Kennir nemendum sínum úr sóttkví í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2020 11:21 Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu. FSu/Magnús Hlynur Kennari við Fjölbrautarskóla Suðurlands, sem sætir nú sóttkví vegna kórónuveirunnar, vinnur að heiman á meðan á sóttkvínni stendur. Skólameistari segir alla almennt sátta við fyrirkomulagið. Nokkur óvissa hefur verið um réttindi fólks sem er í sóttkví en ekki veikt. ASÍ fagnar því að starfsmönnum í slíkri stöðu sé gefinn kostur á að vinna að heiman ef hægt er. Kennarinn kom til landsins á laugardag með flugi Icelandair frá Veróna á Ítalíu. Hann býr í Reykjavík og fór beint í sóttkví við heimkomu, líkt og öllum sem koma frá landinu er gert að gera samkvæmt fyrirmælum sóttvarnalæknis. Kennarinn hefur því ekki komið inn í skólann og mun vera í sóttkvínni út næstu viku. Kennir um hundrað nemendum „Kennarinn er nettengdur og sendir nemendum verkefni á netinu, og þau skila og hann fer svo yfir það heima hjá sér. Hann smellir bara áfanganum í fjarnám í þessari stöðu,“ segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautarskóla Suðurlands í samtali við Vísi. Kennarinn er í fullri stöðu við skólann og kennir því nokkrum hópum, alls rúmlega hundrað nemendum. „Við reiknum með að hann komi bara sprækur þegar þessi tími er liðinn.“ Sjá einnig: Atvinnulíf gæti lamast tímabundið komi til heimsfaraldurs Olga segir að skólinn hafi áður gripið til sambærilegs fyrirkomulags við önnur tilefni. Þessi háttur hefur verið hafður á þegar kennarar forfallast og einnig í hinum mikla lægðagangi sem gengið hefur yfir landið síðustu misserin. „Við höfum líka verið að glíma við mikla ófærð og veður hér eins og annars staðar á landinu núna á vorönn og þá hafa kennarar verið beðnir sérstaklega og hafa gert það að senda nemendum verkefni rafrænt og þeir hafa þá unnið heima í stað þess að koma í skólann.“ Sextán kórónuveirutilfelli hafa greinst á Íslandi og á þriðja hundrað er í sóttkví. Nemendur umburðarlyndir upp til hópa Olga segir skólastjórnendur fylgjast vel með gangi mála. Þá verði reynt að hafa sama háttinn á ef fleira starfsfólk þarf að fara í sóttkví. „Við myndum reyna það á meðan hægt er en þetta verður flóknara ef þetta verður einhver hópur sem veikist. Þetta er auðvitað fordæmalaust ástand og við munum spila úr því eins og það kemur fyrir á hverjum tíma, og tökum ákvarðanir á þeim tíma og við þær aðstæður sem við getum,“ segir Olga. „Við erum líka að hugsa um nemendurna, þau mega ekki við því að missa út margar vikur úr námi. Ef mikið fellur út af þá misferst önnin vegna þess að tíminn er þannig skipulagður að við þurfum á öllum vikunum að halda sem eru í boði á hverjum tíma.“ Nemendur séu þó almennt sáttir við fjarkennslufyrirkomulagið. „Já, já, nemendur eru umburðarlynt fólk upp til hópa og þau aðlaga sig að aðstæðum eins og þau geta.“ ASÍ fagnar því ef starfsfólki er gefinn kostur á að sinna vinnu sinni í sóttkví. Slíkt fyrirkomulag er þó ekki vænlegt á öllum vinnustöðum og margir sem verða óvinnufærir, séu þeir látnir sitja heima. Samtökum atvinnulífsins og ASÍ hefur ekki borið saman um hvernig launagreiðslum í sóttkví skuli háttað. ASÍ telur að starfsmenn sem sæta sóttkví eigi rétt á launum en SA segir svo ekki vera. „Ef fólk er í sóttkví og er ekki veikt þá er um að ræða lögmæt forföll en það á ekki rétt á launagreiðslum,“ sagði Davíð Þorláksson forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Fulltrúar stjórnvalda, SA og ASÍ munu í dag kynna samkomulag um hvernig þessum launagreiðslum verði háttað. Wuhan-veiran Árborg Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Tengdar fréttir WHO varar við skorti á hlífðarbúnaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði í gær við skorti á hlífðarbúnaði vegna Covid-19 faraldursins. 4. mars 2020 08:08 Starfsmaður Landspítalans með kórónuveiruna Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt. 3. mars 2020 18:03 Staðfest smit nú sextán talsins Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar stendur nú í sextán manns, en tveir bættust í hópinn seint í gærkvöldi. 4. mars 2020 06:54 Atvinnulíf gæti lamast tímabundið komi til heimsfaraldurs Komi til heimsfaraldurs kórónuveiru þarf að gera ráð fyrir að vinnumarkaðurinn hér á landi geti lamast frá tveimur vikum og uppí þrjá mánuði samkvæmt viðbragðsáætlun. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að ná sátt um hver réttindi ósmitaðs launafólks í sóttkví eru að sögn formanns VR. 3. mars 2020 19:00 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Kennari við Fjölbrautarskóla Suðurlands, sem sætir nú sóttkví vegna kórónuveirunnar, vinnur að heiman á meðan á sóttkvínni stendur. Skólameistari segir alla almennt sátta við fyrirkomulagið. Nokkur óvissa hefur verið um réttindi fólks sem er í sóttkví en ekki veikt. ASÍ fagnar því að starfsmönnum í slíkri stöðu sé gefinn kostur á að vinna að heiman ef hægt er. Kennarinn kom til landsins á laugardag með flugi Icelandair frá Veróna á Ítalíu. Hann býr í Reykjavík og fór beint í sóttkví við heimkomu, líkt og öllum sem koma frá landinu er gert að gera samkvæmt fyrirmælum sóttvarnalæknis. Kennarinn hefur því ekki komið inn í skólann og mun vera í sóttkvínni út næstu viku. Kennir um hundrað nemendum „Kennarinn er nettengdur og sendir nemendum verkefni á netinu, og þau skila og hann fer svo yfir það heima hjá sér. Hann smellir bara áfanganum í fjarnám í þessari stöðu,“ segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautarskóla Suðurlands í samtali við Vísi. Kennarinn er í fullri stöðu við skólann og kennir því nokkrum hópum, alls rúmlega hundrað nemendum. „Við reiknum með að hann komi bara sprækur þegar þessi tími er liðinn.“ Sjá einnig: Atvinnulíf gæti lamast tímabundið komi til heimsfaraldurs Olga segir að skólinn hafi áður gripið til sambærilegs fyrirkomulags við önnur tilefni. Þessi háttur hefur verið hafður á þegar kennarar forfallast og einnig í hinum mikla lægðagangi sem gengið hefur yfir landið síðustu misserin. „Við höfum líka verið að glíma við mikla ófærð og veður hér eins og annars staðar á landinu núna á vorönn og þá hafa kennarar verið beðnir sérstaklega og hafa gert það að senda nemendum verkefni rafrænt og þeir hafa þá unnið heima í stað þess að koma í skólann.“ Sextán kórónuveirutilfelli hafa greinst á Íslandi og á þriðja hundrað er í sóttkví. Nemendur umburðarlyndir upp til hópa Olga segir skólastjórnendur fylgjast vel með gangi mála. Þá verði reynt að hafa sama háttinn á ef fleira starfsfólk þarf að fara í sóttkví. „Við myndum reyna það á meðan hægt er en þetta verður flóknara ef þetta verður einhver hópur sem veikist. Þetta er auðvitað fordæmalaust ástand og við munum spila úr því eins og það kemur fyrir á hverjum tíma, og tökum ákvarðanir á þeim tíma og við þær aðstæður sem við getum,“ segir Olga. „Við erum líka að hugsa um nemendurna, þau mega ekki við því að missa út margar vikur úr námi. Ef mikið fellur út af þá misferst önnin vegna þess að tíminn er þannig skipulagður að við þurfum á öllum vikunum að halda sem eru í boði á hverjum tíma.“ Nemendur séu þó almennt sáttir við fjarkennslufyrirkomulagið. „Já, já, nemendur eru umburðarlynt fólk upp til hópa og þau aðlaga sig að aðstæðum eins og þau geta.“ ASÍ fagnar því ef starfsfólki er gefinn kostur á að sinna vinnu sinni í sóttkví. Slíkt fyrirkomulag er þó ekki vænlegt á öllum vinnustöðum og margir sem verða óvinnufærir, séu þeir látnir sitja heima. Samtökum atvinnulífsins og ASÍ hefur ekki borið saman um hvernig launagreiðslum í sóttkví skuli háttað. ASÍ telur að starfsmenn sem sæta sóttkví eigi rétt á launum en SA segir svo ekki vera. „Ef fólk er í sóttkví og er ekki veikt þá er um að ræða lögmæt forföll en það á ekki rétt á launagreiðslum,“ sagði Davíð Þorláksson forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Fulltrúar stjórnvalda, SA og ASÍ munu í dag kynna samkomulag um hvernig þessum launagreiðslum verði háttað.
Wuhan-veiran Árborg Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Tengdar fréttir WHO varar við skorti á hlífðarbúnaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði í gær við skorti á hlífðarbúnaði vegna Covid-19 faraldursins. 4. mars 2020 08:08 Starfsmaður Landspítalans með kórónuveiruna Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt. 3. mars 2020 18:03 Staðfest smit nú sextán talsins Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar stendur nú í sextán manns, en tveir bættust í hópinn seint í gærkvöldi. 4. mars 2020 06:54 Atvinnulíf gæti lamast tímabundið komi til heimsfaraldurs Komi til heimsfaraldurs kórónuveiru þarf að gera ráð fyrir að vinnumarkaðurinn hér á landi geti lamast frá tveimur vikum og uppí þrjá mánuði samkvæmt viðbragðsáætlun. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að ná sátt um hver réttindi ósmitaðs launafólks í sóttkví eru að sögn formanns VR. 3. mars 2020 19:00 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
WHO varar við skorti á hlífðarbúnaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði í gær við skorti á hlífðarbúnaði vegna Covid-19 faraldursins. 4. mars 2020 08:08
Starfsmaður Landspítalans með kórónuveiruna Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt. 3. mars 2020 18:03
Staðfest smit nú sextán talsins Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar stendur nú í sextán manns, en tveir bættust í hópinn seint í gærkvöldi. 4. mars 2020 06:54
Atvinnulíf gæti lamast tímabundið komi til heimsfaraldurs Komi til heimsfaraldurs kórónuveiru þarf að gera ráð fyrir að vinnumarkaðurinn hér á landi geti lamast frá tveimur vikum og uppí þrjá mánuði samkvæmt viðbragðsáætlun. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að ná sátt um hver réttindi ósmitaðs launafólks í sóttkví eru að sögn formanns VR. 3. mars 2020 19:00