Danir af stað hálfum mánuði á undan Íslendingum Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2020 19:30 Jón Dagur Þorsteinsson gæti spilað fyrsta leikinn í Danmörku eftir kórónuveiruhléið, með AGF. VÍSIR/GETTY Keppni í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst að nýju, eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins, þann 28. maí. Áætlað er að tímabilinu ljúki 29. júlí með úrslitaleik um sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar. Leikið verður fyrir luktum dyrum til að byrja með. Mikael Anderson og félagar í Midtjylland eru langefstir í deildinni með 62 stig eftir 24 leiki, tólf stigum á undan FC Köbenhavn. Einum leik er ólokið í 24. umferð og það verður jafnframt fyrsti leikurinn eftir hléið, viðureign AGF og Randers fimmtudaginn 28. maí. Jón Dagur Þorsteinsson er einmitt leikmaður AGF sem er í 3. sæti deildarinnar með 40 stig. Eftir 26. umferðina verður deildinni skipt upp, eins og síðustu ár, og spila efstu sex liðin saman í riðli um meistaratitilinn og Evrópusæti en hin átta skiptast í tvo fjögurra liða riðla þar sem leikið er um að forðast fall en einnig möguleika á að spila um Evrópusæti. Hlé var gert á dönsku deildinni þann 9. mars vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Keppni í færeyska boltanum hófst að nýju nú um helgina. Þjóðverjar ætla að hefja keppni að nýju í Bundesligunni um næstu helgi. Á Íslandi byrjar boltinn að rúlla á nýrri leiktíð í Pepsi Max-deildunum helgina 12.-14. júní, ef áætlanir ganga eftir. Franska og hollenska deildin eru á meðal þeirra sem hafa blásið tímabilið af en óvissa ríkir enn á Englandi, Spáni og Ítalíu. Danski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Strákarnir fá leyfi til að byrja í Danmörku en ekki stelpurnar Það er eðlilega ekki mikil gleði á meðal forráðamanna dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kvenna eftir nýjustu tíðindin þar í landi vegna kórónuveirunnar. 9. maí 2020 14:15 Superligan af stað og Kaupmannahöfn heldur EM Danskir knattspyrnuunnendur fengu tvær góðar fréttir í kvöld. Danska úrvalsdeildin getur farið aftur að rúlla og þeir fjórir leikir sem áttu að fara á EM 2020 verða áfram þó að mótið hafi verið fært aftur um eitt ár. 7. maí 2020 19:30 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Keppni í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst að nýju, eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins, þann 28. maí. Áætlað er að tímabilinu ljúki 29. júlí með úrslitaleik um sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar. Leikið verður fyrir luktum dyrum til að byrja með. Mikael Anderson og félagar í Midtjylland eru langefstir í deildinni með 62 stig eftir 24 leiki, tólf stigum á undan FC Köbenhavn. Einum leik er ólokið í 24. umferð og það verður jafnframt fyrsti leikurinn eftir hléið, viðureign AGF og Randers fimmtudaginn 28. maí. Jón Dagur Þorsteinsson er einmitt leikmaður AGF sem er í 3. sæti deildarinnar með 40 stig. Eftir 26. umferðina verður deildinni skipt upp, eins og síðustu ár, og spila efstu sex liðin saman í riðli um meistaratitilinn og Evrópusæti en hin átta skiptast í tvo fjögurra liða riðla þar sem leikið er um að forðast fall en einnig möguleika á að spila um Evrópusæti. Hlé var gert á dönsku deildinni þann 9. mars vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Keppni í færeyska boltanum hófst að nýju nú um helgina. Þjóðverjar ætla að hefja keppni að nýju í Bundesligunni um næstu helgi. Á Íslandi byrjar boltinn að rúlla á nýrri leiktíð í Pepsi Max-deildunum helgina 12.-14. júní, ef áætlanir ganga eftir. Franska og hollenska deildin eru á meðal þeirra sem hafa blásið tímabilið af en óvissa ríkir enn á Englandi, Spáni og Ítalíu.
Danski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Strákarnir fá leyfi til að byrja í Danmörku en ekki stelpurnar Það er eðlilega ekki mikil gleði á meðal forráðamanna dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kvenna eftir nýjustu tíðindin þar í landi vegna kórónuveirunnar. 9. maí 2020 14:15 Superligan af stað og Kaupmannahöfn heldur EM Danskir knattspyrnuunnendur fengu tvær góðar fréttir í kvöld. Danska úrvalsdeildin getur farið aftur að rúlla og þeir fjórir leikir sem áttu að fara á EM 2020 verða áfram þó að mótið hafi verið fært aftur um eitt ár. 7. maí 2020 19:30 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Strákarnir fá leyfi til að byrja í Danmörku en ekki stelpurnar Það er eðlilega ekki mikil gleði á meðal forráðamanna dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kvenna eftir nýjustu tíðindin þar í landi vegna kórónuveirunnar. 9. maí 2020 14:15
Superligan af stað og Kaupmannahöfn heldur EM Danskir knattspyrnuunnendur fengu tvær góðar fréttir í kvöld. Danska úrvalsdeildin getur farið aftur að rúlla og þeir fjórir leikir sem áttu að fara á EM 2020 verða áfram þó að mótið hafi verið fært aftur um eitt ár. 7. maí 2020 19:30