Samfélagsleg ábyrgð: Tíu ráð fyrir vinnuveitendur Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. maí 2020 11:00 Dropinn holar steininn og Eva Magnúsdóttir er iðin við að hvetja fyrirtæki og opinbera aðila til aðgerða í loftlagsmálum og að innleiða hjá sér stefnu í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Vilhelm Eva Magnúsdóttir framkvæmdastjóri og ráðgjafi hjá Podium er ein þeirra sem hvetur til þess að tekið verði á loftlagsmálunum með sömu aðferðum og í baráttunni við kórónuveiruna: Með stærri skrefum þar sem samfélagslegri ábyrgð er gert átt undir höfði í stefnu hvers vinnustaðar. „Nú þegar eru mörg íslensk fyrirtæki og framsýn sveitarfélög farin að vinna í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Í byrjun ársins ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að hraða innleiðingu heimsmarkmiðanna,“ segir Eva og bætir við „Það er mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki að skoða í sinni starfsemi hvar þau geti haft mest áhrif. Heimsmarkmiðin skilja engan eftir, huga að heilsu, jörðinni, atvinnulífinu, nýsköpun, menntun og sjálfbærni.“ Fyrir skömmu kynnti Eva tíu ráð fyrir vinnuveitendur á fjölmennum fjarfundi á vegum SVÞ. Þessi tíu ráð eru eftirfarandi: 1. Horfðu í eigin barm og spurðu hvernig get ég verið ábyrgari í lífinu, fyrirtækinu eða sveitarfélagi? 2. Láttu gera úttekt á samfélagslegri ábyrgð hjá fyrirtækinu, skoðaðu sóun í allri virðiskeðjunni og verslaðu við ábyrg fyrirtæki. 3. Búðu til mælikvarða eða notaðu alþjóðlega mælikvarða eins og GRI, UFS eða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. 4. Styddu starfsmenn í að vinna heima einn til tvo daga á viku og minnkaðu þar með umferðarþunga og kolefnisfótspor. 5. Nýttu netið meira í fundi, keyrðu minna og fljúgðu minna. Hjólaðu, hlauptu og labbaðu meira og minnkaðu kolefnisfótspor. 6. Nýttu hlutina betur og hugaðu að möguleikum á hringrásarhagkerfi -nýsköpunarhugmyndir um nýtingu á eldri hlutum. „Þarf ég þetta?“ er ágætis spurning. 7. Fáðu aðstoð til þess að breyta viðhorfi og virkja starfsmenn með öflugri breytingastjórnun. 8. Kynntu það sem fyrirtækið/sveitarfélagið er að gera innávið og útá við. 9. Sýndu umhyggju fyrir öðrum, vertu vinsamlegri við vinnufélaga, brostu, hrósaðu og hringdu oftar í vini og fjölskyldumeðlimi. 10. Samantekt: Greindu stöðuna, sinntu starfinu heima, minnkaðu sóun, notaðu mælikvarða, settu markmið, innleiddu, sýndu umhyggju og sýndu stöðugar umbætur. Umhverfismál Góðu ráðin Stjórnun Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Eva Magnúsdóttir framkvæmdastjóri og ráðgjafi hjá Podium er ein þeirra sem hvetur til þess að tekið verði á loftlagsmálunum með sömu aðferðum og í baráttunni við kórónuveiruna: Með stærri skrefum þar sem samfélagslegri ábyrgð er gert átt undir höfði í stefnu hvers vinnustaðar. „Nú þegar eru mörg íslensk fyrirtæki og framsýn sveitarfélög farin að vinna í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Í byrjun ársins ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að hraða innleiðingu heimsmarkmiðanna,“ segir Eva og bætir við „Það er mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki að skoða í sinni starfsemi hvar þau geti haft mest áhrif. Heimsmarkmiðin skilja engan eftir, huga að heilsu, jörðinni, atvinnulífinu, nýsköpun, menntun og sjálfbærni.“ Fyrir skömmu kynnti Eva tíu ráð fyrir vinnuveitendur á fjölmennum fjarfundi á vegum SVÞ. Þessi tíu ráð eru eftirfarandi: 1. Horfðu í eigin barm og spurðu hvernig get ég verið ábyrgari í lífinu, fyrirtækinu eða sveitarfélagi? 2. Láttu gera úttekt á samfélagslegri ábyrgð hjá fyrirtækinu, skoðaðu sóun í allri virðiskeðjunni og verslaðu við ábyrg fyrirtæki. 3. Búðu til mælikvarða eða notaðu alþjóðlega mælikvarða eins og GRI, UFS eða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. 4. Styddu starfsmenn í að vinna heima einn til tvo daga á viku og minnkaðu þar með umferðarþunga og kolefnisfótspor. 5. Nýttu netið meira í fundi, keyrðu minna og fljúgðu minna. Hjólaðu, hlauptu og labbaðu meira og minnkaðu kolefnisfótspor. 6. Nýttu hlutina betur og hugaðu að möguleikum á hringrásarhagkerfi -nýsköpunarhugmyndir um nýtingu á eldri hlutum. „Þarf ég þetta?“ er ágætis spurning. 7. Fáðu aðstoð til þess að breyta viðhorfi og virkja starfsmenn með öflugri breytingastjórnun. 8. Kynntu það sem fyrirtækið/sveitarfélagið er að gera innávið og útá við. 9. Sýndu umhyggju fyrir öðrum, vertu vinsamlegri við vinnufélaga, brostu, hrósaðu og hringdu oftar í vini og fjölskyldumeðlimi. 10. Samantekt: Greindu stöðuna, sinntu starfinu heima, minnkaðu sóun, notaðu mælikvarða, settu markmið, innleiddu, sýndu umhyggju og sýndu stöðugar umbætur.
Umhverfismál Góðu ráðin Stjórnun Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira