„Við erum að fara út í eitthvað óvissuástand“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. maí 2020 22:03 Það eru margar tilfinningar sem fylgja því að eignast barn. Þetta er rætt í þættinum Raunin af hlaðvarpinu Kviknar. Mynd/Þorleifur Kamban „Allt í einu er allt breytt og ég held að við getum flestar verið sammála um það. Það er náttúrulega bara þannig að það eru hundrað nýjar spurningar sem að koma með okkur heim,“ segir Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur um fyrstu dagana eftir að barn kemur í heiminn. Hulda er sjálf móðir og ræddi um þessa fyrstu daga í hlaðvarpinu Kviknar. Þátturinn hefur yfirskriftina Raunin en þar er fjallað um sjálfsmynd mæðra, sambandið eftir að við eignumst barn og margt fleira. „Allir fá nýtt hlutverk á heimilinu,“ útskýrir Hulda. Eldri systkini velta fyrir sér hverju þetta breyti og pör velta kannski fyrir sér hver forgangsröðunin eigi að vera. „Til hvers er ætlast af okkur núna vs. í gær?“ Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingurMynd/Úr einkasafni Mikilvægt að takmarka heimsóknir Hulda bendir á að það þó að það sé hægt að lesa sér til, þá viti maður aldrei hvernig barn maður fær. „Við vitum ekkert hvaða karakterar þau eru og hvaða þarfir þau hafa.“ Hún segir mikilvægt að taka þetta skref fyrir skref og átta sig á því að maður getur ekki vitað alveg hvernig þetta verður. Það fer allt eftir barninu. „Við erum að fara út í eitthvað óvissuástand.“ Það má ekki líta þannig á að það eigi að halda gömlu rútínunni fyrstu dagana, það einfaldlega gangi ekki upp. Nýja fjölskyldan þarf rými. „Þess vegna hvet ég fólk til þess að til dæmis ákveða hvernig það vill hafa fyrstu dagana varðandi heimsóknir og annað. Við erum ekki að fara að hella upp á kaffi og henda í marengs. Við erum að kynnast þessum nýja einstaklingi og kynnast okkur upp á nýtt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Huldu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Frjósemi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Oft svolítið „brútal“ aðgerðir sem getur verið erfitt að horfa á Andrea Eyland þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kviknar ræddi við Hönnu Lilju Oddgeirsdóttur sérnámslækni um tjaldið sem sett er upp í keisaraaðgerðum. 5. maí 2020 22:30 „Í erfiðustu aðstæðunum þá skrúbbum við okkur ekki einu sinni“ Heilbrigðissstarfsfólk hefur stundum aðeins nokkrar mínútur til þess að flytja konur inn á skurðstofu og framkvæma keisaraskurð til þess að bjarga móður og barni. 29. apríl 2020 10:00 „Við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega“ Auður Bjarnadóttir jógakennari segir að konur ættu að sleppa því að hugsa um það hvernig þær eru í fæðingum og sleppa frekar tökunum. 27. apríl 2020 21:00 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
„Allt í einu er allt breytt og ég held að við getum flestar verið sammála um það. Það er náttúrulega bara þannig að það eru hundrað nýjar spurningar sem að koma með okkur heim,“ segir Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur um fyrstu dagana eftir að barn kemur í heiminn. Hulda er sjálf móðir og ræddi um þessa fyrstu daga í hlaðvarpinu Kviknar. Þátturinn hefur yfirskriftina Raunin en þar er fjallað um sjálfsmynd mæðra, sambandið eftir að við eignumst barn og margt fleira. „Allir fá nýtt hlutverk á heimilinu,“ útskýrir Hulda. Eldri systkini velta fyrir sér hverju þetta breyti og pör velta kannski fyrir sér hver forgangsröðunin eigi að vera. „Til hvers er ætlast af okkur núna vs. í gær?“ Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingurMynd/Úr einkasafni Mikilvægt að takmarka heimsóknir Hulda bendir á að það þó að það sé hægt að lesa sér til, þá viti maður aldrei hvernig barn maður fær. „Við vitum ekkert hvaða karakterar þau eru og hvaða þarfir þau hafa.“ Hún segir mikilvægt að taka þetta skref fyrir skref og átta sig á því að maður getur ekki vitað alveg hvernig þetta verður. Það fer allt eftir barninu. „Við erum að fara út í eitthvað óvissuástand.“ Það má ekki líta þannig á að það eigi að halda gömlu rútínunni fyrstu dagana, það einfaldlega gangi ekki upp. Nýja fjölskyldan þarf rými. „Þess vegna hvet ég fólk til þess að til dæmis ákveða hvernig það vill hafa fyrstu dagana varðandi heimsóknir og annað. Við erum ekki að fara að hella upp á kaffi og henda í marengs. Við erum að kynnast þessum nýja einstaklingi og kynnast okkur upp á nýtt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Huldu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Frjósemi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Oft svolítið „brútal“ aðgerðir sem getur verið erfitt að horfa á Andrea Eyland þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kviknar ræddi við Hönnu Lilju Oddgeirsdóttur sérnámslækni um tjaldið sem sett er upp í keisaraaðgerðum. 5. maí 2020 22:30 „Í erfiðustu aðstæðunum þá skrúbbum við okkur ekki einu sinni“ Heilbrigðissstarfsfólk hefur stundum aðeins nokkrar mínútur til þess að flytja konur inn á skurðstofu og framkvæma keisaraskurð til þess að bjarga móður og barni. 29. apríl 2020 10:00 „Við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega“ Auður Bjarnadóttir jógakennari segir að konur ættu að sleppa því að hugsa um það hvernig þær eru í fæðingum og sleppa frekar tökunum. 27. apríl 2020 21:00 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Oft svolítið „brútal“ aðgerðir sem getur verið erfitt að horfa á Andrea Eyland þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kviknar ræddi við Hönnu Lilju Oddgeirsdóttur sérnámslækni um tjaldið sem sett er upp í keisaraaðgerðum. 5. maí 2020 22:30
„Í erfiðustu aðstæðunum þá skrúbbum við okkur ekki einu sinni“ Heilbrigðissstarfsfólk hefur stundum aðeins nokkrar mínútur til þess að flytja konur inn á skurðstofu og framkvæma keisaraskurð til þess að bjarga móður og barni. 29. apríl 2020 10:00
„Við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega“ Auður Bjarnadóttir jógakennari segir að konur ættu að sleppa því að hugsa um það hvernig þær eru í fæðingum og sleppa frekar tökunum. 27. apríl 2020 21:00