Sara um nýja samninginn sinn við VW: Mér finnst þetta ekki vera ég Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2020 09:00 Sara Sigmundsdóttir, afrekskona í CrossFit. Vísir/Egill Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir skrifaði fyrir helgi undir risa samning við þýska bílaframleiðandann Volkswagen og er andlit fyrirtækisins á heimsvísu. Hún segir þetta vera stórt skref á sínum atvinnumannaferli. Sara hitti Svövu Kristínu Grétarsdóttur fyrir íþróttafréttirnar á Stöð 2 og ræddi við hana um þessi stóru tímamót á sínum ferli en þetta er sögulegur samningur við CrossFit heiminn. „Ég er fyrsta manneskjan í CrossFit til að fá svona risafyrirtæki til að styrkja mig og vera sendiherra fyrir Volkswagen. Þetta er svakalegt,“ sagði Sara Sigmundsdóttir um nýja samninginn sinn. „Mér finnst þetta ekki vera ég og er ennþá bara í skýjunum yfir þessu. Ég er sú fyrsta til að fá bílastyrktaraðila í CrossFit heiminum,“ sagði Sara. Söru hefur gengið mjög vel í síðustu mótum en er hún að nálgast toppinn á sínum ferli. „Ég myndi segja að ég eigi fjögur til fimm góð ár eftir. Það er allt að smella hjá mér núna einhvern veginn. Þetta tekur alltaf nokkur ár,“ sagði Sara. „Ég var ekki í íþróttum þegar ég var yngri og hafði aldrei unnið eitthvað með þjálfara og svona. Það tók mig smá tíma til að átta mig á því hvað hentar mér best,“ sagði Sara. „Hausinn er líka búinn að vera á sínum stað og þetta er bara gaman aftur. Ég horfði yfir ferilinn minn eftir heimsleikana á síðasta ári og reyndi að finna út hvað það væri sem gæfi mér bensínið til að vilja gera þetta í stað þess að þvinga mig til að gera þetta,“ sagði Sara. „Mér finnst ógeðslega gaman að vinna, ekki að vinna móti heldur bara að vinna hart að einhverju. Ég var að vinna með þjálfara sem var ekki að henta mér nægilega vel. Um leið og sú breyting kom þá allt í einu small eitthvað hjá mér,“ sagði Sara. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir skrifaði fyrir helgi undir risa samning við þýska bílaframleiðandann Volkswagen og er andlit fyrirtækisins á heimsvísu. Hún segir þetta vera stórt skref á sínum atvinnumannaferli. Sara hitti Svövu Kristínu Grétarsdóttur fyrir íþróttafréttirnar á Stöð 2 og ræddi við hana um þessi stóru tímamót á sínum ferli en þetta er sögulegur samningur við CrossFit heiminn. „Ég er fyrsta manneskjan í CrossFit til að fá svona risafyrirtæki til að styrkja mig og vera sendiherra fyrir Volkswagen. Þetta er svakalegt,“ sagði Sara Sigmundsdóttir um nýja samninginn sinn. „Mér finnst þetta ekki vera ég og er ennþá bara í skýjunum yfir þessu. Ég er sú fyrsta til að fá bílastyrktaraðila í CrossFit heiminum,“ sagði Sara. Söru hefur gengið mjög vel í síðustu mótum en er hún að nálgast toppinn á sínum ferli. „Ég myndi segja að ég eigi fjögur til fimm góð ár eftir. Það er allt að smella hjá mér núna einhvern veginn. Þetta tekur alltaf nokkur ár,“ sagði Sara. „Ég var ekki í íþróttum þegar ég var yngri og hafði aldrei unnið eitthvað með þjálfara og svona. Það tók mig smá tíma til að átta mig á því hvað hentar mér best,“ sagði Sara. „Hausinn er líka búinn að vera á sínum stað og þetta er bara gaman aftur. Ég horfði yfir ferilinn minn eftir heimsleikana á síðasta ári og reyndi að finna út hvað það væri sem gæfi mér bensínið til að vilja gera þetta í stað þess að þvinga mig til að gera þetta,“ sagði Sara. „Mér finnst ógeðslega gaman að vinna, ekki að vinna móti heldur bara að vinna hart að einhverju. Ég var að vinna með þjálfara sem var ekki að henta mér nægilega vel. Um leið og sú breyting kom þá allt í einu small eitthvað hjá mér,“ sagði Sara. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ Sjá meira