Bestu myndir ársins 2019 Sylvía Hall skrifar 9. maí 2020 16:08 Frá sýningunni í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Vísir/Arnar Í dag klukkan 14 voru afhent verðlaun í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrir bestu myndir ársins 2019. Veitt voru verðlaun í sjö flokkum auk bestu myndar ársins. Verðlaunahafarnir í dag.Vísir/Arnar Mynd ársins 2019 tók Golli / Kjartan Þorbjörnsson, ljósmyndari Iceland Review og er það mynd frá vorferð Jöklarannsóknarfélags Íslands á vatnajökul. „Áhrifarík og táknræn mynd fyrir loftslagsbreytingar af manna völdum. Myndin sýnir hversu smár maðurinn er í samanburði við náttúruna og síbreytilegan jökulinn frá áhugaverðu sjónarhorni,“ segir í umsögn dómnefndar. Vorferð Jöklarannsóknarfélags Íslands á Vatnajökul, mynd ársins 2019.Golli/Kjartan Þorbjörnsson Sigtryggur Ari Jóhannsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, átti bestu mynd í fréttaflokki. Á myndinni sjást nemendur mótmæla aðgerðaleysi í loftslagsmálum á hinum vikulegu loftslagsverkföllum sem fram fóru síðasta vetur. „Myndin fangar það málefni sem hefur einna mest verið í umræðunni á Íslandi og heiminum öllum. Skilaboðin koma skýrt fram í myndinni og sýna að ungt fólk lítur til framtíðar,“ segir í umsögn dómnefndar. Fréttamynd ársins.Sigtryggur Ari Jóhannsson/Fréttablaðið Kristinn Magnússon átti íþróttaljósmynd ársins en á myndinni sést Anton Sveinn McKee stinga sér til sunds er hann keppti í 50 metra bringusundi. Hann vann til gullverðlauna þegar hann synti á 28,68 sekúndum. „Mynd sem fangar kjarna íþróttaljósmyndunar. Góð myndbygging á hárréttu augnabliki,“ segir í umsögn dómnefndar. Íþróttamynd ársins.Kristinn Magnússon Mynd Aldísar Pálsdóttur var valin tímaritamynd ársins. Í umsögn dómnefndar segir að myndin sé vel útfærð tískumynd með fallegri myndlýsingu og góðri myndbyggingu. Módelið sé fangað á grafískan hátt. Sundhöllin - Er allt sem sýnist? Hvað er fullkomið?Aldís Pálsdóttir Umhverfismynd ársins var mynd Eggerts Jóhannessonar frá Ískönnunarleiðangri Landhelgisgæslunnar. „Tignarlegur ísjaki sem flýtur um í þokunni gefur okkur tilfinningu fyrir því sem er að tapast en einnig fyrir styrk og mikilfengleika náttúrunnar,“ segir í umsögn dómnefndar. Umhverfsmynd ársins.Eggert Jóhannesson Heiða Helgadóttir fékk verðlaun fyrir mynd í flokknum Daglegt líf mynd ársins. „Tímalaus mynd sem sýnir kuldalegan veruleika íslenskra smábátasjómanna,“ segir í umsögn dómnefndar en á myndinni sést Ragnar Emilsson, skipstjóri á Mána II, sem hefur stundað sjómennsku í 35 ár. „Þetta lá alltaf fyrir mér, ég var búin að ákveða að gerast sjómaður þegar ég var 5 ára. Þetta voru idolin, maður var alltaf að fylgjast með þeim á höfninni. Ég er búin að prófa að gera annað, það gekk ekki upp. Þetta togar í mann. Mér líður bara vel á sjónum, það er eitthvað þetta er óútskýrt, þegar maður er í fríi þá er maður út á bryggju að spá og spekulera og skoða bátana.”Heiða Helgadóttir Þá fékk Heiða Helgadóttir einnig verðlaun fyrir portrettmynd ársins af Sif Baldursdóttur. Að mati dómnefndar var myndin táknræn og marglaga portrett mynd, vel innrömmuð sem leyfir áhorfandanum að upplifa og túlka sjálfur. Sif Baldursdóttir um hamingjuna: „Veit einhver hvað þessi blessaða hamingja í alvörunni er? Er hún ástand eða tilfinning, eða er hún óljóst hugtak sem við eltumst við án þess einu sinni skilja hvað við erum á höttunum eftir. Kvíði og þunglyndi eru gráir fylgifiskar þess að vera manneskja og að lifa í samfélagi sem uppfyllir ekki þær þarfir sem við höfum varðandi nánd nema að vissu eða litlu leyti. Það sem ég átta mig betur og betur á með hverju árinu er að geðheilsan er svo mikilvæg að hún er eiginlega allt.“Heiða Helgadóttir Golli fékk verðlaun fyrir myndaseríu ársins frá vorferð Jöklarannsóknarfélags Íslands á Vatnajökul. Myndaserían þótti vel uppbyggð og sameinaði fallegar myndir og heildstæða frásögn sem á erindi við alla. Myndaröðin sýni menn í tengslum við náttúruna frá ýmsum sjónarhornum. Myndasería ársins.Golli/Kjartan Þorbjörnsson Sýningin verður opin í Ljósmyndasafni Reykjavíkur frá 11. Maí til 1. júní. Fjöldi gesta í sýningarsal hverju sinni takmarkast við 40 manns og virða þarf 2ja metra regluna. Myndlist Ljósmyndun Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í dag klukkan 14 voru afhent verðlaun í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrir bestu myndir ársins 2019. Veitt voru verðlaun í sjö flokkum auk bestu myndar ársins. Verðlaunahafarnir í dag.Vísir/Arnar Mynd ársins 2019 tók Golli / Kjartan Þorbjörnsson, ljósmyndari Iceland Review og er það mynd frá vorferð Jöklarannsóknarfélags Íslands á vatnajökul. „Áhrifarík og táknræn mynd fyrir loftslagsbreytingar af manna völdum. Myndin sýnir hversu smár maðurinn er í samanburði við náttúruna og síbreytilegan jökulinn frá áhugaverðu sjónarhorni,“ segir í umsögn dómnefndar. Vorferð Jöklarannsóknarfélags Íslands á Vatnajökul, mynd ársins 2019.Golli/Kjartan Þorbjörnsson Sigtryggur Ari Jóhannsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, átti bestu mynd í fréttaflokki. Á myndinni sjást nemendur mótmæla aðgerðaleysi í loftslagsmálum á hinum vikulegu loftslagsverkföllum sem fram fóru síðasta vetur. „Myndin fangar það málefni sem hefur einna mest verið í umræðunni á Íslandi og heiminum öllum. Skilaboðin koma skýrt fram í myndinni og sýna að ungt fólk lítur til framtíðar,“ segir í umsögn dómnefndar. Fréttamynd ársins.Sigtryggur Ari Jóhannsson/Fréttablaðið Kristinn Magnússon átti íþróttaljósmynd ársins en á myndinni sést Anton Sveinn McKee stinga sér til sunds er hann keppti í 50 metra bringusundi. Hann vann til gullverðlauna þegar hann synti á 28,68 sekúndum. „Mynd sem fangar kjarna íþróttaljósmyndunar. Góð myndbygging á hárréttu augnabliki,“ segir í umsögn dómnefndar. Íþróttamynd ársins.Kristinn Magnússon Mynd Aldísar Pálsdóttur var valin tímaritamynd ársins. Í umsögn dómnefndar segir að myndin sé vel útfærð tískumynd með fallegri myndlýsingu og góðri myndbyggingu. Módelið sé fangað á grafískan hátt. Sundhöllin - Er allt sem sýnist? Hvað er fullkomið?Aldís Pálsdóttir Umhverfismynd ársins var mynd Eggerts Jóhannessonar frá Ískönnunarleiðangri Landhelgisgæslunnar. „Tignarlegur ísjaki sem flýtur um í þokunni gefur okkur tilfinningu fyrir því sem er að tapast en einnig fyrir styrk og mikilfengleika náttúrunnar,“ segir í umsögn dómnefndar. Umhverfsmynd ársins.Eggert Jóhannesson Heiða Helgadóttir fékk verðlaun fyrir mynd í flokknum Daglegt líf mynd ársins. „Tímalaus mynd sem sýnir kuldalegan veruleika íslenskra smábátasjómanna,“ segir í umsögn dómnefndar en á myndinni sést Ragnar Emilsson, skipstjóri á Mána II, sem hefur stundað sjómennsku í 35 ár. „Þetta lá alltaf fyrir mér, ég var búin að ákveða að gerast sjómaður þegar ég var 5 ára. Þetta voru idolin, maður var alltaf að fylgjast með þeim á höfninni. Ég er búin að prófa að gera annað, það gekk ekki upp. Þetta togar í mann. Mér líður bara vel á sjónum, það er eitthvað þetta er óútskýrt, þegar maður er í fríi þá er maður út á bryggju að spá og spekulera og skoða bátana.”Heiða Helgadóttir Þá fékk Heiða Helgadóttir einnig verðlaun fyrir portrettmynd ársins af Sif Baldursdóttur. Að mati dómnefndar var myndin táknræn og marglaga portrett mynd, vel innrömmuð sem leyfir áhorfandanum að upplifa og túlka sjálfur. Sif Baldursdóttir um hamingjuna: „Veit einhver hvað þessi blessaða hamingja í alvörunni er? Er hún ástand eða tilfinning, eða er hún óljóst hugtak sem við eltumst við án þess einu sinni skilja hvað við erum á höttunum eftir. Kvíði og þunglyndi eru gráir fylgifiskar þess að vera manneskja og að lifa í samfélagi sem uppfyllir ekki þær þarfir sem við höfum varðandi nánd nema að vissu eða litlu leyti. Það sem ég átta mig betur og betur á með hverju árinu er að geðheilsan er svo mikilvæg að hún er eiginlega allt.“Heiða Helgadóttir Golli fékk verðlaun fyrir myndaseríu ársins frá vorferð Jöklarannsóknarfélags Íslands á Vatnajökul. Myndaserían þótti vel uppbyggð og sameinaði fallegar myndir og heildstæða frásögn sem á erindi við alla. Myndaröðin sýni menn í tengslum við náttúruna frá ýmsum sjónarhornum. Myndasería ársins.Golli/Kjartan Þorbjörnsson Sýningin verður opin í Ljósmyndasafni Reykjavíkur frá 11. Maí til 1. júní. Fjöldi gesta í sýningarsal hverju sinni takmarkast við 40 manns og virða þarf 2ja metra regluna.
Myndlist Ljósmyndun Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira