Gamli Man United maðurinn varði framkomu Neymar og Mbappe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2020 15:30 Ander Herrera fagnar hér marki fyrir Manchester United á móti Chelsea. EPA-EFE/ANDY RAIN Mörgum þótti ekki mikið til þess koma þegar stórstjörnur franska liðsins fögnuðu sigri á Borussia Dortmund með því að reyna að gera lítið úr fagni nítján ára gamals leikmanns þýska liðsins. Paris Saint Germain komst loksins í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar rétt áður en allri knattspyrnuiðkunn var hætt vegna kórónuveirunnar. PSG tryggði sér sætið með því að vinna Borussia Dortmund 2-0 í seinni leiknum eftir að þýska liðið hafði unnið fyrri leikinn. Erling Braut Håland skoraði tvisvar fyrir Dortmund í 2-1 sigri í fyrri leiknum. Hann er þekktur fyrir að fagna mörkum sínum með því að fara í jóga stöðu. Það pirraði greinilega stórstjörnurnar í PSG-liðinu. Ander Herrera on why PSG mocked Haaland's celebration after knocking Dortmund out of the #UCL ?? pic.twitter.com/g2O0Ynsa3w— B/R Football (@brfootball) May 10, 2020 Ander Herrera kom til Paris Saint Germain síðasta sumar á frjálsri sölu en hann hafði spilað með Manchester United frá árinu 2014. Ander Herrera talaði um það við spænska miðilinn Tiempo de Juego af hverju stórstjörnurnar Neymar og Kylian Mbappé höfðu fagnað með því að apa eftir Erling Braut Håland eftir sigurinn í seinni leiknum. „Eftir fyrri leikinn þá fögnuðu þeir opinberlega og birtu nokkrar óheppilegar Twitter-færslur á opinberum Twitter-reikningi félagsins,“ sagði Ander Herrera og hélt áfram: „Það særði stolt okkar að lesa það að þeir væru félag sem framleiddi sínar stjörnur í stað þess að kaupa þær,“ sagði Ander Herrera en þar var á ferðinni augljóst skot hjá Borussia Dortmund á Paris Saint Germain sem hefur eytt gríðarlegum pening í leikmenn á síðustu árum. „Það er aldrei gott að pirra Neymar og Mbappé,“ sagði Ander Herrera. Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Mörgum þótti ekki mikið til þess koma þegar stórstjörnur franska liðsins fögnuðu sigri á Borussia Dortmund með því að reyna að gera lítið úr fagni nítján ára gamals leikmanns þýska liðsins. Paris Saint Germain komst loksins í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar rétt áður en allri knattspyrnuiðkunn var hætt vegna kórónuveirunnar. PSG tryggði sér sætið með því að vinna Borussia Dortmund 2-0 í seinni leiknum eftir að þýska liðið hafði unnið fyrri leikinn. Erling Braut Håland skoraði tvisvar fyrir Dortmund í 2-1 sigri í fyrri leiknum. Hann er þekktur fyrir að fagna mörkum sínum með því að fara í jóga stöðu. Það pirraði greinilega stórstjörnurnar í PSG-liðinu. Ander Herrera on why PSG mocked Haaland's celebration after knocking Dortmund out of the #UCL ?? pic.twitter.com/g2O0Ynsa3w— B/R Football (@brfootball) May 10, 2020 Ander Herrera kom til Paris Saint Germain síðasta sumar á frjálsri sölu en hann hafði spilað með Manchester United frá árinu 2014. Ander Herrera talaði um það við spænska miðilinn Tiempo de Juego af hverju stórstjörnurnar Neymar og Kylian Mbappé höfðu fagnað með því að apa eftir Erling Braut Håland eftir sigurinn í seinni leiknum. „Eftir fyrri leikinn þá fögnuðu þeir opinberlega og birtu nokkrar óheppilegar Twitter-færslur á opinberum Twitter-reikningi félagsins,“ sagði Ander Herrera og hélt áfram: „Það særði stolt okkar að lesa það að þeir væru félag sem framleiddi sínar stjörnur í stað þess að kaupa þær,“ sagði Ander Herrera en þar var á ferðinni augljóst skot hjá Borussia Dortmund á Paris Saint Germain sem hefur eytt gríðarlegum pening í leikmenn á síðustu árum. „Það er aldrei gott að pirra Neymar og Mbappé,“ sagði Ander Herrera.
Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira