Kóresk goðsögn á fimmtugsaldri skoraði fyrsta markið eftir COVID-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2020 14:30 Lee Dong-gook fagnaði sigurmarki sínu með Jeonbuk Hyundai Motors með því að þakka heilbrigðsstarfsfólki fyrir á táknmáli. EPA-EFE/JEON HEON-KYUN Suður-Kórea varð í dag fyrsta landið sem byrjaði að spila á nýjan leik eftir að öllum leikjum í deildarkeppni landsins hafði verið frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrsta markið eftir COVID-19 skoraði Suður-Kóreumaðurinn Lee Dong-gook fyrir lið Jeonbuk Hyundai Motors. Lee Dong-gook hélt upp á 41 árs afmælið sitt í lok síðasta mánaðar en hann spilaði bæði í Þýskalandi (Werder Bremen) og Englandi (Middlesbrough) fyrir meira en áratug síðan. Lee Dong-gook kom inn á sem varamaður í leiknum og skoraði sigurmarkið en Jeonbuk Hyundai Motors vann Suwon Bluewings 1-0. Markið kom með skalla á nærstönginni eftir hornspyrnu frá vinstri en markið má sjá hér fyrir neðan. Lee Dong-gook fagnaði markinu með því að þakka heilbrigðisstarfsfólki fyrir á táknmáli. #KLeague Moment Another look at The Lion King, Lee Dong-gook's opening goal. #KLeague | #K | #JEOvSSB pic.twitter.com/GT2dz0Ozeo— K League (@kleague) May 8, 2020 Lee Dong-gook spilaði 105 landsleiki og skoraði í þeim 33 mörk fyrir Suður-Kóreu á árunum 1998 til 2017. Hann var samt ekki valinn í landsliðshópinn þegar Suður-Kóreubúar héldu HM með Japönum árið 2002. Lee Dong-gook var kallaður „Lati snillingurinn“ og hollenski þjálfarinn Guus Hiddink lagði mikið upp úr vinnusemi hjá leikmönnum landsliðsins. Lee Dong-gook tók því mjög illa að vera ekki valinn í hópinn hjá Guus Hiddink og hefur seinna sagt frá því að hann horfði ekki á einn leik í þessu mikla ævintýri þar sem suður-kóreska liðið komst alla leið í undanúrslitin. Ex-Middlesbrough striker Lee Dong-gook celebrated his goal in the K-League season opener by doing hand signals to thank South Korean medical staff for their work during the coronavirus pandemic Watch LIVE: https://t.co/422ZZNu5gU @BBCiPlayer pic.twitter.com/NyjSHh5HYW— Match of the Day (@BBCMOTD) May 8, 2020 Lee Dong-gook kom til Jeonbuk Hyundai Motors árið 2009 og hefur spilað með liðinu síðan. Hann skoraði sitt tvö hundraðasta mark fyrir félagið á síðasta ári. Dong-gook skoraði 9 mörk í 33 leikjum á síðustu leiktíð og vann þá sinn sjöunda meistaratitil með Jeonbuk Hyundai Motors. Lee Dong-gook has now scored in all 22 #KLeague seasons he has played in: 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 202041 years old. pic.twitter.com/qJdLIU96r8— Squawka Football (@Squawka) May 8, 2020 Fótbolti Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Sjá meira
Suður-Kórea varð í dag fyrsta landið sem byrjaði að spila á nýjan leik eftir að öllum leikjum í deildarkeppni landsins hafði verið frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrsta markið eftir COVID-19 skoraði Suður-Kóreumaðurinn Lee Dong-gook fyrir lið Jeonbuk Hyundai Motors. Lee Dong-gook hélt upp á 41 árs afmælið sitt í lok síðasta mánaðar en hann spilaði bæði í Þýskalandi (Werder Bremen) og Englandi (Middlesbrough) fyrir meira en áratug síðan. Lee Dong-gook kom inn á sem varamaður í leiknum og skoraði sigurmarkið en Jeonbuk Hyundai Motors vann Suwon Bluewings 1-0. Markið kom með skalla á nærstönginni eftir hornspyrnu frá vinstri en markið má sjá hér fyrir neðan. Lee Dong-gook fagnaði markinu með því að þakka heilbrigðisstarfsfólki fyrir á táknmáli. #KLeague Moment Another look at The Lion King, Lee Dong-gook's opening goal. #KLeague | #K | #JEOvSSB pic.twitter.com/GT2dz0Ozeo— K League (@kleague) May 8, 2020 Lee Dong-gook spilaði 105 landsleiki og skoraði í þeim 33 mörk fyrir Suður-Kóreu á árunum 1998 til 2017. Hann var samt ekki valinn í landsliðshópinn þegar Suður-Kóreubúar héldu HM með Japönum árið 2002. Lee Dong-gook var kallaður „Lati snillingurinn“ og hollenski þjálfarinn Guus Hiddink lagði mikið upp úr vinnusemi hjá leikmönnum landsliðsins. Lee Dong-gook tók því mjög illa að vera ekki valinn í hópinn hjá Guus Hiddink og hefur seinna sagt frá því að hann horfði ekki á einn leik í þessu mikla ævintýri þar sem suður-kóreska liðið komst alla leið í undanúrslitin. Ex-Middlesbrough striker Lee Dong-gook celebrated his goal in the K-League season opener by doing hand signals to thank South Korean medical staff for their work during the coronavirus pandemic Watch LIVE: https://t.co/422ZZNu5gU @BBCiPlayer pic.twitter.com/NyjSHh5HYW— Match of the Day (@BBCMOTD) May 8, 2020 Lee Dong-gook kom til Jeonbuk Hyundai Motors árið 2009 og hefur spilað með liðinu síðan. Hann skoraði sitt tvö hundraðasta mark fyrir félagið á síðasta ári. Dong-gook skoraði 9 mörk í 33 leikjum á síðustu leiktíð og vann þá sinn sjöunda meistaratitil með Jeonbuk Hyundai Motors. Lee Dong-gook has now scored in all 22 #KLeague seasons he has played in: 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 202041 years old. pic.twitter.com/qJdLIU96r8— Squawka Football (@Squawka) May 8, 2020
Fótbolti Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Sjá meira