Ásta Kristín Pjetursdóttir, víóluleikari og söngvaskáld, setti saman föstudagslagalista Vísis að þessu sinni.
Hún lenti í þriðja sæti í Músíktilraunum í fyrra og vann jafnframt verðlaun fyrir íslenska textagerð.
Hennar fyrsta plata í fullri lengd, Sykurbað, kom svo út 18. október í fyrra við góðar undirtektir og spilaði Ásta í kjölfarið á Iceland Airwaves hátíðinni.
Platan var svo valin besta plata ársins í flokki þjóðlaga- og heimstónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár.
Lagalisti Ástu er bæði ljúfur og angurvær en hún skrifaði niður stuttar lýsingar með hverju lagi fyrir sig:
Kakkmaddafakka - Drø Sø: Störtum þessu með einum góðum norskum þynnkubanger.
We Are Not Romantic - Ghostsong: Attitjúd. That's what it is.
Musique Le Pop - Turn to Sand: Það er bara eitthvað rosa gott fíl í þessu lagi.
Matty - Clear: Bassinn sem kemur inn eftir annað versið kveikir í einhverju svakalegu grúvi. Úff.
Monteverdi - Prologo: Ritornello - Dal mio permesso amato: Lútur, sembalar og grípandi eyrnaormar. Hvað meira þarf maður?
Eydís Kvaran - Sundlaugalagið: Fyrsti singúll Eydísar Kvaran er aðgöngumiði inn í draumkennda veröld sem er ekki af þessum heimi.
Megas - Um skáldið Jónas: Mér finnst þetta bara svo fyndið lag. Textinn er alveg meistaralega óborganlegur.
Skoffín - Stökur: Tilgerðarleysið er algert. Einlægnin er allsráðandi. Tónlist gerist ekki meira sjarmerandi. Þetta er klárlega takan.
Bon Iver - PDLIF: Þetta lag náði mér alveg frá fyrsta tóni.
James Blake - You're Too Precious: <3
Minnie Riperton - Lovin' You: Fuglasöngur og ást. Ást og fuglasöngur. Maður verður ástfanginn bara við það eitt að hlusta á þetta lag.
Salóme Katrín - Don't Take Me So Seriously: Ótrúlegt lag af væntanlegri sólóplötu Salóme Katrínar, sem er algjörlega mögnuð tónlistarkona. Líka gaman að hafa fengið að spila á víólu í þessu lagi!
Ásta - Fimmmánaðablús: Þetta lag má finna á sólóplötunni minni sem kom út síðasta haust. Þykir mjög vænt um þetta lag og er mér mjög kært.
Stefán Íslandi - Ökuljóð: Okkar eini sanni Stefano Islandi. Yndislegur.