Nemendum rétt hjálparhönd í Covid-fári Jakob Bjarnar skrifar 4. apríl 2020 09:35 Guðrún Eydís Arnarsdóttir við tökur á námsefni sem nú býðst grunnskólanemum sér að kostnaðarlausu. Þekkingar- og miðlunarfyrirtækið Studyhax hefur í samstarfi við Menntamálastofnun gefið frían aðgang að námskeiðum sínum fyrir grunnskólanemendur út aprílmánuð. Úrræðið nýtist um 9.000 nemendum alls staðar á landinu og hafa nú þegar á fjórða hundrað nemenda skráð sig til leiks. Að sögn Davíðs Inga Magnússonar, framleiðanda Studyhax, vill fyrirtækið styðja við skólastarfið í landinu á meðan það er skert vegna samkomubannsins. „Þetta er okkar leið til þess að þakka öllum í skólastarfinu fyrir að standa vaktina fyrir unga fólkið okkar og foreldra þeirra. Með því móti vonumst við til þess að nemendur nýti tímann til jákvæðra athafna og um leið læri eitthvað í leiðinni.“ Leiðbeinendur afbragðs námsmenn sjálfir Myndböndin eru framleidd fyrir nemendur í elstu bekkjum grunnskóla en geta einnig nýst þeim sem vilja rifja upp grunnfærni í stærðfræði. Auk þess sem framleiðsla í námskeiðum á öllum skólastigum er í fullum gangi. Framleiðsla myndbandanna er ný af nálinni og að mörgu leyti frábrugðinn þeirri fjarkennslu sem boðið er upp á í dag. Davíð Ingi hjá Studyhax. Fyrirtækið hefur nú opnað aðgang að fjarkennsluefni sínu nemendum vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú eru uppi. „Það eru nokkur atriði sem aðgreina okkur frá öðrum kennsluháttum,“ segir Davíð Ingi og setur sig í stellingar: „Í fyrsta lagi að þá eru leiðbeinendur okkar nálægt nemendum í aldri, það eru því meiri líkur á því að tenging skapist í gegnum jafningjafræðslu. Þau tala sama tungumálið. Í öðru lagi að þá eru leiðbeinendur okkar framúrskarandi nemendur með meðaleinkunn upp á 9,57 og eru því sérfræðingar á sínu sviði. Í þriðja lagi að þá eru gæðin í kringum framleiðsluna okkar á háu stigi varðandi allan búnað og þekkingu á kvikmyndaframleiðslu.“ Námsefni í kvikmyndagæðum Davíð segir að þau hjá Studyhax taki myndefni sitt upp í 6K gæðum á myndavél sem Netflix samþykkir að kvikmyndir séu teknar upp á. „Með þessari blöndu verða til skemmtileg myndbönd í hæsta gæðaflokki, sem nemendur hafa áhuga á að horfa á og læra í gegnum. Með meiri gæðum í lýsingu, hljóði og mynd er líklegra að nemendur haldi einbeitingunni. Ég er allavega fljótur að skipta um bíómynd eða Youtube myndbönd ef gæðin eru eitthvað slök. Því ættu nemendur að vera eitthvað öðruvísi þegar kemur að því að meðtaka námsefni í gegnum myndbönd? Tími nemenda er verðmætur og okkar markmið er að honum sé vel varið í myndbönd Studyhax.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Þekkingar- og miðlunarfyrirtækið Studyhax hefur í samstarfi við Menntamálastofnun gefið frían aðgang að námskeiðum sínum fyrir grunnskólanemendur út aprílmánuð. Úrræðið nýtist um 9.000 nemendum alls staðar á landinu og hafa nú þegar á fjórða hundrað nemenda skráð sig til leiks. Að sögn Davíðs Inga Magnússonar, framleiðanda Studyhax, vill fyrirtækið styðja við skólastarfið í landinu á meðan það er skert vegna samkomubannsins. „Þetta er okkar leið til þess að þakka öllum í skólastarfinu fyrir að standa vaktina fyrir unga fólkið okkar og foreldra þeirra. Með því móti vonumst við til þess að nemendur nýti tímann til jákvæðra athafna og um leið læri eitthvað í leiðinni.“ Leiðbeinendur afbragðs námsmenn sjálfir Myndböndin eru framleidd fyrir nemendur í elstu bekkjum grunnskóla en geta einnig nýst þeim sem vilja rifja upp grunnfærni í stærðfræði. Auk þess sem framleiðsla í námskeiðum á öllum skólastigum er í fullum gangi. Framleiðsla myndbandanna er ný af nálinni og að mörgu leyti frábrugðinn þeirri fjarkennslu sem boðið er upp á í dag. Davíð Ingi hjá Studyhax. Fyrirtækið hefur nú opnað aðgang að fjarkennsluefni sínu nemendum vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú eru uppi. „Það eru nokkur atriði sem aðgreina okkur frá öðrum kennsluháttum,“ segir Davíð Ingi og setur sig í stellingar: „Í fyrsta lagi að þá eru leiðbeinendur okkar nálægt nemendum í aldri, það eru því meiri líkur á því að tenging skapist í gegnum jafningjafræðslu. Þau tala sama tungumálið. Í öðru lagi að þá eru leiðbeinendur okkar framúrskarandi nemendur með meðaleinkunn upp á 9,57 og eru því sérfræðingar á sínu sviði. Í þriðja lagi að þá eru gæðin í kringum framleiðsluna okkar á háu stigi varðandi allan búnað og þekkingu á kvikmyndaframleiðslu.“ Námsefni í kvikmyndagæðum Davíð segir að þau hjá Studyhax taki myndefni sitt upp í 6K gæðum á myndavél sem Netflix samþykkir að kvikmyndir séu teknar upp á. „Með þessari blöndu verða til skemmtileg myndbönd í hæsta gæðaflokki, sem nemendur hafa áhuga á að horfa á og læra í gegnum. Með meiri gæðum í lýsingu, hljóði og mynd er líklegra að nemendur haldi einbeitingunni. Ég er allavega fljótur að skipta um bíómynd eða Youtube myndbönd ef gæðin eru eitthvað slök. Því ættu nemendur að vera eitthvað öðruvísi þegar kemur að því að meðtaka námsefni í gegnum myndbönd? Tími nemenda er verðmætur og okkar markmið er að honum sé vel varið í myndbönd Studyhax.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira