Tiger og Phil mætast aftur í einvígi og nú með NFL-goðsagnir með sér í liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2020 17:30 Það fagna því örugglega margir að fá einvígi á milli Tiger Woods og Phil Mickelson á þessum íþróttalausu tímum kórónuveirunnar. EPA-EFE/TANNEN MAURY Tiger Woods og Phil Mickelson mættust í Einvíginu á golfvelli í Las Vegas árið 2018 og ætla nú að endurtaka leikinn en nú verða þeir ekki einir í liði. NFL goðsagnirnar Peyton Manning og Tom Brady verða með að þessu sinni, Tom Brady spilar með Phil Mickelson og Manning verður í liði Tigers Woods. Tiger-Phil will get an extra kick in their rematch: They'll be joined by Tom Brady and Peyton Manning. https://t.co/KOGGZEWqIY— USA TODAY Sports (@usatodaysports) May 7, 2020 Peyton Manning og Tom Brady eru báðir í hópi allra bestu leikstjórnenda NFL sögunnar og miklir erkifjendur á meðan Manning var að spila. Brady hefur síðan spilað enn lengur og er ekki enn hættur. Einvígið þeirra fjögurra fer fram 24. maí næstkomandi hjá Medalist golfklúbbnum í Hobe Sound í Flórída fylki. Phil came out talking trash, but Tiger had the green jacket ready ??It's @TigerWoods & Peyton vs. @PhilMickelson & @TomBrady ?? Capital One's The Match is on May 24 at Tiger's course, The Medalist, only on TNT. Full interview in the B/R app https://t.co/99p5H7EB4W pic.twitter.com/5BJkMzl9dT— Bleacher Report (@BleacherReport) May 7, 2020 Einvígið heitir að þessu sinni „The Match: Champions for Charity“ á ensku sem væri hægt að þýða „Einvígið: Meistarar keppa fyrir góðgerðarstarf“ á íslensku. Allir munu þeir spila golf og þeir verða allir með hljóðnema á sér. Það ætti að gera keppnina enn áhugaverðari. Fyrri níu holurnar verða spilaðar eins og í fjórleik (best ball) en á seinni níu munu þeir skiptast á að slá. WarnerMedia og kylfingarnir fjórir munu láta af hendi tíu milljónir Bandaríkjadala til baráttunnar gegn COVID-19 og munu góðgerðasamtök því tengdu njóta góðs af því. Þetta eru 1476 milljónir íslenskra króna. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods og Phil Mickelson mættust í Einvíginu á golfvelli í Las Vegas árið 2018 og ætla nú að endurtaka leikinn en nú verða þeir ekki einir í liði. NFL goðsagnirnar Peyton Manning og Tom Brady verða með að þessu sinni, Tom Brady spilar með Phil Mickelson og Manning verður í liði Tigers Woods. Tiger-Phil will get an extra kick in their rematch: They'll be joined by Tom Brady and Peyton Manning. https://t.co/KOGGZEWqIY— USA TODAY Sports (@usatodaysports) May 7, 2020 Peyton Manning og Tom Brady eru báðir í hópi allra bestu leikstjórnenda NFL sögunnar og miklir erkifjendur á meðan Manning var að spila. Brady hefur síðan spilað enn lengur og er ekki enn hættur. Einvígið þeirra fjögurra fer fram 24. maí næstkomandi hjá Medalist golfklúbbnum í Hobe Sound í Flórída fylki. Phil came out talking trash, but Tiger had the green jacket ready ??It's @TigerWoods & Peyton vs. @PhilMickelson & @TomBrady ?? Capital One's The Match is on May 24 at Tiger's course, The Medalist, only on TNT. Full interview in the B/R app https://t.co/99p5H7EB4W pic.twitter.com/5BJkMzl9dT— Bleacher Report (@BleacherReport) May 7, 2020 Einvígið heitir að þessu sinni „The Match: Champions for Charity“ á ensku sem væri hægt að þýða „Einvígið: Meistarar keppa fyrir góðgerðarstarf“ á íslensku. Allir munu þeir spila golf og þeir verða allir með hljóðnema á sér. Það ætti að gera keppnina enn áhugaverðari. Fyrri níu holurnar verða spilaðar eins og í fjórleik (best ball) en á seinni níu munu þeir skiptast á að slá. WarnerMedia og kylfingarnir fjórir munu láta af hendi tíu milljónir Bandaríkjadala til baráttunnar gegn COVID-19 og munu góðgerðasamtök því tengdu njóta góðs af því. Þetta eru 1476 milljónir íslenskra króna.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira