Svona gæti golftímabilið litið út eftir allar breytingarnar vegna COVID-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2020 17:00 Tiger Woods gæti mögulega þurft að verja Masters-titilinn sinn á Augusta National golfvellinum í nóvember. Getty/Andrew Redington Golftímabilið verður gjörbreytt eftir allar frestanirnar vegna kórónuveirunnar og nú berast fréttir af því að golfheimurinn sé mögulega búinn að raða tímabilinu upp á nýtt. Masters-mótinu var frestað á dögunum en það átti að vera fyrsta risamót ársins nú í aprílmánuði. PGA-meistaramótinu í maí hefur einnig verið frestað. Það er ekki búið að fresta opna breska meistaramótinu en þykir líklegt að því seinki einnig en það á að fara fram í júlí. Á undan á að fara fram opna bandaríska meistaramótið í júní og því hefur ekki verið frestað ennþá. New Tour schedule aims to play Masters in November, keep Ryder Cup in 2020 https://t.co/g7rwtnLBTp pic.twitter.com/T3sR1gI746— Golfweek (@golfweek) April 3, 2020 Staða mála í Bandaríkjunum og Evrópu eru samt þannig og útbreiðslan enn það hröð að allt bendir til þess að golftímabilið færist fram á haust og inn á veturinn. Samkvæmt fréttum Golfweek þá verður væntanlega boðið upp á mikla golfveislu í haust og vetur. Eftir risamótin fjögur bíður nefnilega sjálfur Ryder-bikarinn sem átti að fara fram í lok september. Nú lítur út fyrir að þrjú eða fjögur risamót og Ryder-bikarinn fari nú fram á fimmtán vikum seinni hluta sumars og í haust. Líkur er nú á því að Mastersmótið endi jafnvel í nóvembermánuði og að risamótatímabilið gæti byrjað á PGA-meistaramótinu í ágúst og svo færi opna breska mótið fram í september. Eftir það þyrfti síðan að finna stað fyrir opna bandaríska mótið í kringum Ryder-bikarinn. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Golftímabilið verður gjörbreytt eftir allar frestanirnar vegna kórónuveirunnar og nú berast fréttir af því að golfheimurinn sé mögulega búinn að raða tímabilinu upp á nýtt. Masters-mótinu var frestað á dögunum en það átti að vera fyrsta risamót ársins nú í aprílmánuði. PGA-meistaramótinu í maí hefur einnig verið frestað. Það er ekki búið að fresta opna breska meistaramótinu en þykir líklegt að því seinki einnig en það á að fara fram í júlí. Á undan á að fara fram opna bandaríska meistaramótið í júní og því hefur ekki verið frestað ennþá. New Tour schedule aims to play Masters in November, keep Ryder Cup in 2020 https://t.co/g7rwtnLBTp pic.twitter.com/T3sR1gI746— Golfweek (@golfweek) April 3, 2020 Staða mála í Bandaríkjunum og Evrópu eru samt þannig og útbreiðslan enn það hröð að allt bendir til þess að golftímabilið færist fram á haust og inn á veturinn. Samkvæmt fréttum Golfweek þá verður væntanlega boðið upp á mikla golfveislu í haust og vetur. Eftir risamótin fjögur bíður nefnilega sjálfur Ryder-bikarinn sem átti að fara fram í lok september. Nú lítur út fyrir að þrjú eða fjögur risamót og Ryder-bikarinn fari nú fram á fimmtán vikum seinni hluta sumars og í haust. Líkur er nú á því að Mastersmótið endi jafnvel í nóvembermánuði og að risamótatímabilið gæti byrjað á PGA-meistaramótinu í ágúst og svo færi opna breska mótið fram í september. Eftir það þyrfti síðan að finna stað fyrir opna bandaríska mótið í kringum Ryder-bikarinn.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira