„Líkaminn fer hálfpartinn í verkfall þegar adrenalínið er ekki upp á sitt besta” Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2020 21:00 Víkingar unnu Mjólkurbikarinn síðasta sumar og verða tilbúnir þegar Íslandsmótið hefst, sama hvenær það verður. Skjáskot/Sportpakkinn Víkingar léku fantagóðan fótbolta sumarið 2019 og toppuðu sumarið með því að landa Mjólkurbikarnum, þeirra fyrsti bikartitill í nær hálfa öld. Hefur þeim verið spáð góðu gengi í Pepsi Max deild karla í sumar og er búist við miklu af liðinu. Guðjón Guðmundsson, Gaupi, ræddi við Arnar Gunnlaugsson, þjálfar Víkinga, í Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Innslagið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Það er leitt að geta ekki haldið þeirri þróun áfram en menn eru fókuseraðir í sínum æfingum. Eins asnalega og það hljómar þá viljum við vera tilbúnir þegar deildin hefst á ný,“ sagði Arnar við Gaupa er þeir ræddu saman í Fossvoginum í dag. Arnar gerir sér þó grein fyrir því að íþróttamenn eru ekki í brennidepli að svo stöddu. „Íþróttamenn eru í baksýnisspeglinum núna en þegar deildin byrjar aftur þurfum við að gjöra svo vel að vera tilbúnir því við viljum skemmta landsmönnum.“ „Við höfum fengið strákana hingað þrisvar í viku til að hlaupa á góðu undirlagi og þeir fylgja ákveðnum reglum. Menn koma beint á æfingu og taka sínar þrjátíu mínútur, tveir og tveir í einu. Svo fara þeir strax heim og næsti hópur kemur. Þetta er því smá áskorun fyrir menn andlega en það er óþarfi að vorkenna íþróttamönnum miðað við það sem er að gerast í þjóðfélaginu.“ „Hvað mig varðar þá dauðsakna ég þess að vera ekki úti á vellinum. Líkaminn fer hálfpartinn í verkfall þegar adrenalínið er ekki alveg upp á sitt besta. Ég útskýrði þetta fyrir vini mínum í gær eins og að vera í löngu og leiðinlegu fríi þar sem þú hefur ekkert að gera.“ „Veturinn er búinn að vera fínn. Ég tel okkur vera með nægilega gott lið til að veita þessum liðum (KR, Val, Breiðablik og FH) skráveifu. Við verðum vel stemmdir og það er fín stemmning í klúbbnum hjá leikmönnum, stuðningsmönnum og stjórnarmönnum,“ sagði Arnar kokhraustur að lokum. Klippa: Arnar Gunnlaugs Fótbolti Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportpakkinn Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Tekur lang mest á andlegu hliðina“ Þetta er undarlegir tímar til að æfa hópíþróttir. Gaupi ræddi við Kára Jónsson og Vilhjálm Steinarsson um það hvernig þeir eru að tækla þessar skrítnu aðstæður sem íþróttafólk glímir við þessa dagana. 5. apríl 2020 19:30 Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Víkingar léku fantagóðan fótbolta sumarið 2019 og toppuðu sumarið með því að landa Mjólkurbikarnum, þeirra fyrsti bikartitill í nær hálfa öld. Hefur þeim verið spáð góðu gengi í Pepsi Max deild karla í sumar og er búist við miklu af liðinu. Guðjón Guðmundsson, Gaupi, ræddi við Arnar Gunnlaugsson, þjálfar Víkinga, í Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Innslagið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Það er leitt að geta ekki haldið þeirri þróun áfram en menn eru fókuseraðir í sínum æfingum. Eins asnalega og það hljómar þá viljum við vera tilbúnir þegar deildin hefst á ný,“ sagði Arnar við Gaupa er þeir ræddu saman í Fossvoginum í dag. Arnar gerir sér þó grein fyrir því að íþróttamenn eru ekki í brennidepli að svo stöddu. „Íþróttamenn eru í baksýnisspeglinum núna en þegar deildin byrjar aftur þurfum við að gjöra svo vel að vera tilbúnir því við viljum skemmta landsmönnum.“ „Við höfum fengið strákana hingað þrisvar í viku til að hlaupa á góðu undirlagi og þeir fylgja ákveðnum reglum. Menn koma beint á æfingu og taka sínar þrjátíu mínútur, tveir og tveir í einu. Svo fara þeir strax heim og næsti hópur kemur. Þetta er því smá áskorun fyrir menn andlega en það er óþarfi að vorkenna íþróttamönnum miðað við það sem er að gerast í þjóðfélaginu.“ „Hvað mig varðar þá dauðsakna ég þess að vera ekki úti á vellinum. Líkaminn fer hálfpartinn í verkfall þegar adrenalínið er ekki alveg upp á sitt besta. Ég útskýrði þetta fyrir vini mínum í gær eins og að vera í löngu og leiðinlegu fríi þar sem þú hefur ekkert að gera.“ „Veturinn er búinn að vera fínn. Ég tel okkur vera með nægilega gott lið til að veita þessum liðum (KR, Val, Breiðablik og FH) skráveifu. Við verðum vel stemmdir og það er fín stemmning í klúbbnum hjá leikmönnum, stuðningsmönnum og stjórnarmönnum,“ sagði Arnar kokhraustur að lokum. Klippa: Arnar Gunnlaugs
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportpakkinn Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Tekur lang mest á andlegu hliðina“ Þetta er undarlegir tímar til að æfa hópíþróttir. Gaupi ræddi við Kára Jónsson og Vilhjálm Steinarsson um það hvernig þeir eru að tækla þessar skrítnu aðstæður sem íþróttafólk glímir við þessa dagana. 5. apríl 2020 19:30 Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
„Tekur lang mest á andlegu hliðina“ Þetta er undarlegir tímar til að æfa hópíþróttir. Gaupi ræddi við Kára Jónsson og Vilhjálm Steinarsson um það hvernig þeir eru að tækla þessar skrítnu aðstæður sem íþróttafólk glímir við þessa dagana. 5. apríl 2020 19:30
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti