Smitum fjölgar í Þýskalandi eftir tilslakanir Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2020 20:45 Frá mótmælum í Stuttgart gegn takmörkunum vegna faraldursins. Mótmælendurnir telja þær brjóta stjórnarskrárvarin réttindi þeirra um samkomu- og trúfrelsi. Vísir/EPA Lýðheilsustofnun Þýskalands segir að nýjum kórónuveirusmitum sé byrjað að fjölga aftur eftir að byrjað var að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu faraldursins. Mótmælendur hafa krafist þess að takmörkunum verði aflétt enn hraðar nú um helgina. Tilkynnt var um tilslakanir á smitvarnaaðgerðum eftir fund Angelu Merkel kanslara og sambandslandsstjóra á miðvikudag. Leyft var að opna allar verslanir, skóla smám saman og atvinnumannadeildir í knattspyrnu fengu grænt ljós á að hefja deildarkeppnir sínar aftur. Nú segir Robert Koch-lýðheilsustofnunin að smitstuðull kórónuveirunnar sé kominn yfir einn og nýjum smitum fari því fjölgandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til þess að halda faraldri í skefjum er miðað við að stuðullinn þurfi að vera undir einum. Fylgjast verði grannt með þróuninni næstu daga. Sumir eru þó óþreyjufullir eftir að lífið komist aftur í fyrra horf. Þannig mótmæltu þúsundir manna takmörkunum vegna faraldursins og kröfðust þess að stjórnvöld afléttu þeim algerlega víða um landið í gær. Um þrjátíu manns voru handteknir fyrir utan Ríkisdaginn í Berlín fyrir að hlíða ekki fyrirmælum um félagsforðun. Öfgahægrihópar og samsæriskenningasinnar eru sagðir hafa tekið þátt í mótmælunum. Þrátt fyrir að fjöldi smita í Þýskalandi sé sá sjöundi hæsti í heiminum hafa viðbrögð þýskra stjórnvalda við faraldrinum verið lofuð. Umfangsmikil skimun hefur farið fram og útgöngubann hefur leitt til þess að mun færri hafa látist í Þýskalandi en í öðrum Evrópulöndum. Nú hafa 7.395 látist og rúmlega 169.000 smit greinst. Fjöldi ríkja er nú byrjaður að slaka á takmörkunum sem komið var á til að hefta útbreiðslu faraldursins, þar á meðal Ísland. Lýðheilsusérfræðingar hafa varað við því að farið verði of geist í að aflétta aðgerðum því þá sé hætta á að faraldurinn blossi upp aftur. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leyft að opna allar verslanir í Þýskalandi Öllum takmörkunum á verslanir sem hafa verið í gildi í kórónuveirufaraldrinum verður aflétt með samkomulagi sem þýska ríkisstjórnin hefur gert við sambandslandsstjórnirnar sextán. Félagsforðun verður áfram í gildi í annan mánuð en slakað verður á ýmsum þáttum hennar. 6. maí 2020 15:43 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Sjá meira
Lýðheilsustofnun Þýskalands segir að nýjum kórónuveirusmitum sé byrjað að fjölga aftur eftir að byrjað var að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu faraldursins. Mótmælendur hafa krafist þess að takmörkunum verði aflétt enn hraðar nú um helgina. Tilkynnt var um tilslakanir á smitvarnaaðgerðum eftir fund Angelu Merkel kanslara og sambandslandsstjóra á miðvikudag. Leyft var að opna allar verslanir, skóla smám saman og atvinnumannadeildir í knattspyrnu fengu grænt ljós á að hefja deildarkeppnir sínar aftur. Nú segir Robert Koch-lýðheilsustofnunin að smitstuðull kórónuveirunnar sé kominn yfir einn og nýjum smitum fari því fjölgandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til þess að halda faraldri í skefjum er miðað við að stuðullinn þurfi að vera undir einum. Fylgjast verði grannt með þróuninni næstu daga. Sumir eru þó óþreyjufullir eftir að lífið komist aftur í fyrra horf. Þannig mótmæltu þúsundir manna takmörkunum vegna faraldursins og kröfðust þess að stjórnvöld afléttu þeim algerlega víða um landið í gær. Um þrjátíu manns voru handteknir fyrir utan Ríkisdaginn í Berlín fyrir að hlíða ekki fyrirmælum um félagsforðun. Öfgahægrihópar og samsæriskenningasinnar eru sagðir hafa tekið þátt í mótmælunum. Þrátt fyrir að fjöldi smita í Þýskalandi sé sá sjöundi hæsti í heiminum hafa viðbrögð þýskra stjórnvalda við faraldrinum verið lofuð. Umfangsmikil skimun hefur farið fram og útgöngubann hefur leitt til þess að mun færri hafa látist í Þýskalandi en í öðrum Evrópulöndum. Nú hafa 7.395 látist og rúmlega 169.000 smit greinst. Fjöldi ríkja er nú byrjaður að slaka á takmörkunum sem komið var á til að hefta útbreiðslu faraldursins, þar á meðal Ísland. Lýðheilsusérfræðingar hafa varað við því að farið verði of geist í að aflétta aðgerðum því þá sé hætta á að faraldurinn blossi upp aftur.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leyft að opna allar verslanir í Þýskalandi Öllum takmörkunum á verslanir sem hafa verið í gildi í kórónuveirufaraldrinum verður aflétt með samkomulagi sem þýska ríkisstjórnin hefur gert við sambandslandsstjórnirnar sextán. Félagsforðun verður áfram í gildi í annan mánuð en slakað verður á ýmsum þáttum hennar. 6. maí 2020 15:43 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Sjá meira
Leyft að opna allar verslanir í Þýskalandi Öllum takmörkunum á verslanir sem hafa verið í gildi í kórónuveirufaraldrinum verður aflétt með samkomulagi sem þýska ríkisstjórnin hefur gert við sambandslandsstjórnirnar sextán. Félagsforðun verður áfram í gildi í annan mánuð en slakað verður á ýmsum þáttum hennar. 6. maí 2020 15:43