hana þá er reksturinn í vondum málum. Taprekstur í meira en 30 ár Samkvæmt nýjasta birta ársreikningi Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði hagnaðist félagið um 700 milljón krónur árið 2018. Samtals hefur hagnaður félagsins frá 2013 til 2018 verið 5,6 milljarðar. Af þessum góða rekstri hefur Loðnuvinnslan greitt lögbundinn tekjuskatt til samneyslu landsmanna. Rétt er að taka fram að starfsemi fyrirtækisins er mun víðfemari en svo að hún snúist bara um loðnuveiðar. En hvernig skildi staðan vera í sjókvíaeldinu, sem Jens Garðar var að tala um? Þar hafa fyrirtæki sem stunda þann iðnað aldrei greitt tekjuskatt á Íslandi. Við skulum athuga að sjókvíaeldi hefur verið við Ísland í meira en þrjátíu ár. Þessi iðnaður hefur hrunið hér tvisvar og það með margra milljarða króna tjóni fyrir sjóði og bankastofnanir sem þá voru í eigu almennings. Elsta starfandi sjókvíaeldisfyrirtæki landsins var stofnað 2009 og hefur hlaðið upp svo miklu tapi að vandséð er að það greiði hér tekjuskatt á næstu árum. Skólp frá 240.000 manns í Fáskrúðsfirði Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefur mótmælti með kröftugum hætti áætlunum um að auka sjókvíaeldi í firðinum, meðal annars á þeim forsendum að hreinn sjór sé undirstaða starfseminnar. Benti fyrirtækið á að samkvæmt heimildum frá Landssambandi fiskeldisstöðva verði til við framleiðslu á einu tonni af laxi úrgangur sem samsvarar klóakrennsli frá átta manns. Þannig myndi mengun frá 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði jafngilda því að skólpi frá 120.000 manna byggð yrði veitt óhreinsuðu í fjörðinn. Þessa tölu má því miður margfalda með tveimur því samkvæmt Umhverfisstofnun Noregs er ígildi tonns af eldislaxi í sjókvíum í raun á við skólp frá sextán manns, en ekki átta eins og Landssamband fiskeldisstöðva reyndi að halda fram. Mengunin í Fáskrúðsfirði yrði því á við 240.000 manns Rangfærslur sjókvíaeldisins um íslenskar sjávarafurðir Nú hefði maður haldið að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) myndu vilja bakka upp þau verðmætaskapandi fyrirtæki innan sinna raða sem sjókvíaeldismaðurinn Jens Garðar kýs að bera sinn iðnað saman við, en nú vill svo til að frá SFS heyrist ekki hósti né stuna. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem sjókvíaeldisiðnaðurinn vegur að íslenskum sjávarútvegi án þess að fyrir það hafi verið svarað. Í fyrra lét Landssamband fiskeldisstöðva (LF) mikið með útreikninga á kolefnisfótspori sjókvíaeldisins, sem það hafði keypt af íslensku fyrirtæki. Var því haldið fram að kolefnisfótspor framleiðslunnar væri álíka og af veiðum á villtum fiski. Samkvæmt virtu norsku rannsóknarfyrirtæki (SINTEF), sem hefur unnið sömu útreikninga um árabil, er kolefnisfótspor sjókvíaeldislaxins hins vegar fimm sinnum hærra en af veiðum á þorski og rúmlega tvöfalt hærra en kom fram í tölum LF. Dapurlegt var að fylgjast með SFS og íslenskum sjávarútvegi sitja þegjandi undir þessum rangfærslum í stað þess að standa með sínum aðferðum og afurðum. SFS hefur markað sér metnaðarfulla umhverfisstefnu þar sem þungamiðjan er sjálfbær nýting fiskistofna og samdráttur í notkun olíu, einmitt til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Mögulega er ekki heppilegt að hjá SFS er einmitt Jens Garðar formaður stjórnar og vinnuveitendur hans eru norskir eigendur Laxa fiskeldis ehf. sem eru í samkeppni við íslenskan sjávarútveg á alþjóðlegum mörkuðum. Höfundur er arkitekt og formaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins - The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birtist viðtal við framkvæmdastjóra Laxa fiskeldis, Jens Garðar Helgason, þar sem hann bar saman möguleg aukin útflutningsverðmæti af meiri framleiðslu á eldislaxi í sjókvíum við útflutningsverðmætin sem verða til á heilli loðnuvertíð. Því miður vantaði í viðtalið að spyrja framkvæmdastjórann úti það sem máli skiptir í svona samanburði: hvaða verðmæti verða eftir í landinu í hvorri grein fyrir sig? Einsog allir vita sem komið hafa nálægt rekstri þá snýst hann um debit og kredit. Ekki er nóg að sýna mikla veltu. Ef kostar meira að búa til vöruna en fæst fyrir hana þá er reksturinn í vondum málum. Taprekstur í meira en 30 ár Samkvæmt nýjasta birta ársreikningi Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði hagnaðist félagið um 700 milljón krónur árið 2018. Samtals hefur hagnaður félagsins frá 2013 til 2018 verið 5,6 milljarðar. Af þessum góða rekstri hefur Loðnuvinnslan greitt lögbundinn tekjuskatt til samneyslu landsmanna. Rétt er að taka fram að starfsemi fyrirtækisins er mun víðfemari en svo að hún snúist bara um loðnuveiðar. En hvernig skildi staðan vera í sjókvíaeldinu, sem Jens Garðar var að tala um? Þar hafa fyrirtæki sem stunda þann iðnað aldrei greitt tekjuskatt á Íslandi. Við skulum athuga að sjókvíaeldi hefur verið við Ísland í meira en þrjátíu ár. Þessi iðnaður hefur hrunið hér tvisvar og það með margra milljarða króna tjóni fyrir sjóði og bankastofnanir sem þá voru í eigu almennings. Elsta starfandi sjókvíaeldisfyrirtæki landsins var stofnað 2009 og hefur hlaðið upp svo miklu tapi að vandséð er að það greiði hér tekjuskatt á næstu árum. Skólp frá 240.000 manns í Fáskrúðsfirði Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefur mótmælti með kröftugum hætti áætlunum um að auka sjókvíaeldi í firðinum, meðal annars á þeim forsendum að hreinn sjór sé undirstaða starfseminnar. Benti fyrirtækið á að samkvæmt heimildum frá Landssambandi fiskeldisstöðva verði til við framleiðslu á einu tonni af laxi úrgangur sem samsvarar klóakrennsli frá átta manns. Þannig myndi mengun frá 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði jafngilda því að skólpi frá 120.000 manna byggð yrði veitt óhreinsuðu í fjörðinn. Þessa tölu má því miður margfalda með tveimur því samkvæmt Umhverfisstofnun Noregs er ígildi tonns af eldislaxi í sjókvíum í raun á við skólp frá sextán manns, en ekki átta eins og Landssamband fiskeldisstöðva reyndi að halda fram. Mengunin í Fáskrúðsfirði yrði því á við 240.000 manns Rangfærslur sjókvíaeldisins um íslenskar sjávarafurðir Nú hefði maður haldið að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) myndu vilja bakka upp þau verðmætaskapandi fyrirtæki innan sinna raða sem sjókvíaeldismaðurinn Jens Garðar kýs að bera sinn iðnað saman við, en nú vill svo til að frá SFS heyrist ekki hósti né stuna. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem sjókvíaeldisiðnaðurinn vegur að íslenskum sjávarútvegi án þess að fyrir það hafi verið svarað. Í fyrra lét Landssamband fiskeldisstöðva (LF) mikið með útreikninga á kolefnisfótspori sjókvíaeldisins, sem það hafði keypt af íslensku fyrirtæki. Var því haldið fram að kolefnisfótspor framleiðslunnar væri álíka og af veiðum á villtum fiski. Samkvæmt virtu norsku rannsóknarfyrirtæki (SINTEF), sem hefur unnið sömu útreikninga um árabil, er kolefnisfótspor sjókvíaeldislaxins hins vegar fimm sinnum hærra en af veiðum á þorski og rúmlega tvöfalt hærra en kom fram í tölum LF. Dapurlegt var að fylgjast með SFS og íslenskum sjávarútvegi sitja þegjandi undir þessum rangfærslum í stað þess að standa með sínum aðferðum og afurðum. SFS hefur markað sér metnaðarfulla umhverfisstefnu þar sem þungamiðjan er sjálfbær nýting fiskistofna og samdráttur í notkun olíu, einmitt til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Mögulega er ekki heppilegt að hjá SFS er einmitt Jens Garðar formaður stjórnar og vinnuveitendur hans eru norskir eigendur Laxa fiskeldis ehf. sem eru í samkeppni við íslenskan sjávarútveg á alþjóðlegum mörkuðum. Höfundur er arkitekt og formaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins - The Icelandic Wildlife Fund.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar