Íbúar í Ísafjarðarbæ greiða tuttugu milljónir til tveggja bæjarstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2020 16:21 Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðar - Ísafjörður Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær tæplega 12,5 milljónir króna greiddar frá bænum í tengslum við starfslok sín. Um er að ræða sex mánaða laun. Þetta kemur fram í svari starfandi bæjarstjóra við fyrirspurn bæjarfulltrúa Í-listans á bæjarstjórnarfundi í morgun. Samanlagður kostnaður við tvo bæjarstjóra yfir fimm mánaða tímabili nemur tæplega tuttugu milljónum króna. Guðmundur komst að samkomulagi um starfsflok við bæjarstjórnina þann 27. janúar. Hann lýsti því fyrir helgi að honum fyndist hann og fjölskyldan ekki lengur velkomin á svæðinu. Hann upplifði fantabrögð í bæjarstjórninni lýsti brottför fjölskyldunnar sem flótta. Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari Ísafjarðarbæjar, var fengin til að gegna starfi bæjarstjóra á meðan leit stæði. Fór svo að Birgir Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri Reykjalundar, var ráðinn bæjarstjóri. Í millitíðinni réð Þórdís Sif sig sem sveitarstjóra í Borgarbyggð þangað sem hún á ættir að rekja. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans, spurði á bæjarstjórnarfundinum í morgun hve háan kostnað bæjarstjóraskiptin hefðu í för með sér á bæjarsjóð. Sömuleiðis óskaði hún eftir upplýsingum um húsnæðismál bæjarstjóra og á hvaða kjörum hann muni fá að leigja efstu hæðina á Sindragötu 4a. Einnig hvers vegna hætt hafi verið við að selja þá íbúð. Þórdís Sif upplýsti í skriflegu svari við fyrirspurninni að Birgir Gunnarsson fengi 1,8 milljón króna í heildarlaun, 1,6 milljónir króna að frátöldu orlofi. Engar ákvarðanir hafi verið teknar um leigu íbúðar og leigufjárhæðar á efstu hæð Sindragötu 4 til nýráðins bæjarstjóra. Ekki hafi borist kauptilboð í eignina en hún hafi verið tekin tímabundið úr sölu. Kostnaður íbúa Ísafjarðarbæjar við bæjarstjórana tvo þessa fimm mánuði nema því tæplega tuttugu milljónum króna. Ísafjarðarbær Vistaskipti Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær tæplega 12,5 milljónir króna greiddar frá bænum í tengslum við starfslok sín. Um er að ræða sex mánaða laun. Þetta kemur fram í svari starfandi bæjarstjóra við fyrirspurn bæjarfulltrúa Í-listans á bæjarstjórnarfundi í morgun. Samanlagður kostnaður við tvo bæjarstjóra yfir fimm mánaða tímabili nemur tæplega tuttugu milljónum króna. Guðmundur komst að samkomulagi um starfsflok við bæjarstjórnina þann 27. janúar. Hann lýsti því fyrir helgi að honum fyndist hann og fjölskyldan ekki lengur velkomin á svæðinu. Hann upplifði fantabrögð í bæjarstjórninni lýsti brottför fjölskyldunnar sem flótta. Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari Ísafjarðarbæjar, var fengin til að gegna starfi bæjarstjóra á meðan leit stæði. Fór svo að Birgir Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri Reykjalundar, var ráðinn bæjarstjóri. Í millitíðinni réð Þórdís Sif sig sem sveitarstjóra í Borgarbyggð þangað sem hún á ættir að rekja. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans, spurði á bæjarstjórnarfundinum í morgun hve háan kostnað bæjarstjóraskiptin hefðu í för með sér á bæjarsjóð. Sömuleiðis óskaði hún eftir upplýsingum um húsnæðismál bæjarstjóra og á hvaða kjörum hann muni fá að leigja efstu hæðina á Sindragötu 4a. Einnig hvers vegna hætt hafi verið við að selja þá íbúð. Þórdís Sif upplýsti í skriflegu svari við fyrirspurninni að Birgir Gunnarsson fengi 1,8 milljón króna í heildarlaun, 1,6 milljónir króna að frátöldu orlofi. Engar ákvarðanir hafi verið teknar um leigu íbúðar og leigufjárhæðar á efstu hæð Sindragötu 4 til nýráðins bæjarstjóra. Ekki hafi borist kauptilboð í eignina en hún hafi verið tekin tímabundið úr sölu. Kostnaður íbúa Ísafjarðarbæjar við bæjarstjórana tvo þessa fimm mánuði nema því tæplega tuttugu milljónum króna.
Ísafjarðarbær Vistaskipti Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira