Aðgerðir mögulega hertar víðar samhliða smitrakningu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. apríl 2020 10:14 Tuttugu starfsmenn á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru í sóttkví. Óskað hefur verið eftir að fólki í bakvarðasveit. Vísir/Samúel Karl Allt skólahald hefur verið fellt niður í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði og mega ekki fleiri en fimm koma saman á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mögulegt að aðgerðir verði hertar víðar á Vestfjörðum. Tuttugu og fjögur smit af kórónuveirunni höfðu í gær verið greind á Ísafirði og í Bolungarvík. Ákveðið var að herða aðgerðir á svæðinu og mega ekki fleiri en fimm koma saman. Þá hefur leik- og grunnskólum verið lokað og fólk er hvatt til að halda sig heima. Á Vestfjörðum eru alls 285 manns í sóttkví. „Þetta verður svona næstu vikur á Ísafirði, í Bolungarvík og í Hnífsdal. Það er ekki spilunum að það verði hert áfram en eftir því sem smitrakningu vindur fram er ekkert útilokað að smitin fari að teygja sig inn á hin þorpin á kjálkanum. Sérstaklega Suðureyri, Þingeyri, Súgandafjörð og Súðavík. Ef það gerist verður væntanlega líka gripið til harðari aðgerða þar líka," segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Hann segir mikið álag á heilbrigðisstofnuninni. Starfsfólk er í góðu sambandi við Covid-deild Landspítalans. „Við erum ekki búin þannig til að takast á við mjög veika sjúklinga, enda myndum við senda þá suður ef ástandið fer að versna, en við erum mjög vel í stakk búin til að takast á við vægari einkenni," segir Gylfi. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Reglum sóttvarnarlæknis hafi verið fylgt varðandi sýnatökur. „Við höfum fylgt leiðbeiningum sóttvarnarlæknis um að það eigi ekki að senda einkennalausa í sýnatöku. Þeir sem hafa óskað eftir sýni hafa þurfa að fá viðtal hjá lækni og það eru bara sömu reglur sem gilda og annars staðar," segir Gylfi. Leitað hefur verið til íbúa um að ganga í bakvarðasveit, líkt og víðar á landinu, og í tilkynningu frá heilbrigðisstofnuninni segir að þjónusta hafi nú þegar raskast nokkuð vegna viðbragða við kórónuveirunni. Störfin eru til dæmis við aðhlynningu á hjúkrunarheimilum, aðstoð í eldhúsi og við ræstingu. Gylfi segir marga hafa boðist til að hjálpa. Tuttugu starfsmenn heilbrigðisstofnunarinnar eru í sóttkví en enginn þeirra hafði í gær greinst með veiruna. „Það eru tuttugu starfsmenn sem eru í sóttkví. Stór hluti þeirra eru starfsmenn á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Við höfum náð að manna næstu vaktir, fram á næstu helgi, en það er skarð sem höggvið var þar í starfsmannahópinn," segir Gylfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bolungarvík Ísafjarðarbær Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Allt skólahald hefur verið fellt niður í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði og mega ekki fleiri en fimm koma saman á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mögulegt að aðgerðir verði hertar víðar á Vestfjörðum. Tuttugu og fjögur smit af kórónuveirunni höfðu í gær verið greind á Ísafirði og í Bolungarvík. Ákveðið var að herða aðgerðir á svæðinu og mega ekki fleiri en fimm koma saman. Þá hefur leik- og grunnskólum verið lokað og fólk er hvatt til að halda sig heima. Á Vestfjörðum eru alls 285 manns í sóttkví. „Þetta verður svona næstu vikur á Ísafirði, í Bolungarvík og í Hnífsdal. Það er ekki spilunum að það verði hert áfram en eftir því sem smitrakningu vindur fram er ekkert útilokað að smitin fari að teygja sig inn á hin þorpin á kjálkanum. Sérstaklega Suðureyri, Þingeyri, Súgandafjörð og Súðavík. Ef það gerist verður væntanlega líka gripið til harðari aðgerða þar líka," segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Hann segir mikið álag á heilbrigðisstofnuninni. Starfsfólk er í góðu sambandi við Covid-deild Landspítalans. „Við erum ekki búin þannig til að takast á við mjög veika sjúklinga, enda myndum við senda þá suður ef ástandið fer að versna, en við erum mjög vel í stakk búin til að takast á við vægari einkenni," segir Gylfi. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Reglum sóttvarnarlæknis hafi verið fylgt varðandi sýnatökur. „Við höfum fylgt leiðbeiningum sóttvarnarlæknis um að það eigi ekki að senda einkennalausa í sýnatöku. Þeir sem hafa óskað eftir sýni hafa þurfa að fá viðtal hjá lækni og það eru bara sömu reglur sem gilda og annars staðar," segir Gylfi. Leitað hefur verið til íbúa um að ganga í bakvarðasveit, líkt og víðar á landinu, og í tilkynningu frá heilbrigðisstofnuninni segir að þjónusta hafi nú þegar raskast nokkuð vegna viðbragða við kórónuveirunni. Störfin eru til dæmis við aðhlynningu á hjúkrunarheimilum, aðstoð í eldhúsi og við ræstingu. Gylfi segir marga hafa boðist til að hjálpa. Tuttugu starfsmenn heilbrigðisstofnunarinnar eru í sóttkví en enginn þeirra hafði í gær greinst með veiruna. „Það eru tuttugu starfsmenn sem eru í sóttkví. Stór hluti þeirra eru starfsmenn á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Við höfum náð að manna næstu vaktir, fram á næstu helgi, en það er skarð sem höggvið var þar í starfsmannahópinn," segir Gylfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bolungarvík Ísafjarðarbær Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira